Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1993, Blaðsíða 4

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1993, Blaðsíða 4
Þuríður dóttir J óns á Hesti og Þuríðar Kolbeinsdóttur giftist 23. sept. 1845 Jóni Guðmundssyni, sem fæddur var á Kaldá 27. jan 1814. Þau bjuggu á Kirkjubóli í Korpudal og áttu 2 böm, Ástríði Margrétu, fædd 1845 og dáin sama ár, og Jón fæddur 1846. Þuríður Jónsdóttir varð úti milli Kirkjubóls og Hests 1848, húsfrú á Kirkjubóli, 24 ára. Jón sonur hennar giftist 20 okt. 1874 Jóhönnu Guð- mundsdóttur frá Grafargili. Þau bjuggu síðast á Granda í Dýrafirði. Böm þeirra voru: Björg, síðast lengi hjá Nathanael frænda sínum Mósessyni, bamlaus. Sveinn skipstjóri, sem kenndur var við Granda, ógiftur. Steinn Ágúst, lengi áberandi maður í Flatey. Guðmunda Vilborg, ógift og bamlaus. Kristjana Sigríður, giftist á ísafirði Þorkeli Guð- mundssyni. Hinrik trésmiður, faðir Gylfa vélfræðings í Reykja- vfk og þeirra systkina. Guðrún dóttir Jóns og Þuríðar Kolbeinsdóttur giftist 30. sept 1854, Gesti Sigurðssyni. Hann var fæddur á Sellátrum í Tálknafirði, sonur Sigurðar lausgangara úr Norðurlandi og Bryngerðar Jónsdóttur vinnustúlku á Sellátrum. Þetta tjáist vera hans 3. en Bryngerðar 1. frillulífsbrot. Þau Gestur og Guðrún fluttu 1862 frá Kirkjubólshúsum á ísafjörð. Börn þeirra: Sigríður fædd 1857, Kristín Þórdís 1861 og Guðmundur, 12 ára 1870. Guðrún fannst örend í flæðarmáli á ísafirði, 4. desember 1898. Björg, dóttir Jóns og Þuríðar á Hesti giftist 24. sept. 1863 Kristjáni Vigfússyni í Breiðadal. Hann var þá ekkjumaður. Björg dó eftir barnsburð á sama ári. Guðný Kolbeinsdóttir flutti með Þuríði systur sinni að Hesti 1820. Hún var fædd 1794. Hún giftist Jóni Bjömssyni 14. sept. 1826. Þau bjuggu á Vífilsmýrum, áttu 3 börn sem dóu ung. Guðný dó 1835. Jón Björnsson giftist aftur 1836 og átti börn sem ættir eru frá komnar. Eitt þeirra var Guðmundína, móðir Guðmundar Gilssonar, föður Gils alþingismanns og rithöfundar og þeirra systkina. Guðrún Kolbeinsdóttir giftist ekki og átti ekki afkomendurþó að gömul yrði. Hún var vinnukona, lengi í Fremri-Hjarðardal. Ólafur Kolbeinsson var fæddur 25. mars 1807. Hann flutti að Hesti meðÞuríði systursinni 1820. Hann giftist 1833 Elínu Markúsdóttur. Markús faðir hennar er nefndur í Súgfirðingabók en bjó um skeið í Keflavík. Ólafur og Elín bjuggu í Neðrihúsum. Börn þeirra: 1. Markús f. 1832; 2. Steinunn f. 1834, dáin sama ár; 3. Guðmundur f. 1836; 4. Jón f. 1840, d. 1852; 5. Ingileif Steinunn f. 1841;6.Guðrúnf. 1845,d. samaár;7. Kolbeinnf. 1847; 8. Sigurður f. 1849; 9. Kristín Jónína f. 1855. Markús Ólafsson átti Guðrúnu Pálsdóttur frá Hóli. Þau voru bamlaus. Markús var lengstum heilsuveil 1 og dó liðlega fimmtugur 1885. Amma mín sagði Ólafi bróður mínum að Markús hefði ekki verið Ólafsson. Elín hefði komið ólétt frá Hóli. “Hann var þar hann Jón Sigmundsson”. Taldi hún að Þuríður föðursystir sín hefði ráðið giftingu foreldra sinna. Guðmundur Ólafsson giftist Ingibjörgu Jónsdóttur 1867. Þau bjuggu síðast á Tannanesi. Böm þeirra: 1. Guðjón f. 1867, drukknaði 1887; 2. Ólafur f. 1870, d. 1875; 3. Kristín Björg f. 1872; 4. Ólöf f. 1875; 5. GuðmundurKristjánf. 