Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1994, Blaðsíða 4

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1994, Blaðsíða 4
Lög Ættfræðifélagsins 1. grein. Nafn féiagsins og lögheimili. Félagið heitir Ættfræðifélagið. Heimili þcss og vamarþing er í Reykjavík. 2. grein. Hlutverk. Hlutverk félagsins er: 1. Að stuðla að auknum áhuga á ættfræði, ættfræðirann- sóknum og útgáfu frumhcimilda og hjálpargagna fyrir þá sem stunda þjóðleg fræði (ættfræði) svo sem manntala, búendatala og ættartöluhandrita. 2. Að halda féiagsfundi um ættfræðileg efni. 3. Að gefa út félagsbréf, þar sem fyrirlestrar og annað efni frá félögunum yrði birt. 4. Að leita eftir samstarfi við önnur fræðiféiög hérlendis og erlendis. 3. grein. Aðalfundur. Aðalfund skal halda fyrir febrúarlok ár hvcrt, og miðast reikningsár við almanaksárið. Fundinn skal boða skriflega með minnst 10 daga fyrirvara. Þar komi fram dagskrá fundarins, en hún skal vera á þcssa leið: 1) Skýrsla stjórnar, 2) Endurskoðaðir ársrcikningar lagðir fram, 3) Umræða um skýrslu og ársreikninga og samþykkt þcirra, 4) Lagabreytingar, 5) Kosningar, 6) Argjald ákveðið, 7) Önnur mál. 4. grein. Stjórn, stjórnarkjör og endurkosningar. Stjóm félagsins skal kjörin á aðalfundi. Hana skipa fimm mcnn: Formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjómandi. Ennfremurskulukjömirtveirvaramcnn ogtveirendurskoðcndur. Formaðurskalkjörinn sérstaklegaárhvcrt. Þáfjórirstjómarmcnn og skipta þeir með sér vcrkum. Síðan skulu árlcga kjömir varamcnn í stjóm og endurskoðcndur. Lcita skal á aðalfundi cftir tillögum um framboð. Kosning skal vcra skriflcg cf flciri verða í kjöri en kjósa skal. Formann og stjómarmcnn má cndurkjósa allt að þrisvar sinnum samflcytt. 5. grcin. Nefndir. Stjómin skipar ncfndir cftir þörfum. I hvcrri nefnd skulu vera minnst 3 menn. 6. grcin. Lög og lagabreytingar. Lög og lagabreytingar skulu cinungis gerðar á aðalfundi og skulutillögurstjómarscndar meðfundarboði.60%fundarmanna á löglega boðuðum aðalfundi þarf til samþykktar. 7. grein Slit félagsins. Eigi má leggja félagið niður cf fimm menn cða fleiri vilja halda því áfram. Verði félagið lagt niður, skulu eignir þcss afhentar Þjóðskjalasafninu til varðveislu mcð tilmælum um, að það afhendi þær aftur félagi, er síðar kynni að vcrða stofnað í sama tilgangi og félag þetta. Samþykkt á aðalfundi 29.11.1989 Laganefnd Ættfræðifélagsins er stjómskipuð. Hún hefur yfirfarið lög félagsins og gerir tillögu að breytingum á 2. - 3. - 4. - og 7. grein þeirra. Tillagan verður borin upp á næstkomandi aðalfundi. Tillaga til lagabreytinga 1. grein. Nafn félagsins og lögheimili. Félagið hcitir Ættfræðifélagið. Heimili þcss og vamarþing er í Reykjavík. 2. grein. Hlutverk. Hlutverk félagsins er: 1. Að stuðla að auknum áhuga á œttfrœði, œttfrœðirann- sóknum og útgáfu frumheimilda og hjálpargagnafyrir þá sem stunda þjóðleg frœði (œttfræði) svo sem manntala, búendatala og ættartöluhandrita. 2. Að halda félagsfundi um ættfræðileg efni. 3. Aðgefa útfélagsbréf þarsemfyrirlestrar og annað efni er birt. 4. Aó leita eftir samstarfi við önnur frœðifélög hérlendis og erlendis. 3. grein. Aðulfundur. Aðalfund skal halda fyrir febrúarlok ár hvert, og miðast reikningsár við almanaksárið. Fundinn skal boða skriflega með minnst 10 daga fyrirvara. Þar komifram dagskráfundarins, en hún skal vera áþessa leið: 1) Skýrsla stjórnar, 2) Endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram, 3) Umræða og atkvœðagreiðsla um skýrslu stjórnar og ársreikninga, 4) Lagabrevtingar, 5) Kosningarskv. 4. grein, 6) Argjald ákveðið, 7) Önnur mál. 4. grein. Stjórn, stjórnarkjör og endurkosningar. Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi til eins árs í senn. Stjórnina skipa fimm menn: Formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi. Ennfremur skulu kjörnir til eins árs tveir varastjórnendur og tveir endurskoðendur. Formaður skal kjörinn sérstaklega en að öðru leiti skiptirstjórnin sjálfmeð sér verkum. Leita skal á aðalfundi eftir tillögum um framboð. Kosningskal vera bundin ogskriflegeffleiri eru i kjöri en kjósa skal. 5. grein. Nefndir. Stjómin skipar ncfndir eftir þörfum. I hverri nefnd skulu vera minnst 3 mcnn. 6. grein. Lög og lagabreytingar. Lög og lagabreytingar skulu einungis gerðar á aðalfundi og skulutillögurstjómarsendarmeðfundarboði.60%fundarmanna á löglega boðuðum aðalfundi þarf til samþykktar. 7. grein Slit félagsins. Eigi má leggjafélagið niður effimm menn eðafleiri vilja halda þvi áfram. Verðifélagið lagt niður, skulu eignirþess afhentar Þjóöskjala- safninu til varðveislu enda séu þær afhentar aftur félagi, er siðar kynni að verða stofnað i sama tilgangi ogfélag þetta. 4

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.