Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1983, Blaðsíða 4
grein innan hagsögunnar. Þar gegna manntöl, ásamt skýrslum um fæSingar,
dauðsföll og búferlaflutninga, miklu hlutverki. Manntölin veita mikil-
væga vitneskju um stærð heimila, aldursskiptingu íbúanna, dreifingu
fólka um landið, skiptingu vinnuafls milli heimila og héraða, lífs-
viðurværi fólks, fátækraframfæri og fleira hagsögulegs og fálagsfræði-
legs efnis.
Ætlunin er, að annað bindi manntalsins 1845, Vesturamt. komi út
á næsta ári (1983), enda er handrit þess þegar komið í prentsmiðju.
Þriðja og siðasta bindið, Norður- oa Austuramt, er væntanlegt á árinu
1984.
Fyrsta bindi Manntals á íslandi 1843 er 546 blaðsíður að stærð
auk formála og ýmislegs fróðleiks um töku og tilhögun manntalsins
(XVI bls.).
Er áhugi hjá þér á ....
að taka þátt í að gera nafnaskrá (manna- og bæjamafnaskrá) yfir
manntölin 1816 og 1801?
að mynda rabbhóp með þeim sem hafa svipuð sérahugamál innan ætt-
fræðinnar, t.d. sömu ættir, sömu svæði o.s.frv.?
að bera saman ættartölu þína og annarra félaga sem eiga með þér
sameiginlega forfeður og formæður?
að taka þátt í auknu samstarfi félagsmanna og koma með hugmyndir
þar að lútandi?
Ef svo er, hugsið þá um málin til næsta félagsfundar svo að hægt
verði að fjalla um þau þá.
Á döfinni
er að gefa út félagatal fyrir 1983 og að það verði birt í frétta-
bréfinu. Vinsamlegast látið einhvern í stjóminni vita um breytingar
á heimilisfangi og símanúmeri sem allra fyrst. Upplýsingar um sér-
svið eru alltaf gagnlegar.
FUNDARBOÐ
Fundur verður í Ættfræðifelaginu 16. febrúar 1983 í Templarahöllinni við
Eiríksgötu og hefst stundvislega klukkan 20:30.
D a g s k r á :
1. Lesin fundargerð siðasta fundar.
2. Felagsmal.
3. Erindi, sr. Petur Þ. Ingjaldsson.
4. Önnur mal.
HÚsið verður opnað kl. 20. 00.
Stjórnin
Fréttabréf Ættfræðifélagsins
Ritnefnd/ábyrgðarmenn: Arngrímur Sigurðsson, Keilufelli 2, 109 REYKJAVÍK.
Sími: 7 81 44.
Einar Egilsson, Digranesvegi 56, 200 KÓPAVOGUR.
SÍmi: 4 07 63.