Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.1985, Blaðsíða 2

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.1985, Blaðsíða 2
- 2 - Hann var norðlenskur að ætt, sennilega úr Húnavatnssýslu og Skagafirði. Hann var í miklu áliti hér í kaupstaðnum fyrir dugnað og framkvæmd. Hann bjó fyrst í Hóla- koti sem var hér suður í bænum, en byggði síðan Teitsbæ þar sem nú er Tjarnargata 6. Þar bjuggu afkomendur hans lengi. Þeir voru þekktir iðnaðarmenn og fengust við fleira sem tilheyrði hinum borgaralegu dyggðum þeirra tíma. - Kona Teits var Guðríður Gunnadóttir. Hún var innfædd hér í Reykjavík. [Sjá grein hér á eftir.] Þau áttu fjölda barna og er mikil ætt frá þeim komin. Dóttir þeirra var Arndís [seinni] kona Finnboga Björnssonar frá Þursstöðum á Mýrum. Hann byggði Finnbogabæ í Grjótaþorpi sem nú er númer 10 við Grjótagötu. Það hefur verið gert niðjatal Teits vefara Sveinssonar. Lárus heitinn Jóhannesson hæstaréttardómari gerði niðja- tal hans og er von á því að það komi út á næstu árum. [Meðal barna Teits var Guðmundur f.1791 sem átti Astríði Olafsdóttur. Hún var dóttir Olafs Péturssonar á Kúludalsá og Kalastöðum og fyrri konu hans Málmfríðar Guðmundsdóttur, Davíðssonar, frá Hlíðarhúsum.] Þá er næsti iðnaðar- eða Innréttingamaðurinn sem ég ætla að minnast á. Það er Þórður Pétursson. Hann var kallaður kembari, dáinn 1781. Kona hans var Þuríður Pálsdóttir, fædd á Þingeyrum í Húnavatnssýslu um 1730. Sonur þeirra var Sigurður fabrikuforstandari eins og hann er kallaður í kirkjubókum Reykjavíkur. Hann var einnig vefari að iðn. Frá þeim Þórði og Þuríði eru margir iðnaðarmenn og frægir borgarar í Reykjavík. Næstur er Jón Hallsson vefari f. 1709. Kona hans var Þórunn Einarsdóttir. Dóttir þeirra var Guðrún er giftist Jens verslunarmanni Klog bróður Tómasar Klog land- læknis. Sigríður systir hennar giftist Guðmundi vefara Arnasyni frá Gróttur á Sel- tjarnarnesi. Af þeim er komin mikil ætt. Fleiri frægir menn eru komnir af þessu fólki, þar á meðal Guðmundur fjósarauður sem var síðasti löggilti böðullinn hér í Reykjavík. Þá er Pétur Kolbeinsson Túnissonar, ættaður úr Múlasýslum. Hann var verkamaður við Stofnanirnar eða Innréttingarnar. Hann bjó lengi í Hólakoti með konu sinni Ingibjörgu Þorsteinsdæottur. Sonur þeirra var Vigfús tréfótur sem um skeið var tugtmeistari og var mikill orðhákur. Dóttir hans var Guðrún f.1799. Hún var tví- gift en barnlaus. Síðari maður hennar var Jón Arnason í Stöðlakoti, frægur borgari hér í Reykjavík. Stöðlakot var rétt fyrir sunnan Menntaskólann gamla og stendur elsta byggingin þar enn. - Sigurður hét sonur Péturs og var þekktur maður hér í Reykjavík. Sonur hans var Pétur á Steinsstöðum í Skuggahverfi, en það var í þann mund einhver myndarlegasti bærinn þar í hverfinu. Hans dóttir var Jarþrúður kona Olafs fagra Olafssonar er um skeið var dyravörður í Lærðaskólanum og var við margt riðinn. Þeirra sonur var Konráð Maurer,frægur verslunarmaður hér í Reykjavík. Eins og þið heyrið af þessari upptalningu var fólkið sem kom til Reykjavíkur til þess að vinna við Innréttingarnar hið merkasta fólk og hafði mikil áhrif og er miki1 saga af því." Ennfremur sagði Jón frá elstu prestum í Reykjavík og fyrstu kirkjubókunum. Var það allt hið fróðlegasta. Góður rómur var gerður að erindi Jóns eins og er- indum þeirra Bjarna Vilhjálmssonar og Jens Pálssonar. Það ber að lofa hið mikla fram tak Einars Egilssonar og Benedikts Kristjánssonar. Þeim sé þökk. A.S.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.