Landneminn - 01.12.1938, Qupperneq 10

Landneminn - 01.12.1938, Qupperneq 10
10 IANDNEM I N N Islenzku Hailgrímur Hallgrímsson sjálfboðaliðarnir , Bjöm Guðmundsson á Spáni. Aðalsteinn piorsteinsson H j á I p i ð STRÍÐIÐ á Spáni hcfur nú staðið á þriðja ár. Á jrriðja ár hefir spanska jajóðin varizt í skotgröfum úti á víðavangi, í borgum og þorpum. í tugum þúsunda hafa spanskar konur og börn flúið úr einum stað í annan und- an tortímandi sprengjuárásum fasist- ^nnia. í tvö ár hafa nú ráöstafanir „hlut- leysis“-nefndarinnar orðið til þess að styrkja aðsföðu Francos, leyft inn- flutning þýzkra og ítalskra hersveita og vopna, en varnað hinni löglegu stjórn lýðveldisins að afla sér nauð- synja. Þrátt fyrir þetta hefur kjarkur og þrautseigja spönsku þjóðarinnar ekki bilað. Hún mun berjast áfram fyrir þjóðfrelsi og friði, berjast þar til hún hefur rekið alla innrásarheri af hönd- um sér. „Styrjöldinni getur ekki lokið með samningum um sundurhlutiun Iandsins, henni getur heldur ekki lokið nufð sigri fasista Francos. — Styrjöldinni getur aðeins lokið með sigri spönsku þjóðar- innar, sem hefur barizt einhuga þessi ár, fyrjr yfirráðarétti sínum á landinu og framtíð þjóðarinnar“. Þannig tal- ;ar Negrin forsætisráðherra til síns fólks. Spanska stjórnin hefir samfara hern- aðinum styrkt aðstöðu sína með því að koma upp vopnaverksmiðjum, her- mannaskólum og meira að segja auk- ið menntun og menningu jjjóðarinn- ar eftir mætti. En atvinnulífið er eðli- lega í rústjum' í mörgum héruðum, og matvælaskórtur og hungursneyð fram- undan, ef ekki fæst hjálp utan að. S p á n i! Friðarvinir, mannvinir og lýðræðis- sinnar um allan heim, hafa nú skorið upp iierör til hjálpar spönsku alþýð- unni og hafið söfnun matvæla og fata. Við íslendingar höfum lítið gert enn- þá í þessum málum. Þótt jajóð okk-. ar sé fámenn og fátæk, þá getur send- ing héðan orðið vottur um vilja okk- ar og hug til hjálpar hinni stríðandi al- jrýðu Spánar. Friðarvinafélagið hefur hafið fjársöfnun til lýsiskaupa handa spönskum börnum. Niokkur verklýðs- félög hafa þegar safnað og sent féð. Vjð skorum hér með á öll frjálslvnd æskulýðsfél. í landinu að taka nú begar þátt í þessu starfi. Ennfremur mættu þeir, sem heldur gætu sent prjónles, svo sem sokka, vettlinga, hálstrefla o. þ. h„ senda það til ritstjórnar blaðs- ins, sem1 svo kæmi því áleiðis. Hjálpið Spáni. Sigur Spánar er sig- ur alls mannkynsins. Frægur kvikmy udaleikar i. PAUL ROBESON, hinn heims- frægi kvikmyndaleikari, sem frægastur er fyrir söng sinn, var á ferð um Sovétríkin og talaði þar í útvarp íyrir hjálp við spönsku stjórn- ina. Robeson sagði meðal annars: „Menntainenn, vísindamenn og lista- menn yerða allir að tak'a ákveðna af- stöðu. Nú á tímum getur enginn staðið á Olympshæðum og verið þögull á- horfandi. Eyðilegging heilla Jjjóða og landa, ofbeldi og ofsóknir sérstakra þjóðflokka, og menning, sem Jrjóðirnar hafa öldum saman verið að skapa í sveita síns andlitis, allt þetta knýr hvern lmgsandi mann til mótmæla. Það er engin tilviljun, sem ræður því, að ég tek mér stöðu við hlið þeirra, sem kúg- aðir eru og berjast fyrir þjóðfrelsi. Mín eigin jrjóð er| í þrældómi, rænd menn- ingu sinni, neitað um lagalega vernd í öllum löndum, að undanskildum Sovét- ríkjunum, og hefir auk þess verið hrak- in frá sínum réttmætu heimkynnum“. Robeson segir ennfremur:: Framh. á 11. síðu.

x

Landneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landneminn
https://timarit.is/publication/886

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.