Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1992, Blaðsíða 4

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.04.1992, Blaðsíða 4
Fyrirspurn Ég yrði feginn ef einh vcr gæti upplýst mig um eftirfarandi: Hver var og hverra manna, Helga Jónsdóttir. Maður hennar var Sveinn Jónsson f.1792 - d.1846. Ættartölur segja að þau hafi búið á Stóra-Kambi, Breiðuvík, Snæ- fellsnesi. Sonur þcirra var Stefán f.1824 - d.1902, bóndi Frakkanesi, Reynikeldu og Á á Skarðsströnd, faðir þess kunna manns Eyjólfs Stefánssonar frá Dröngum. Svcinn var sonur Jóns (f. 1766) b. Þverbrekku í Öxnadal, Sveins- sonar á Þverá, Eiríkssonar hreppstj. Sörlatungu í Hörgárdal, Hallgrímssonar. (Trúlega er Sveinn sá hinn sami sem cr í Heiðarhúsum, Möðruvallasókn árið 1801?) Það eina sem ég veit um Helgu er að hún deyr frá Stefáni syni sínum ungum (þ.e. fljótlega uppúr 1824) og flytur þá S veinn með Stefán son þeirra norður í land. E.t. v. var Helga kynjuð af Snæfellsncsi? (Sjá “Nýjar kvöldvökur” 1961 bls.130 og bókin “Kaldur á köflum”). Þá þekki ég ekki ætt móður Svcins og veit ekkert um konur Sveins á Þverá, Eiríks í Sörlatungu eða Hallgríms. Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún, Box 77 850 Hella. Svar viö fyrirspurn Vegna þess að aðeins hefur dregist að birta bréfið frá Gunnari, þótti okkur rétt, að láta fylgja hér mcð nokkrar alhuganir á því, sem hann spyr um, og við höfum komist að: Sveinn Jónsson og Helga Jónsdóttir voru bæði norð- lensk. Sveinn var fæddur 5. ágúst 1792 á Þverbrekku í Öxnadal, sonur Jóns bónda þar, Sveinssonar b. á Þvcrá í Öxnadal, Eiríkssonar b. og hreppstjóra í Sörlatungu, Hall- grímssonar (eins og fyrirsp. nefnir). Móðir Sveins, og kona Jóns á Þverbrekku, var Guðlaug, dóttir Jóns Ólafs- sonar og Sigríðar Jónsdóttur á Þverbrekku. Fyrri kona Svcins á Þverá, og móðir Jóns á Þverbrekku, var Kristrún dóttir Jóns prests Ketilssonar á Myrká, og konu hans, Þorbjargar Jónsdóttur prests á Myrká, Þórðarsonar. Kona Eiríks Hallgrímssonar í Sörlatungu og trúlega móðir Sveins, var Sigríður ísleifsdóttir. Helga, kona Sveins á Stóra-Kambi, var fædd 2. okt. 1792áHöllustöðum íSvínavatnshr. íHúnaþingi. Foreldr- ar hennar voru Jón Halldórsson b. á Höllustöðum og kona hans Þórunn Kráksdóttir. Þórunn var dóttir Kráks Svc- inssonar b. og smiðs á Lcifsstöðum í Bólslaðarhlíðarhr. Hún., og fyrri konu hans, Hclgu. Krákur var sonur Sveins prests Pálssonar í Goðdölum og konu hans, Guðrúnar Þorsteinsdóttur. Að prestum þeim, sem hér hafa verið nefndir standa ýmsar ættir, sem finna má í ísl. æviskrám P.E.Ó. og víðar. Sveinn og Helga gengu í hjónaband 19. sept. 1820 í Svínavatnssókn og fiuttu árið eftir til Ólafsvíkur, en þar hafði Sveinn verið áður. Þar fæddist fyrsta barnið þcirra, Jón,þann 12.des. 1821.ÚrÓlafsvíkhafaþautrúlcgafiuttst í Breiðuvík, þar scm þau bjuggu lcngst á Stóra-Kambi, og þar hcfur Stefán líklcga fæðst um 1824. Önnur börn þeirra hafa sennilcga vcrið Gísli, f. um 1826 og Anna f. 1831, en þar scm þau ólust ckki upp hjá foreldrum sínum, er ekki hægt að fullyrða um ætterni þcirra að lítt athuguðu máli, en kirkjubækur vantar alveg úr Brciðuvíkurþingum fyrir 1830 og sumar lengur. Gísli ólst upp upp hjá Hannesi Jónssyni sóknarprcsti þarna, en Anna var í Gröf fyrstu árin. Jón fylgdi alveg foreldrum sínum og Stefán að mestu, þar til Helga, móðir þeirra lést á Stóra-Kambi, 8. apríl 1834. Hún hefur sýnilega verið búin að vera vcik nokkur ár og 1833 er Stcfán sendur norður að Köldukinn, Torfalækjarhr. í Húnv.s. þar sem Þórunn Kráksd. amma hans, og Gísli, sonur hcnnar bjuggu. Fyrir norðan var svo Slefán, þar lil hann fiutti á Skarðsströndina um 1860. Sveinn fór ekki aftur norður eftir lál Hclgu, heldur var áfram í Brciðuvíkinni ásamt börnum sínum öðrum en Slefáni. Hann dó í Gíslabæ á Hcllnum 1. apríl 1846. Um böm Sveins og Helgu, sem við teljum vera, önnur en Stefán, mætú segja þetta: Gísli fór að Búðum í Staðarsvcit 1846, cn Jón og Anna fóru úr Brciðuvíkurþingum 1849, Anna í Miðfjörð, en Jón í Helgafellssvcit þar sem hann kvæntisl 31. okl. 1850, Bcrgljótu Guðmundsdóttur frá Hólum, þar í sveit. Þá látum við þessu lokið. Það hefði mátt segja mcira um þetta fólk, t.d. er fæðingar- og dánardægrum að mestu slcppt, þó um sé vitað. Og þar sem þctta cr hugsað sem svar, til þcss að koma Gunnari á sporið, en ckki fullkomin ættrakning, látum við hér við sitja. í apríl 1992 Hólmfríður Gísladóttir Eggcrt Th. Kjartansson Heimilisfólkiö á Reykjum í hinu mjög svo skcmmtilega bréfi Eyjólfs Jónssonar á ísafirði, cr birlist í síðasta fréttabréfi, er lítilsháliar villa. Hann tclur að hjúin á Rcykjum séu önnur í Manntali 1801 (sem tckiðvar 1802), cn árið 1798, cn það crckkiaðöllu leyti rétt. Jón sá Jónsson, scm lagaði orð dönsku úr, var að vísu farinn, og í hans stað kominn Ásbjörn Vigfússon. Bergþór og Bjarni cru cinnig farnir, cn komin ný vinnu- kona, Anna Eiríksdóttir. - Þær Sigga, sem þagað gat við rokkinn og Þórdís, scm við þráðarspuna sat, voru kyrrar á sínum slað 1802. 24.8.1992 Sólvcig Guðmundsdóttir Við nánari athugn sé ég að Bjarni cr kominn að Kálfhóli, Ólafsvallasókn, og Bcrgþór cr orðinn vinnu- maöur á Ólafsvöllum. - S.G. 4

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.