Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1992, Blaðsíða 2

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1992, Blaðsíða 2
Hólmfríður Gísladóttir, ættgreinir, erfædd á Grund í Eyrarsveit, 6. september 1935. Hún hefur verið í Ætt- fræðifélaginu frá 1978 og var kjörin formaður þess árið 1991 en hafði áður gegnt stöðu vara- formanns í eitt ár. Auk starfa í stjóm félagsins hefur Hólmfríður unnið í útgáfunefndum Ætt- fræðifélagsins vegna kirkjubóka Rcykjavíkur og vegna Manntals 1910. Þá hefur Hólmfríður unnið að gcrð Raf- virkjatals, niðjatali Guðríðar Hannesdóttur, f. 1783 auk þess að vinna að samantekt Járngerðarstaðaæltar ásamt Þorsteini Jónssyni. Fjölskylda Hólmfríður giftist 20.3.1954 Eggcrti Thorbcrg Kjart- anssyni, múrara og eru börn þeirra þessi: Kjartan, f.18.8.1954, skólastjóri Tónlistarskóla Dala- sýslu, kvæntur Svanhvíti Sigurðardóttur sjúkraliða og eiga þau þrjú börn; Eggert, f.9.7.1956, lyfjafræðingur, búsettur á Seltjamamesi, kvæntur Þorbjörgu Þyrí Valdi- marsdóttur matvælafræðingi og eiga þau þrjú börn; Gísli Karel, f.2.5.1961, sölumaður í Reykjavík, kvæntur Stcin- unni Asgeirsdóttur húsfreyju og ciga þau þrjú börn; Snorri Pétur, f. 19.5.1973, nemi í foreldrahúsum; Lilja, f.15.11.1977, nemi í foreldrahúsum. Systkini Hólmfríðar em: Vilborg Guðrún, f.16.7.1927, d.2.6.1979, gift Haraldi Þorsteinssyni, d.1988, strætisvagna- stjóra í Rvík, Pálína, kaupmaður í Grundarfirði, f.27.1.1929, gift Halldóri Finnssyni f.2.5.1924, hreppstjóra í Eyrars veit, Elís, f.26.11.1932, skipstjóri í Grundarfirði, kvæntur Huldu Valdimarsdóttur húsfreyju. Ætt Foreldrar Hólmfríðar voru Gísli Karel Elísson, b. á Grund og verkamaður í Grafarnesi, og kona hans Jóhanna Hallgerður Jónsdótlir. Gísli var sonur Elísar, b. á Vatnabúðum í Eyrarsveit, Gíslasonar, b. og sjómanns á Vatnabúðum í Eyrarsveit, Guðmundssonar, b. og sjómanns í Naustum, Guðmundssonar. Móðir Guðmundar var Guðríður Hannesdóttir Bjamasonar og konu hans, Guðrúnar Grímsdóttur. Móðir Guðrúnar var Oddný, systir Magnúsar, sýslumanns í Búðardal, langafa Kristínar, ömmu Gunn- ars Thoroddsens. Oddný var dóttir Kctils, prests í Húsavík, Jónssonar og konu hans, Guðrúnar Magnúsdóltur, systur Skúla fógeta. Móðir Elísar var Katrín Helgadóttir, b. á Hrafnkels- stöðum í Eyrarsveit, Jóhannessonar og konu hans, Sess- elju Bjömsdóttur, b. á Mánaskál á Skaga, Bjömssonar. Móðir Sesselju var dóttir Elínar Guðmundsdóttur, syslur Sigurðar, b. á Heiði í Gönguskörðum, Iangafa Huldu Stefánsdóttur skólastjóra. Móðir Gísla var Vilborg Jónsdóair, útvegsb. í Móabúð í Eyrarsveit, Jónssonar og konu hans, Guðrúnar Hallgrímsdóttur, b. í Vindási Jónssonar, b. í Bíldsey, Hallgrímssonar sjóm. í Hallgrímsbúð á Rifi, Jónssonar. Móðir Jóns í Bíldsey og k. Hallgríms, var Halldóra Sveinsdóttir. Kona Hallgríms í Vindási og móðir Guðrúnar í Móabúð var Guðrún Sigurðardóttir, hattara á Ámýrum, Sigurðssonar. Móðir Sigurðar var Guðrún Kolbeinsdóttir, prests og skálds í Miðdal, Þorsteinssonar, seinni kona Eiríks Vigfússonar á Reykjum, ættföður Reykjaættarinnar. Móðir Guðrúnar Sigurðardóttur var Guðrún Gísladóttir, prests á Breiðabólstað á Skógar- strönd, Ólafssonar, biskups í Skálholti, Gíslasonar. Jóhanna var dótlir Jóns, b. í Vindási í Eyrarsvcil, Kristjánssonar, b. í Eiðhúsum í Miklaholtshreppi, Jónssonar, b. í Akurholti í Eyjahrcppi, Finnssonar, sýslumanns á Svcinsslöðum í Neshrcppi, Jónssonar, biskups á Hólum, Tcitssonar. Móðir Finns var Margrét FinnsdóUir, biskups í Skálholti, Jónssonar, prests í Hítardal, Halldórssonar. Móðir Jóns var Sigurlína Jónsdótlir, b. á Laxárbakka í Miklaholtshrcppi, Hreggviðssonar, b. á Miðhrauni á Miklaholtshrcppi, Sturlaugssonar, b. á Kolslöðum í Mið- dölum, Atlasonar, föður Kristínar, ömmu Magöalcnu, ömmu Vigdísar Finnbogadóttur. Móðir Jóhönnu var Jónína Guðrún Jónsdótlir, b. á Kothrauni í Hclgafellssvcit, Jónssonar og konu hans, Guðrúnar Guðmundsdótlur, b. í Hraunsfj., Guðmunds- sonar, b. á Bcrserkjahrauni, Jónssonar, b. í Saurlálri, Hálf- dánarsonar, b. í Scllóni, Helgasonar, prcsls og skálds á Stað í Hrútafirði, Ólafssonar. Móðir Hclga var Þórey Ormsdóttir Jónssonar, bróður Bjöms, annálaritara á Skarðsá. Eggert Thorberg Kjartansson eiginmaður Hólmfríðar, er fæddur 20.12.1931 í Frcmri Langcy á Brciðafirði og ólst þar upp. Hann lauk námi í múraraiðn 1960og hcfur stundað þá iðn síðan. Þá hcl'ur hann sinnt hlunn- indabúskap í Frcmri Langcy síðustu ár. Eggert hcfur verið félagi í Æltfræðifélaginu frá 1978 og slarfar í ncfnd vegna Manntals 1910 auk þcss að vinna að ábúcnda- og niðjatölum Æufræðistofunnar. Systkini Eggerts cru þessi: Svafa, f.5.7.1923, húsfr. í Rvík, gift Reyni Guðmundssyni símamanni; Sclma, f.30.8.1924, húsfr. á Ormsstöðum í Klofningshrcppi, gift Baldri Gestssyni bónda; Gunnar, f.29.5.1927,d.24.3.1992,jámsmiðuríReykjavík,kvænlur Ólöfu H. Ágústsdótlur húsfr.; Unnur, f. 25.2.1930, húsfr. í Rvík, gift Ágústi B. Bjömssyni, d.1988, bifrciðarsljóra; KópurZophanías, f.24.5.1933, bifrciðarstjóri íRcykjavík, kvæntur Öldu Þórarinsdóttur vcrkstjóra; Elsa, f. 18.2.1937, húsfr. í Rvik, var gift Gunnari H. Valdimarssyni bónda. 2

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.