Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1983, Blaðsíða 2
Felagsstarfi8.
Aðalfundur Ættfræðifélagsins árið 1982 var haldinn £ TemplarahöLlinni
hinn 28. apríl. Á fundinum var kosin stjórn og endurskoðendur:
Formaður: JÓn GÍslason póstfulltrúi, Ljósheimum 16 B, 104 REYKJAVÍK.
Varaformaður: Bjarni Vilhjálmsson þjóðskjalavörður, Jrænuhlíð 9, 105 R.
Ritari: Amgrímur Sigurðsson framhaldsskólakenn. , Keilufelli 2, 109 R.
Jjaldkeri: Einar Egilsson verslunarmaður, Digranesvegi 56, 200 KÓPA70GUR.
Meðstjómendur: Árnína Juðmundsdóttir yf irhjukrunarfr. , Eskihlið 6 3,
105 REYKJAVÍK, og Jakobína S. Petursdóttir ættfræðingur, Marargötu 4,
101 REYKJAVÍK.
Endurskoðendur: Aðalsteinn Halldórsson fv. yfirtollvörður, BÓlstaðar-
hlíð 30, 105 REYKJAVÍK, og Guðmundur Illugason fv. hreppstjóri,
Melabraut 67, 170 SELTJARNARNES.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa var erindi flutt á fundinum.
Dr. Sturla Friðriksson formaður erfðafræðinefndar sagði frá störfum
nefndarinnar og þeim verkefnum sem unnið væri að. Syndir voru skýringar-
uppdrættir og töflur. Erindi dr. Sturlu var afar yfirgripsmikið og því
miður ekki hægt að endursegja það hér svo að gagn væri að. Undanfarið
hefur verið unnið m. a. að því að búa manntöl, svo sem frá 1910, til
tölvuvinnslu. Þetta er mikið og flókið verk, en þv£ hefur miðað vel
áfram. Greindi dr. Sturla m. a. frá því, að það væri líklegt að í fram-
tíðinni gætu ættfræðingar fengið að láta tölvu vinna fyrir sig. Tölva
gæti á örskömmum tíma ritað á blað upplýsingar sem mjög tímafrekt yrði
að afla með öðrum hætti.
Stjómin er jafnan á höttunum eftir erindum um ættfræðilegt efni.
Félagsmenn eru hér með hvattir til að koma á framfæri efni sem þeir
hafa £ fórum sínum. Eins efni sem þeir vita um hjá öðrum.
Almennur félagsfundur var haldinn 1. desember s£ðastliðinn. Fundur-
inn var allvel sóttur enda efni til. Á þessum fundi var hið nýútkomna
manntal kynnt og selt. Ennfremur var þar til kynningar og sölu hin
nýja Ættarbók Þorsteins JÓnssonar. Á eftir voru almennar umræður að
vanda.
Félagsmenn eru eindregið hvattir til að sækja fundi. Þeir mættu og
gjarnan hvetja kunningja og vini til að taka þátt £ félagsstarfinu.
Það er ekkert vafamál að áhugi á ættfræði eykst mjög og Ættfræðifélagið
vill sannarlega efla þennan áhuga.
Greiðsla árgjalda og afgreiðsla félagsbóka.
Allir félagsmenn sem greitt hafa árgjöld s£n fá þær bækur sem
félagið gefur út á félagsverði, þ. e. nokkru lægra en almennt útsölu-
verð er.
Árgjald fyrir 1980 var kr. 10,oo.
-"- 1981 - kr. 10,oo.
-"- 1982 - kr. 30,oo.