Alþýðublaðið - 12.11.1919, Síða 2

Alþýðublaðið - 12.11.1919, Síða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Auglýsingar. Auglý3ingum í blaðið er fyrst um sinn veitt móttaka hjá Ouð- geir Jónssyni bókbindara, Lauga- vegi 17 (bakhús). Sími 286 og á afgreiðslunni á Laugavegi 18 b. og kunnugt er fram kosningar til bæjarstjórnar. Þá var það að kjör- stjórnin, en í henni var meðal annara Sveinn Björnsson, ákvað að þeir, sem ekki hefðu greitt út- svar, skyldu strykaðir út af kjör- skrá. Sveinn Björnsson vissi að þetta myndi koma harðast niður á Alþýðuflokknum og ætlaði að komast inn í bæjarstjórnina með slíkum rangindum. En á síðustu stundu, nægilega seint þó til að almenningi var það ekki kunnugt, neyddi stjórnarráðið kjörstjórnina til að taka úrskurð sinn aftur. Getur nú nokkur efast um það, að maður sem svona hefir hagað sér,'sé fyrirfram fallinn? Enginn, sem nokkur afskifti hefir haft af pólitík. — Fyrst reynir hann að misbrúka vald það, sem hann hefir sem kjörstjórnarmeðlimur til þess, að komast í bæjarstjórn (mikið heflr veslings manninn langað inn) og svo berst hann með hnúum og hnefum á móti kröfum alþýð- unnar í bæjarstjórn (sbr. sjóðs- málið). Nei, slíkt getur ekki gengið til lengdar. Látum svo vera, að þeir hefðu stilt upp einhverjum öðrum, t. d. Gísla Þorbjarnarsyni, Pótri Zophóníassyni, Kjartani Konráðs- syni eða jafnvel Ólafi Thors, slíkt hefði þó ekki verið önnur eins móðgun við kjósendur, enda munu vonir Sveins ekki miklar, hann veit hvert svarið verður 15. nóv. næstkomandi. Jón og Sveinn verða víst látnir eiga sig í þetta sinn, þeim stoða ekki neinar brellur, þó Sveinn muni þess ávalt búinn, ef á liggur — en mér þykir leitt, að Jón skuli láta hafa sig til þessa skrípaleiks. Hann mun þó heiðar- legur maður (gr ....). Kjósandi. „€g skal á þing“. Jakob Möller hafði boðað til fundar í Bárunni í gær, og boðið þangað öðrum frambjóðendum, og öllum kjósendum hvaða flokki sem fylgdu, og var því húsið troðfult. Fýrstur talaði Jakob sjálfur og og ekki mjög langt. Munu áheyr- endur hafa orðið jafnnær um pólitíska skoðun Jakobs eins og að lesa MVísi“. Næstur talaði Ólafur Friðriksson, sem bað menn afsaka ef menn heyrðu ekki vel til sín, þar eð hann hefði legið rúmfastur i þrjá daga. Mintist hann á ýmsar hlægi- legar tilraunir, sem mótstöðumenn alþýðunnar hefðu gert til þess, að sverta þá Þorvarð. Siðari hluti ræðunnar snerist móti ræðu Jak- obs Möller. Næst talaði Bjarni frá Vogi langt mál um fossamálið. Sagðií-t hann vera með Jakob Mölier, en gaf ekki upp hveijum öðrum hann var með. (Nú er annað en 1915). Þá tók til máls Þorvarður Þor- varðsson og skýrði afstöðu sína og Alþýðuflokksins til ýmissa mala. Þá tók til máls Jón Þorláksson og snerist ræða hans nær ein- göngu móti Jakob Möller. Þá tóku til máls aftur Bjarni, Ólafur og Jakob, en síðan Jón Ólafsson útgerðarmaður, sem mælti á móti Jakob og stóru lofoiðun- um hans, sem aldrei mundu verða svikin af Jakob, því hann mundi aldrei á þing komast. Sagði að Jakob skyldi hætta að gefa út Vísi, en í þess stað bjóða sig fram tvisvar á ári og þylja upp úr Vísi! Fundurinn fór fram með mikl- um óspektum eins og vænta mátti, þar sem þarna voru samankomnir allir fylgismenn Jakobs. Sýndi klappið að fylgismenn Jakobs voiu enganveginn í meirihluta, þó þetta væri fundur Jakobs, heldur mun viðlíka hafa verið þarna af öllum þremur frambjóðendaflokkum, þó Jakob muni vafalaust hafa heyrst öðruvísi (sbr. góðu heyrninni hans) og segja í Vísi, að langmest hafi verið klappað fyrir sér. Einn af þeim sem mest lét á sér bera á fundinum, með köllum og öðrum látum, var prentari nokkur er Hersir heitir, unglings- piltur, sem dvalið hefir á stríðs- árunum suður í Þýzkalandi og verið þar nokkuð þektur Sparta- kisti, og í samræmi við það æst- ur fyigismaður Jakobs hér. Þ. 5va8 ferðamaður sér. Ef maður hefir dvalið um herr- ans mö'g ár burt frá ættjörðunni, þá er gleðín aftur á móti ósegj- anlega mikil yfir því, að eiga von um að pjá aftur gömlu stöðvarn- ar; maður verður ungur á ný, því í draumum birtast manni æskustöðvarnar. Á þennan hátt lifir roaður aftur hina blessaða sælu- og sólardaga barnæskunnar. Þá er maður kominn svo langt aleiðis heim, að maður sér gömlu Fjallkonuna rísa úr sæ. Piófessor frá Múnchen hefir sagt: Begar eg nálgaðist tsland og sá það rísa úr sæ, og það var við sólsetursstund, þá hefi eg eigi á æfi núnni séð aðra eins dýrðar- sjón; og væri eg þá snúinn við heimleiðis, þá væri ferðin samt sem áður vel launuð Hrifinn og fullur lotningar færðist eg líka nær og nær alt inn á Reykjavíkur- höfn. Það var sem mér kæmi orö ritningarinnar í hug: MDragðu skó þína af fótum þér, því sá staður aem þú stendur á er heilögjörð". Svo kom landgangan. Þá breytt- ust þessi orð ósjálfrátt í aðra átt: „Sjaðu til að ná þér í klofstígvéL þar með þú kæfist ekki í bann- settri borgarforinni". Svo fara hestvagnar og bifreiðar á hinum dæmalaust hnökróttu vegum hálfa leið upp til axa, og kyssa klæði komumanna. Hvernig skyldi það nú líta út í þurkum gog vindasamri tíð á sumrum ? Engin furða þó að í þessari litlu borg margir kvillar stingi sér niður og eigi sér stað, sem þar af leiðandi verða að gjaldast með lifi borgarmanna. Ferðalangur.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.