Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.1985, Blaðsíða 3

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.11.1985, Blaðsíða 3
- 3 - TEITUR SVEINSSON f. um 1738. A skrá yfir karlmenn í Reykjavík 1758 var Teitur Sveinsson, 19 ára. Uppruni hans er óljós, en þegar hann dó 28. sept. 1809 segir í prestsþjónustubókinni að hann hafi verið barnfæddur Norðlendingur. Teitur er á manntalinu 1762 sagður 24 ára, í Hrólfsskála. - Teitur mun hafa búið í Hólakoti um skeið því að árið 1769 voru hann og kona hans Guðriður Gunnadóttir skráð þar. A sálnaregistrinu það ár var Teitur sagður 31 árs en Guðríður 21 árs. Teitur var vefari hjá Innréttingum Skúla Magnússonar, en hve lengi er óijóst. Teiyur og Guðríður bjuggu í Reykjavík fram undir 1790 a.m.k. A sóknarmannatali í Saurbæjarsókn á Hvalfjarðarströnd sést að 1792 voru þau hjónin með 6 börn sín á Eyri í Svínadal. A Eyri voru þau árin 1792-94. Strax fyrsta árið fá þau góðan vitnisburð. Um Teit, 55 ára, segir sóknarpresturinn m.a. eftirfarandi: "Vel art- aður, dánumaður, 1istamaður.11 Um Guðríði, 45: "Kona guðhrædd, góðsöm og vel upp- frædd, þrifin kona." Um börnin Þuríði,20, Sigríði,19, Arndísi,17, Þrúði,14 og Gunnhildi,9, er hið sama að segja og má lesa eftirfarandi umsagnir: "Þæg og efni- leg, á sama rnáta, líka eins ogso, einninn; kann og skilur sinn kristinndóm, engu síður, sæmilega upp frædd, kann fræði og bænir." Meira að segja þegar Guðmundur Teitsson var 3 ára 1794 segir um hann:"Efniiegur, tekinn lítið að stafa." Arið 1755 voru þau öll flutt burt frá Eyri nema Þuríður sem var áfram skráð á Eyri, húskona, 22 ára, "væn stúlka, kann og skilur kristindóm." Hún var þá á heim- ili Isleifs Sigurðssonar (44) og Önnu Katrínar Hansdótíur [fyrri] konu hans [ekkju] (60), en ennfremur var þar Margrét Jónsdóttir (24), barn húsmóðurinnar. I desember 1797 bjuggu þau Teitur og Guðriður í Teitsbæ í Reykjavík. Þá voru njá þeim þessi börn þeirra: Þrúður,18, Gunnhildur,12, Guðmundur 6 ára og Björn 2 1/2 árs. - Arið 1801 bjuggu þau Teitur og Guðríður í húsi nr. 22 í Reykjavíkur- kaupslað. Hjá þeim voru börn þeirra Sigríður,25, Þórunn,22, Gunnhildur,15, Guð- mundur,9, og Björn, 7 ára. Þá var Teitur skráður vinnumaður. Arið 1805 var heim- ili þeirra aftur nefnt Teitsbær og hefur eflaust verið nefnt svo manna í millum. Þórunn var þá ekki á heimilinu. Hinn 28. september 1809 dó "meðhjálparinn Teitur Sveinsson, húsmaður í Reykja- vík, 72 ára, hann var barnfæddur Norðlendingur, við Reykjavík Fabrique, guðhræddur og siðlátur maður." "Klæðavefari, fyrrum verkstjóri við innréttingarnar, hinn mæt- asti maður," segir og Jón Helgason í Arbókum Reykjavíkur. Uppruni Guðríðar Gunnadóttur er óljós. A manntalinu 1816 var hún sögð fædd á Holtastöðum í Húnavatnssýslu 1748. Þess má geta að á manntalinu 1762 voru skráðar á Kirkjuskarði í Holtasókn ekkjan Guðrún Magnúsdóttir,40, og þrjár dætur. Ein var 14 ára, f. 1748 eins og Guðríður. A sama manntali voru skráð á Ytri-Ey í Höskulds- staðasókn í Húnavatnssýslu Gunnar Andrésson,46, kona hans,38, og 14 ára dóttir. Hinn 26. jan. 1785 dó svo í Reykjavík Guðrún Björnsdóttir, ekkja úr Húnavatnssýslu, 60 ára, en ekki sést að hún sé téngd Guðríði. Arin 1811 og 1812 var Guðríður Gunnadóttir skráð ekkja í Teitsbæ og bæði árin voru hjá henni börnin Sigríður, Gunnhildur, Guðmundur og Björn.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.