Litli Bergþór - 01.06.2004, Blaðsíða 6

Litli Bergþór - 01.06.2004, Blaðsíða 6
Viðtal við Rannveigu og Bernharð í Skálholti 2. hluti í síðasta tölublaði Litla-Berþórs sögðu Rannveig og Bernharður frá lífí sínu og starfí fram til ársins 1973, en þá urðu kaflaskil, er þau tóku sig upp og settust að í Addis Ababa í Eþíópíu. Við gefum Bernharði orðið. Bernharður: Já, eins og fram kom í síðasta blaði, bjuggum við í Reykjavík árin 1970-1973 og vann Rannveig þau ár á lyfjadeild Landsspítalans, eða þar til við eignuðumst yngri soninn, Sigurbjöm, árið 1972. En í byrjun árs 1973 bauðst mér að fara til Afríku og vinna þar við útvarpsstöð í Addis Ababa í Eþíópíu, á vegum Lútherska heimssambandsins. Það var í febrúar 1973 og Vestmannaeyjagosið nýbyrjað. — Við gerðum okkur auðvitað enga grein fyrir hvað biði okkar þar, en við ákváðum samt að taka stökkið. Guð var með í verki og við treystum því að hann myndi vel fyrir sjá. Við lögðum af stað í slíkum blindbyl að við lá að við misstum af vélinni, en þegar við komum á Heimsreisan hafin. Fyrsti áningarstaður: Grikkland. Vegvísir til útvarpsstöðvarinnar í Addis Ababa. leiðarenda var 33 stiga hiti og pálmatrén og þríbura- runnarnir brostu við okkur. Utvarpsstöðin útvarpaði á 18 tungumálum á tveimur stuttbylgjusendum alls 36 tíma á sólarhring. Dagskrárstofur voru starfandi í 18 löndum sem sendu efni sitt á segulböndum til okkar en við út- vörpuðum því á senditíma viðkomandi lands. Auk þess var starfandi fréttastofa sem sendi út fréttir á sjö tungumálum. Þær gátum við sent út án ritskoðunar, nema þær sem voru á amhar- inju, máli Eþíópa sjálfra. Þar þurfti að hafa mikla gát. 70% af dagskránni voru þróunarefni, sérflagi í landbúnaði, og 30% trúarlegt efni sem snerti mjög mannréttindamál og jafnrétti. Við sögðum reyndar að dagskrárefnið væri 100% kristið efni, því að allt það efni, sem eflir manninn, er kristið efni. A lóðinni kringum útvarpsstöðina bjuggum við, um 30 fjölskyldur, frá öllum heimsálfum, í sátt og samlyndi. Rannveig: Fyrsta árið okkar var yndislegt. Keisarinn Haile Selassie var við völd og allt í föstum skorðum. Hann var mikill velunnari útvarpsstöðvarinnar. Daginn sem við komum var einmitt 10 ára afmæli hennar og mikil hátíðahöld. Og rétt eftir að við komum á staðinn, birtist keisarinn með fylgdarliði sínu, og við stóðum þama augliti til auglitis við þennan smávaxna, fallega , aldna mann, keisar- ann, sem sagður var afkomandi Salómons konungs og drottningarinnar af Saba! Þetta var nokkuð efnileg byrjun á dvöl okkar þarna! En þegar við vorum búin að vera í rúmt ár, var keisaranum steypt af stóli af marxistum. Þeir skutu alla ríkisstjórnina á einu bretti og við ✓ Frá Eþíópíu til Arnessýslu Litli Bergþór 6

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.