Litli Bergþór - 01.06.2004, Blaðsíða 12

Litli Bergþór - 01.06.2004, Blaðsíða 12
sem það skapar, þeirra Aðalheiðar, Baldvins, Herdísar, Hildar, Kristínar og Þuríðar. L-B: Hvernig sérð þú framtíð staðarins fyrir þér? Bernharður: Skálholt hefur svo mikla dýpt og býður upp á mikla möguleika. Ferðamannastraum- urinn er vaxandi og hér á Suðurlandi hefur verið unnið gott starf í þeim efnum. Það eru ekki síður íslendingar sem koma hér og ég vona bara að sem flestir geti sótt hingað frið, helgi og nýja sýn á lífið. Ég vildi sérstak- lega vinna að eflingu málþinga um margskonar álita- mál í samfélaginu, þar sem einarðlegt og opið samtal fer fram. L-B: Hver eru helstu áhugamál ykkar hjóna fyrir utan starfið? Bernharður: Það má kannski byrja á tónlistinni og segja að heimili okkar hafi verið tónlistarheimili. Rannveig er mikill tónlistarunnandi og börnin hafa erft þennan áhuga frá henni! Við sækjum mikið leikhús og höfum áhuga á mannlífinu í kringum okkur, ekki síst í þróunarlönd- unum. Við erum í ýmsum kirkjulegum samtökum og starfi. Ég hef haft mikinn áhuga á mannréttindamálum og verið formaður Amnesty International á Islandi og er núna formaður Félags Sameinuðu þjóðanna hér. Verkefnin breytast með aldrinum. Þegar ég var ungur var ég í Æskulýðsráði ríkisins, á miðjum aldri, sem foreldri, var ég í Barnaverndarráði íslands og núna, á efri árum, er ég í Öldrunarráði ríkisins, sem er ráðgefandi fyrir rtkisstjórnina. Þar er mikið rætt um það hvernig bæta megi ímynd og stöðu eldri borgara í þjóðfélaginu. Mér finnst þetta æ brýnna verkefni með hverjum deginum sem ég eldist! L-B: Segðu okkur að lokum frá bömum ykkar Rannveigar, hvað gera þau? Bernharður: Svava dóttir okkar lauk doktorsprófi í tónlist frá Juilliard skólanum í New York og er víóluleikari í fílharmóníuhljómsveitinni í Lubliana í Slóveníu, þar sem hún býr ásamt manni sínum, Maté Sarc. Hann er óbóleikari í sömu hljómsveit og þau eiga eina dóttur, Rannveigu Mörtu, 8 ára. Þau hjónin Rannveig og Bemharður, nýja útgáfan, í tónlistarhugleiðingum. Rannveig og Bernharður og afkomendur þeirra. Taliðf.v: Magnús Þorkell, Svava, Rannveig dóttir Svövu, Bernharður, Sigurbjörn og Rannveig með Bernharð og Karenu Magneu Magnúsarbörn ífanginu. hafa leitt tónlistarnámskeið og hátíð sem haldið er árlega í Piran í Suður-Slóveníu. Hér heima spilar hún í Bach-sveitinni í Skálholti og í Ultima Thule kvartett- inum, en hún hefur sérhæft sig í barokk tónlist. Magnús Þorkel lauk BA prófi hér heima í stjóm- málafræði og guðfræði en síðan doktorsprófi í sagn- fræði frá Yale háskólanum í Bandaríkjunum. Hann er sérfróður um sögu Mið-Austurlanda, og kennir við Williams College í Massachusetts í Bandaríkjunum. Hann er giftur bandarískri konu, Margaret McComish, lögfræðingi og þau eiga 2 börn. Bemharð 6 ára og Karenu Magneu 3 ára. Yngri sonurinn, Sigurbjöm, er fiðluleikari, ógiftur og bamlaus og býr ltka í Bandaríkjunum. Hann er prófessor við tónlistardeild Illinois háskólans í Champaign Urbana, auk þess sem hann spilar í Pacifica strengjakvartettinum, sem tengdur er háskólanum og er einnig konsertmeistari í strengjasveit við háskólann í Chicago, sem spilar aðeins nútíma verk. Hann er mikið á ferðinni, því kvartettinn heldur fjölda tónleika, um 80 á síðasta ári og er bókaður fram til 2006 í ýmsum löndum. Þau eru semsagt öll þrjú búsett erlendis, og auðvitað er það ekki óskastaða fyrir okkur. En þeim mun meiri er gleðin þegar þau og fjölskyldur þeirra koma í heim- sókn. Það er orðið framorðið og kominn tími til að kveðja Bemharð, með þökk fyrir einstaklega skemmtilegt spjall og góðar veitingar. Rannveig er fyrir löngu komin til Reykjavtkur, á tónleika hjá Sinfóníu- hljómsveitinni, og blaðamaður heldur út í vetrar- myrkrið heimáleið, margs fróðari. Geirþrúður Sighvatsdóttir skráði. Litli Bergþór 12

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.