1876;6.Elínf. 1878;7.Guðbjartur Jónf. 1880, drukknaði 1915; 8. Guðrún Jónaf. 1882, d. 1889; 9. Halldóra Ástríður f. 1883. Guðmundur dó 1894, bóndi á Tannanesi. Um böm Guðmundar Ólafssonar er þetta að segja. Þær systur Kristín Björg og Ólöf giftust frændum sfnum fráNeðrihúsum, Sveini og Steini Sigurðssonum. Meðal barna Sveins og Bjargar voru Páll yfirkennari í Hafnar- firði og Guðmundur kaupfélagsstjóri, faðir Braga lækn- is. Meðal barna Steins og Ólafar var Steinar faðir Helgu konu sr. Ingibergs Hannessonar á Hvoli. Guðmundur Kr. Guðmundsson bjó á Tannanesi. Kona hans var Jóhanna Ingimundardóttir, meðal bama þeirra var Ingimundur, faðir Daða skólastjóra. Um Guðbjart er getið í viðtali, sem ég átti við Jensínu ekkju hans og birtist í jólablaði ísfirðings og er í bók minni, í dvalarheimi. Ingileif Steinunn Ólafsdóttir giftist 24. september 1868 Guðmundi Pálssyni frá Hóli í Firði. Hér má geta þess að þegar Kolbeinn afí hennar bjó á Næfranesi bjó þar líkakonasemhétlngileifBjamadóttir. ÓlafurKolbeinsson var barn að aldri þegar hann missti móður sína. Mig grunar að hann hafi kosið að veljadóttur sinni þessi nöfn vegna þess að honum hafi fundist að Ingileif kæmi sér að einhverju leyti í móðurstað. BörnGuðmundaroglngileifarvoruþessi: 1. Kristján Guðjón f. 1869, faðir minn; 2. Páll f. 1870; 3. Ólafur f. 1871,d. 1876; 4. Guðrún Jónaf. 1873;5.Þuríðurf. 1875, d. sama ár; 6. Guðmundur f. 1876, d. sama ár; 7. Ólafur Þórður f. 1876; 8. Sigurjón f. 1879, d. 1880; 9. Guð- mundur f. 1882. Páll Guðmundsson var síðast íshússtjóri í Hnífsdal. Hann var giftur Guðrúnu Jensdóttur. Þau hjón dóu í spönsku veikinni eða afleiðingum hennar. Meðal bama þeirra var Guðmundur Pálsson húsgagnasmíðameistari í Reykjavík og Sigríður kona Tómasar Guðjónssonar vélstjóra. Guðrún Jóna átti Guðmund Bjamason á Mosvöllum og bjuggu þau þar. Börn þeirra: 1. Ragnheiður f. 1902; 2. IngileifÞuríðurf. 1905,d. 1906;3.HaIIdóraÓlöff. 1906; 4. Ingileif Steinunn f. 1907; 5. Ólafur Eggert f. 1908; 6. Guðný Margrét f. 1912. Af þessu fólki væri sitthvað að segja. Ragnheiður átti Ólaf Hjálmarsson. Þeirra börn sem ættir eru frá komnar eru Valdimar flugumferðarstjóri, Ingileif húsfreyja á Bólstað í Bárðardal og Gestur arkitekt. Halldóra var lengi formaður Nótar, félags netavinnu- fólks. Dóttir hennar er Guðrún Jónmundsdóttir kona Aðalsteins Þórólfssonar í Stóru-Tungu í Bárðardal. Ingileif Steinunn átti Óskar Gíslason ökukennara. Meðal barna þeirra er Elín sem átti Kristján Ingólfsson skólastjóra. Ólafur Guðmundsson giftist Þorbjörgu Þorvaldsdóttur frá Kroppsstöðum. Meðal barna þeirra er Kristín borg- arfulltrúi. Guðný Margrét giftist Jóni Jónatanssyni bónda á Hóli 4

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.