Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1994, Blaðsíða 3

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1994, Blaðsíða 3
Bréf að vestan framhald af bls. 1 að sjóða fisk, og svo fá margir sér te og brauð, þeir sem það eiga, á morgnana, svo er farið að borða kl. 8 til 9, svo er farið að sjóða fisk í kýmar því þær drekka allt soð og éta fisk, svo förum við að gera að fiski, svo förum við að sjóða til miðdagsverðar og þetta gengur daginn út og daginn inn dag eftir dag, viku eftir viku svo við getum varla þjónað eða tekið í gat. Það er skemmtilegt að þú baðst mig um að skrifa þér hvað marga diska ég ætti þegar ég væri komin til Ameríku, ég held ég verði að gera það og það er fljótl yfir sögu að fara með það, það er einn blikkdiskur, allur beiglaður, heiman frá íslandi, en stónni fylgja mörg ílát, og það er fyrst 2 pottar sem taka 11 merkur hvor, teketill, 2 jámskúffur sem eru brauðskúffur, 2 blikkskúfíúr sem á að baka fína brauðið í og2 blikkskálar sem eiga að vera fyrir búðing, við brúkum nú ekki með þetta, líka blikkfat til gufusuðu, tekanna, steikarapanna og smjörspaði og stór blikkpottur með eirbotni sem tekur 40 merkur sem er til að hita þvottavatn Mikið langaði mig í kaffi í haust þegar mér fór að batna og það svo að ég var veik um miðjan daginn, en þarvarengin bót við, en fyrir jól eignaðist ég svolítið af því, því Jón geymdi fáein cent til að kaupa kaffi til jólanna. Ex- portkaffi fæst hér ekkienallir hlutir aðrir fást ef maður á pen- inga. Ég óskaði annarri hvorri ykkar Jómnnar til mín í vetur þegar ég átti bamið en hvor- ug ykkar kom. Það varhjámér karl sem þó hafði verið hjá mörgum kvenmanni en ekki var mér það rétt geðfellt, en Guð gaf að það gekk allt vel, en lengi var ég hálf vesöl á eftir, en nú fyrir löngu orðin vel frísk. Okkurlíðurnokkum veginn vel eftir því sem um er að gera, við emm öll orðin vel frísk, lof sé Guði, mérþykirmikið væntumHelgulitlu, en mér þykir leiðinlegt hvað hún verður að vera illa til fara því ég var nauðbeygð til að farga nokkm af fötunum af Helgu sálugu þegar fátæktin var svo mikil, því allir sem við höfum kynnst hafa verið okkur vel. Þorbjörgu þykir líka vænt um Helgu litíu, hún er svo trygg við nafnið. Ég bið að heilsa Önnu og segðu henni að hún hafi haft nógu vandaða sokkana sem hún gaf Þor- björgu, ég held að þeir hefðu átt að vera sauðsvartir og þykkir eins og kútrónir sjóvettlingar, því það ætti best við hér á vetuma því þó karlmenn hefðu umsnúna hundsbelgi um höf- uðið á vetuma tæki enginn til þess því allir hafa líf sitt að verja fyrir kulda á vatninu Það vildi ég að það væri einhver kunnug slúlka mér komin til Winni- peg því þá skyldi ég biðja hana að útvega mér smávegis sem ég gæti brúkað sem ekki kostaði þar mikla peninga. Það er líka ekki ónýtt fyrir einhleypar stúlkur að vera þar, þær hafa þar, ef það em liðlegar stúlkur í sér og kunna málið, hærra kaup en karlmenn ef þær em á Hótelum (wertshús). Þær hafa frá 12 til 16 dollara um mánuðinn og jafnvel meira,en vanalegahafaþærfrá lOtil 12 í öðmm húsum. Mér líst nú ekki svo illa á mig í eyjunni því ég sé að eyjan er heldur í framíörum og svo geta menn hafl gott af versluninni við mylluna ef hún helst nokkuð. ÉgætlaaðbiðjaykkurJómnni að leggja vel saman og skrifa Vigdísi fyrir mig því ég veit ekki hvar hún er, og segja henni ágrip úr þessum bréfum. Sýndusystmmþínumbréfið efþérþykirþaðþessvert. Égverðnú nauðug að hætta því skrifarinn afsegir að skrifa meira. Égætlaaðbiðjaþig að skrifa mér greinilega um Krist- bjargar hagi. Að endingu bið ég kærlega að heilsa manni þínum og bömum og í einu orði öllum mínum kunningjum, og að síðustu óska ég þér allrar lukku og blessunar í lífi og dauða, það mæl ir þín einlæg tengda- systir Sigríður Jónsdóttir. T obba biður að heilsa Fríðu, afa sínum og Jómnni og Kristbjörgu. (Stafsetningu dálítið breytt) íslendingar stíga á land i Vesturheimi. Málverk eftir Árna Sigurðsson 3

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.