Landneminn - 31.12.1942, Blaðsíða 4
4
LANDNEMINN
Ávarp til íslenzkrar æsku
Hér á eftir er birt ávarp það til
íslenzks æskulýðs, sem 3. þing
Æskulýðsfylkingarinnar samþykkti,
en það var haldið hér í Reykjavík
fyrir skömmu.
„Meðan aðrar þjóöir hafa bar-
izt fyrir frelsi sínu, hefur íslenzka
yfirstéttin aðeins hugsað um að
sölsa undir sig auð og allsnægtir.
Til þess að vernda milljónagróða
sinn, myndaði hún svokallaða þjóð-
stjórn allra flokka sinna. Þessi
stjóm milljónamæringanna leit á
það sem fyrsta hlutverk sitt að
halda launum verkalýðsins sem
lægstum, lama samtök hans og of-
sækja hina sósíalistisku hreyfingu.
Hún varpaði fyrir borö öllum hug-
tökum lýðræöisins. Hún tók kosn-
ingaréttinn af þjóðinni. Hún of-
sótti og hundelti menningu lands-
ins og fremstu fulltrúa hennar. Hún
vanrækti og sveik öll hin háværu
loforð sín viö æskulýðinn. Hún hélt
uppi fjandskap við frelsisstríð þjóð-
anna. Hún skrúfaði upp dýrtíðina
og áð lokum reyndu leyfar hennar
að þrælfjötra verkalýðinn með gerð.
ardómslögunum frægu. Aldrei hefur
það sýnt sig greimlegra en á þess-
um síðustu tímum, aö auðmanna-
klíkan er orðinn fjötur allra fram-
fara og framkvæmda.
Eina aflið, sem ekki gerðist sara-
ábyrgt afturhaldinu, var hin sósí-
alistiska hreyfing. Undir forystu
hennar tókst verkalýðnum að leggja
þjóðstjórmna að velli. Og í tvennum
kosningum á þessu ári hefur alþýð-
an vottað sósíalismanum, hinu kom-
andi skipulagi frjálsrar þjóðar, fylgi
sitt.
Kosningarnar, einkum þær síðari,
sýndu, að það er æskulýðurinn, sem
fylkir sér til baráttu gegn stríðs-
gróðaklíkunni, gegn hinu fúna og
feyskna auðvaldsskipulagi, að það
er æskulýðurinn, sem skipar sér
í fylkingarbrjóst baráttunnar fyrir
sigri sósíalismans.
Æskulýður Íslands!
Ef auövaldið ræður áfram í landi
ckkar, ef fámenn yfirstétt fær að
einoka framleiðslutæki þjóðarinnar,
ef afturhaldið fær að leika lausum
hala til að ofsækja menningu og
menningarfrömuöi þjóðarinnar, þá
muntu upplifa aftur tímabilið fyrir
styrjöldina, þegar þú þjáðist af at-
vinnuleysi og neyð, þegar skólarnir
voru lokaðir fyrir þér, þegar öll
framtíð þín var skugguð allsleysi og
óvissu.
Ef auðvaldið ræður áfram í landi
okkar, þá muntu sjá alla drauma
þína um hamingjusama framtíð,
um atvinnu, menntun cg menningu,
hiynja í rúst, eins og farið hefur
fyrir undangengnum kynslóðum.
Ef auðvaldið ræður áfram í landi
okkar, þá muntu sjá ættjörð þína
og auðæfi hennar í greipum at-
vinnurekendaklíku, sem lætur þig
þræla, þegar hún getur grætt á
þér, en ofurselur þig þess á milli
atvinnuleysi og niðurlægingu.
Til þess að tryggja framtíö þína
og til þess að tryggja framtíðaryf-
irráð þín yfir ættjörðinni, verður
auövaldssk’pulagið að víkja og
skioulag sósíalismans aö koma í
staðinn. Reynslan hefur sýnt, að
einungis þar, sem sósíalisminn ræð-
ur, er framtíð æskulýösins, atvinna
hans, menntun og hamingia tryggð.
Reynslan hefur sýnt, að einmitt
þar sem sósíalisminn ræður, er ætt-
jarðarást æskunnar heitust og
hreysti hennar og fórnfýsi mest,
Æskulýður íslands!
Um allan heim geisar frelsisstríð
þjóðanna gegn kúgun og niðurlæg-
ingu fasismans. Um allan heim
magnast baráttan fyrir því að af-
má í eitt skipti fyrir öll það þjóð-
skiDulag. sem fætt hefur fasismann,
auðvaldsþj óðskipulag;ð.
Baráttan fyrir sigri sósíalismans
á íslandi er komin á dagskrá. Þátt-
taka þín í þessari baráttu er skil-
yrðið fyrir því. að framtíð þinni og
framtíð lands okkar verði borgið.
Ungir íslendingar!
Sameinizt til barátíu fyrir þjóð-
skipulagi sósíalismans á Islandi.
Sameinizt um að efla Æskulýðs-
fylkinguna, Samband ungra sósíal-
ista, og gera blað hennar, Land-
nemann, að víðlesnu æskulýðsblaöi.
Fram til sósíalismans, sem færir
æskunni friö, frelsi og örugga fram-
tíö“.
20. þing U.M.S.K
Ungmennasamband Kjalames-
þings hélt sitt 20. þing að Brúar-
landi 13. des. s. 1. á þinginu mættu
fulltrúar frá hinu nýstofnaða Ung-
mennafél. Reykjavíkur. Þingið sátu
alls um 15 fulltrúar frá 4 félögum.
Á þinginu vom tekin til umræðu
og samþykkt mörg mál má þav
tilnefna hið stórfenglega verkefni,
sem er fyrsta baráttumál Ung-
mennafél. Reykjavíkur, stofnun
æskulýðsheimilis í Reykjavík, 1 þvi
máli var samþykkt áskorun til Al-
þingis um rífleg fjárframlög, enn-
fremur var samþykkt að leita
stuðnings allra ungmennafélaga á
landinu til að gera allt sem í þeirra
valdi stendur til aöstoðar við málið.
Einnig voru gerðar ályktanir um
eflingu, útbreiðslu- og skipulag-
sambandsins. Ennfremur var samþ.
áskorun til Alþingis og ríkisstjórnar
um að fara þegar aö undirbúa
kcmu þess tíma sem óumflúanlega
blýtur að koma að þessu atvinnu-
ástandi loknu með ægilegu hörm-
ungar afleiðingum, svo sem at-
vinnuleysi o. fl. þess háttar ef ekki
verður þegar brugðið við með gagn-
legum ráðstöfunum.
Ýmislegt fleira var og tekið fvrir
og samþykkt, en ekki er rúm í blað-
inu til að skýra frá að þessu s'nni,
en vonandi verður skýrt nánar frá
cpmb. bingsins seinna.
í þing lok var kosin sambands-
stjórn og fulltrúar á þing U.M.F.Í.
sem háð verður að Reykholti í
Borgarfirði á komandi sumr.
Að þinginu loknu var haldin
skemmtun, þar sem félagar úr öll-
um deildum sambandsins höfðu að-
gang að. Á skemmtuninni voru
haldin erindi, þar sem mynnst var
20 ára starfs sambandsins og U.M.
F.I., ennfremur var söngur og að
lokum var stigin dans.