Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1999, Side 3

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.03.1999, Side 3
Skýrsla formanns Hólmfríður Gísladóttir fráfarandi formaður í ræðustól. Þannig fór starfsemi Ættfræðifélagsins fram í meginatrið- um árið 1998. Við héldum 5 stjórnarfundi og 6 félagsfundi, þar sem við höfum hlýtt á fyrirlestra um ýmis efni. Svo höfum við komið saman til að pakka Fréttabréfinu. Þá komu þeir sem gátu. Það voru haldnir 8 héraðsfimdir í húsnæði félagsins að Ármúla 19, þetta hafa verið skemmtilegir fundir, fólk hefur gaman af að hittast og ræða saman. Fréttabréfið kom út 5 sinnum á árinu og 2 einblöðungar. Við fórum í ferðalag 22. ágúst og fórum um Reykjanesskagann. Þetta var mjög skemmtileg ferð, undir stjórn Magnúsar Óskars Ingvarssonar. Ég hélt að Reykjanesið hefði ekki upp á svo mikið að bjóða. Það komu ekki nógu margir í þessa ferð. Það var keypt tölva í sumar og það eru til einhver gögn í hana og Haukur Hannesson hefur sett upp heimasíðu fyrir Ættfræðifélagið og hefur hún fengið góða dóma. Haukur hefur fengið þjóðskrá og íbúaskrá í tölvuna. Manntalið 1910, Gullbringusýsla og Kjósarsýsla kom út í nóvember með fullvinnslu Eggerts Thorbergs Kjartanssonar. Félagið fékk styrki til þeirrar útgáfu kr. 200.000,- úr Menningarsjóði og kr. 100.000.- frá mennta- málaráðherra. Við sóttum um styrki til sveitarstjóma í Gullbringusýslu og Kjósarsýslu, báðum um kr. 50.000,- Það eru 12 sveitarfélög í sýslunum, við fengum fullan styrk frá 3 og hálfan frá tveimur. Og þá er ætlunin að Reykjavík komi næst í tveimur bindum, sennilega árið 2000. Við höfum sótt um styrki til þeirra bóka, til Menningarsjóðs, menntamálaráðherra og borgarstjóra Reykjavíkur. Það er mjög nauðsynlegt að fá styrki í útgáfuna, því prentun er dýr og bækurnar seljast hægt. Félaginu hafa borist bækur að gjöf á síðasta ári og þökkum við fyrir, það sýnir hlýhug til félagsins. Það eru alltaf að koma nýir félagar í Ættfræðifélagið. Auðvitað falla einhverjir út, en félagsmenn eru nú um 800. Okkur hefur ekki tekist að gefa út nýja félagaskrá, þó var það ætlun mín að hún kæmi út áður en ég hætti. Það er mikið um það að fólk noti tölvur til að slá inn ættfræðiupplýsingar, það er gott að eiga þær á tölvu, en þá þarf að varðveita þær vel, því næsti maður vill hrifsa þetta til sín, því það er auðvelt að fjölfalda diskinn. Fólk hefur tjáð mér að þetta væri vandamál. Svo eru til menn sem setja allar ættfræðibækur inn á tölvu og selja svo út úr tölvunni. Það hlýtur að vera óheimilt að selja það sem aðrir hafa unnið. Ættfræði er skemmtileg, hiin er lifandi vinna þegar hún er unnin úr frumheimildum, þá kemur margt í ljós sem verður að sögu, um fólkið sem við leitum að. Það er skemmtilegast sem við höfum mest fyrir að vinna. Höldum áfram að gera ættfræðina skemmtilega, leitum sjálf, finnum fólkið okkar og sögu þess. Nú eru liðin 9 ár síðan ég kom í stjórn Ættfræði- félagsins. Á miklum umbrotatíma í félaginu seint á árinu 1989 kom ég í stjórn og varð varaformaður, Jón Valur Jensson varð formaður. Það var ýmislegt sem þurfti að gera, við tókum á leigu húsnæði í Kópavogi undir bóka- lagerinn og söfnuðum honum saman af 5 stöðum. Þetta var dugleg stjóm og allt gekk vel. Á aðalfundi 1991 gaf Jón Valur ekki kost á sér lengur, hann hafði líka unnið Fréttabréfið og gert það mjög vel. Ég gaf þá kost á mér til formanns af miklum áhuga, en engri þekkingu. Mér finnst þetta hafa tekist bara vel. Ég er búin að starfa með mörgu fólki í stjórn, það hefur gengið nokkuð vel. Svo er þessi stóri þáttur í starfsemi félagsins, það er samband við fókið bæði félagsmenn og aðra sem hafa áhuga á ættfræði. Ég þakka því fólki ánægjuleg samskipti. Ég taldi saman hvað ég væri búin að fá marga fyrirlesara á fundi þessi 8 ár og eru þeir 40. Ég þakka þeim fyrir, það er sérstakt að það hefur aldrei misfarist erindi. Ég hef talað við margt fólk í þjóðfélaginu í sambandi við Mann- talið 1910, fyrst var þetta einhver kerling að hringja, nú er það Hólmfríður Gísladóttir og ég hef mætt ótrúlegum velvilja. Ég þakka því fólki sem hefur starfað með mér í síðustu stjórn og öllum sem hafa starfað með mér í gegnum árin, fyrir samstarfið. Ég þakka ykkur sem hafið verið dugleg að sækja fundi fyrir komuna. Og þá er eftir að geta þess að ég hefði ekki getað sinnt þessu, hefði ég ekki haft stuðning mannsins míns Eggerts Thorbergs Kjartanssonar, snúningar hans fyrir Ættfræðifélagið eru margir. Ég hef sinnt þessu af áhuga, ég vona af samvisku- semi. Ég óska Ættfræðifélaginu alls þess besta. Hólmfríður Gísladóttir -3-

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.