Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1994, Side 8

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.02.1994, Side 8
Svar við fyrirspurn úr síðasta blaði, þar sem Þorsteinn Kjartansson spyr um niðja Guðmundar Magnússonar og Kristínar Jónsdóttur. Guðmundur og Kristín bjuggu á Sjö- undá 1850. Guðmundur var fæddur 1814-15 á Melanesi, en dó 6. sept. 1851 á Lambavatni. Foreldrar hans voru Magnús Halldórsson bóndi á Mábergi, sem dó 14. des. 1836 á Mábergi og k.h. Kristín Jónsdóttir. Kristín kona Guðmundar Magnús- sonar var fædd á Galtará í Gufudals- sveit 27. okt. 1805. Ég get giskað á foreldra hennar en ekkert fullyrt um það. Hún virðist hafa dáið um 1863. Böm þeirra voru Jóhanna og Ingimundur. Jóhanna var fæddáMelanesió.júní 1842.Húnvar vinnukona víða í Rauðasandshreppi, og þar eignaðist hún son með Eggerti Eggertssyni, síðar bónda á Hvallátrum. Jóhanna lést 10. ágúst 1921 í Suður- Bár í Eyrarsveit. Sonur þeirra var Sigurður skipstjóri og bóndi fæddur 21. sept. 1876 á Lambavatni í Rauða- sandshreppi. Hann var bóndi í Haukabrekku í Fróðárhreppi og Suður-Bár í Eyrarsveit og þar dó hann 6. júní 1922. Sigurður átti son fyrir hjónaband, en giftist Ingibjörgu Pétursdóttur og áttu þau mörg böm; nokkur þeirra settust að í þorpinu Grafamesi þegar það byrjaði að byggjast. Þekktast bama þeirra er félagi okkar í Ættfræðifélag- inu, Halldór E. Sigurðsson bóndi á Staðarfelli og síðar ráðherra. Ingimundur var fæddur á Mábergi 22. jan. 1846. Kristín og Ingimundur fara frá Króki í Rauðasandshreppi 1860 til Gufudalssveitar. Ingimund- ur er vinnumaður á Brekku í Gufu- dalssveit í nokkur ár og þar er hann 1870 en hverfur svo alveg, ég sé hann ekki burtfluttan, og veit ekki hvað verður af honum. Hverí fór hann? Það er næsta spuming. Ábending Stjóm félagsins vekur athygli á því að allnokkur hluti félagsmanna Ætt- fræðifélagsins á eftir að borga árgjald 1993 og eldri árgjöld. Hafi menn tapað gíróseðlum sem sendir voru út, má greiða með C-gíróseðli, sem fæst í öllum bönkum og sparisjóðum. Greiðslu skal stíla á: Ættfræðifélagið, pósthólf 829, 121 Reykjavík. Bankareikningur félagsins er í Búnaðarbankanum, aðalbanka, þ.e. (0301) (H.B. 26) og reikningsnúmer- iðer 71774. Kennitala Ættfræðifélagsins er 610174-1599. Hólmfríður Gísladóttir Stjómin í nœsta blaói verður sagt frá spjalli Halldórs Ármanns SigurÖssonar á fundi ÆttfrœÓifélagsins 27. jan. s.l. um starf mannanafnanefndar og túlkun mannanafnalaga. Aðalfundur Ættfræðifélagsins verður haldinn fimmtudaginn 24. feb. 1994, kl. 20.30 að Hótel Lind, Rauðarérstíg 18 Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins Húsið opið frá kl. 19.30 til bókakynningar o.fl. S tj ór n i n Fréttabréf Æltfræðifélagsins. Útg.: Ættfræðifélagið, pósthólf 829, 121 Reykjavík Ábm.: Hólmfríður Gfsladóttir, hs. 74689 Ritnefnd: Guðfinna Ragnarsdóttir hs. 681153, Kristín H. Pétursdóttir hs. 12937, Hálfdan Helgason hs. 75474 8

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.