Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1983, Blaðsíða 3

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1983, Blaðsíða 3
Fram til febrúarloka 1983 gefst öllum félagsmönnum kostur á að fá manntölin frá L8L6 og 1801 á mjög lágu verði: Manntalið 1816 óinnbundið I-III. uppseld _ »1 _ .11. . II . IV. kr. 50,oo .11. . M . .11. V. kr. 50,oo .11. . II . . II . VI. kr. 50,oo Manntalið 1801 í bandi Suðuramt kr. 250,oo .11. . II . Vesturamt kr. 250,oo .11. .11. Norður- og Austuramt kr. 250,oo. Nyútkomið Manntal 1843 Suðuramt er selt til félagsmanna á kr. 700,oo. Þeir sem eiga ógreidd árgjöld geta sent greiðslu til gjaldkera félagsins eða annarra stjémarmanna. Að venju er tekið við árgjöldum á félagsfundum. Bækur félagsins hafa einnig verið seldar á fundar- stað. Meira um Manntal á íslandi 1845. Snar þáttur í. starfsemi Ættfræðifélagsins hefur frá öndverðu verið útgáfa ættfræðilegra heimilda. Hingað til hafa manntöL eingöngu orðið fyrir valinu í þessu skyni, þ. e. Manntal á íslandi 1816 (1947-1974) og síðan Manntal á íslandi 1801 (1978-1980). Með nýlega hafinni útgáfu Manntals á íslandi 1845. sem Bjarni Vilhjálmsson þjóðskjalavörður annast, vegur félagið enn í sama knérunn. Útgáfa manntalsins 1816, sem gefið var út í heftum, tók langan tíma, enda lá starfsemi felagsins niðri árum saman. Útgáfa manntalsins 1801 sannaði ótvírætt, að það varð bæði félaginu og kaupendum til mikilla hagsbóta að gefa út heil bindi, þar sem megin- hluti upplagsins var innbundinn, en hafna heftafyrirkomulaginu. Að visu tók fjárvana félag á sig nokkra áhættu með hinni nýju tilhögun, en fram að þessu hefur fjárhagnum reitt vonum betur af. Eru horfur á, að svo verði enn, því að dýrast af öllu er fátæktarbaslið. Fyrsta bindi Manntals á íslandi 1845. Suðuramt. leit dagsins ljós 1. desember 1982. Það nær frá Lónsheiði og vestur að Hvitá í Borgar- firði. Þetta manntal hefur það til sins ágætis, að það er elsta eigin- lega aðalmanntal, sem getur um fæðingarsókn fólks. Óþarft er að fjöl- yrða um það, hvílíkur ávinningur það er öllum þeim, sem við ættfræði fást, að fá slíkt manntal í hendur. Að vísu er getið fæðingarstaðar fólks í manntalinu 1816, en það amnntal getur ekki talist til aðalmann- tala, þar sem því var aldrei safnað saman á einn stað í hendur stjórn- valda til úrvinnslu og notkunar við stjómarstörf. Auk þess hefur þetta annars ágæta manntal farið forgörðum í fjölmörgum sóknum. Manntalið 1845 og útgáfa þess er ekki eingöngu ættfræðingum til hagræðis, heldur hefur það margvíslegt sagnfræðilegt gildi. Á síðustu árat.ugum hefur, mannfjöldafræði (demografia) þróast sem sjálfstæð fræði-

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.