Litli Bergþór - 01.06.2004, Blaðsíða 21

Litli Bergþór - 01.06.2004, Blaðsíða 21
Grunnskóla Bláskógabyggðar. í bréfínu er óskað eftir fjárframlagi vegna ferðarinnar og leggur byggðaráð til að ferðin verði styrkt um kr. 284.105- eins og óskað er eftir. Bréf frá Ábótanum ehf. dags 5. mars 2004 þar sem gert er tilboð í nettengingu fyrir sveitarfélagið. Formanni byggðaráðs er falið að bera tilboðið saman við þau tilboð sem sveitarfélaginu hafa borist í net- tengingar og svara erindinu í samræmi við niðurstöðu samanburðarins. Bréf frá Óbyggðanefnd dags 1. mars 2004 varðandi kröfur fjármálaráðherra um þjóðlendur á Suðvesturlandi. Þessi kröfugerð snertir Þingvalla- sveitina, en þar sem svo virðist sem fjármálaráðherra sé að ásælast land í eigu ríkisins þá sér byggðaráð ekki ástæðu til að aðhafast í málinu. Bréf frá Pjaxa ehf þar sem óskað er eftir fjárstyrk vegan bókaútgáfu. Byggðaráð leggur til að erindinu verði hafnað og bækumar sem fylgdu með verði endursendar. Bréf frá Fasteignamiðstöðinni dags. 3. mars 2004 þar sem óskað er eftir því að sveitarstjórn falli frá forkaupsrétti að lóð úr landi Skálabrekku Þingvalla- sveit. Seljandi Fasteignafélagið Skálabrekka kt.521000-2280 og kaupendur Davíð Valdimar Einarsson kt. 151034-4039 og Halldóra Kristín Einarsdóttir kt. 110237-3919. Byggðaráð leggur til að fallið verði frá forkaupsrétti. Breyting á starfshlutfalli sveitarstjóra. Frá 1. júní 2004 verður Ragnar Sær Ragnarsson aftur í 100% starfi hjá sveitarfélaginu og jafnframt lætur Sveinn Sæland af 20% staðgengilshlutverki sveitarstjóra. Fundargerð æskulýðs- og menningarmálanefndar sem haldinn var 3. mars 2004. Byggðaráð kallar eftir fundargerð 1. fundar nefndarinnar og að fundargerðimar verði tölusettar og ítarlegri. Fundargerð aðalfundar félags eldri borgara í Biskupstungum sem haldinn var 4. mars 2004. Fundargerðinni er vísað til forstöðumanns þjónustu- miðstöðvar og honum falið að gera áætlun um endur- bætur. Könnun á kjörum sveitarstjómarmanna og framkvæmdarstjóra sveitarfélaga og greiðslum til nefndarmanna hjá íslenskum sveitarfélögum liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins til kynningar. Skýrsla vinnuhóps um íþróttaiðkun án endurgjalds liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins til kynn- ingar. Ársskýrsla Tónlistarskóla Ámesinga ásamt ársreikningi 2002 fyrir Héraðsnefnd-, Héraðsskjala- safn-, Byggða- og náttúrusafn- og Listasafn Árnesinga liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins. Minnispunktar sveitarstjóra frá íbúafundum. Ársreikningur 2003 frá Eignarhaldsfélagi Suðurlands hf og Atvinnuþróunarsjóði Suðurlands ásamt rekstraráætlun fyrir 2004 liggja frammi á skrif- stofu sveitarfélagsins. 28. fundur sveitarstjórnar 6. apríl 2004. Mætt voru: Sveinn A. Sæland, Sigurlaug Angantýs- dóttir, Gunnar Þórisson, Snæbjöm Sigurðsson, Drífa Kristjánsdóttir, Margrét Baldursdóttir, Kjartan Láms- son auk Ragnars S. Ragnarssonar sveitarstjóra sem ritaði fundargerð. Arinbjöm Vilhjálmsson skipulagsfulltrúi sat fundinn. Aðalskipulag Þingvallasveitar. Skipulagsfulltrúar verkefnisins „Á milli fjalls og fjöru“ Haraldur Sigurðsson, Pétur H. Jónsson og Oddur Hermannsson kynntu helstu hugmyndir að stefnumörkun fyrir Þing- vallasveit. Skipulagsfulltrúum falið að koma með ítar- legri hugmyndir að frístundabyggð og hverfisvernd. Að öðm leyti samþykkt fyrstu drög að aðalskipulagi fyrir Þingvallasveit. Skipun vinnuhóps vegna byggingarframkvæmda við skóla Bláskógabyggðar. Samþykkt að vinnuhópinn skipi: Sveinn A. Sæland formaður, Tómas Tryggvason og Kjartan Lámsson. Til vara Drífa Kristjánsdóttir, Snæbjörn Sigurðsson, Sigurlaug Angantýsdóttir. Frumvarp til laga um verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess. Þann 23. janúar s.l. kynnti umhverfis- ráðherra sveitarstjóm Bláskógabyggðar tillögu til laga um verndun Þingvallavatns og vatnasviðs þess. Á þeim fundi kom fram gagnrýni sveitarstjómar vegna tillögunnar og bent á að ekki væri nauðsyn á umræddum lögum enda tæki aðalskipulag Þingvalla- sveitar og Laugardals á vatnsvemd fyrir Þingvallavatn og vatnasvið þess. Einnig gerði sveitarstjóm ýmsar athugasemdir við tillöguna. Bent var á að vatns- verndarsvæðið í lagafrumvarpinu væri víðfeðmara en það er landfræðilega og voru gerðar lagfæringar á því samkvæmt tillögu sem sveitarstjóm fékk í hendur 5. apríl 2004. Sveitarstjóm mótmælir því harðlega að Þjóðgarðurinn á Þingvöllum sé ekki hluti af vatna- svæðinu í vatnsvemdarfrumvarpinu. Sveitarstjóm Bláskógabyggðar áréttar skoðun sína, sem fram kom á fundi með umhverfisráðherra, að ríkisstjómin leggi fram fmmvarp til laga um vatnsvemd fyrir ísland í heild, en láti það vera að leggja fram sérstakt frumvarp til laga um vatnsvernd Þingvallavatns. Almenn lög um vatnsvemd á íslandi hljóta að vera fullnægjandi til að vernda Þingvallavatn. Sveitarstjóm Bláskógabyggðar minnir á að samkvæmt lögum um sveitarfélög og stjórn þeirra þá er Þingvallavatn, vatnasvið þess og verndun, á ábyrgð sveitarfélagsins. Verið er að vinna aðalskipulag fyrir Þingvallasveit og mun því ljúka á þessu ári. I aðalskipuvinnunni eru fram komnar metnaðarfullar tillögur sem ná yfir vatnsverndarsvæði frumvarpsins. Sveitarstjóm Bláskógabyggðar mótmælir því að valdsvið hennar sé skert, með lögum um vemdun Þingvallavatns og vatnasviðs þess. Stjórnarfrumvarp um þjóðgarðinn á Þingvöllum. Nýtt frumvarp sem forsætisráðherra kynnti á Alþingi 5. aprfl. Eftirfarandi bókun sveitarstjómar var samþykkt samhljóða. Lagt hefur verið fram á Alþingi fmmvarp til laga um þjóðgarðinn á Þingvöllum. Ekkert samráð hefur verið haft við sveitarstjóm Bláskógabyggðar og hún hvorki fengið frumvarpið til umfjöllunar né umsagnar. Sveitarstjórn átelur þessi vinnubrögð stjórnvalda _________________________________ Litli Bergþór 21

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.