Alþýðublaðið - 12.11.1919, Side 3

Alþýðublaðið - 12.11.1919, Side 3
ALÞÝ ÐUBLAÐIÐ 3 Hrakfarir andstæöinganna. Margt er það, sem notaö er gegn fulltrúum alþýðunnar í kosn- ingabaráttu þeirri, er nú stendur yfir. Aðalvopnið virðist þó það, að reynt er að telja alþýðufólki trú um, að frambjóðendurinir séu báðir kaupmenn og stórefnamenn, ef ske kynni, að það hefði ein- hver áhrif á þá, sem ekkert sjá út úr bæjardyrunum. En þeir góðu menn, sem bera þetta fram, gá ekki að því, að íslenzk alþýða er orðin það þroskuð, í skoðunum jafnaðarmanna, að hún lætur ekki slík ummæli hafa áhrif á sig. Þeir gá ekki að því, að það eru hin beztu meðmæli með þeim Ólafl og Þorvarði, að kalla þá kauþmenn, ef þeir væru það. Það hefir sem sé sýnt sig, að alstaðar þar, sem verkalýðshreyfing hefir byrjað, hefir hún aldrei blóm- gast, fyr en einhverjir, sem voru öllum vinnuhöftum óháðir, hafa tekið að sér forgöngu í barátt- unni. Það er líka margreynt og liggur í augum uppi, að þeir, sem eru óháðir dutlungum og hleypi- dómum vinnuveitenda, standa miklu betar að vígi en þeir, sem eru bundnir í báða skó við það, aö afla sér og sínum viðurværis með daglaunavinnu eða illa borg- aðri iðn sinni. Ekkert má út af bera, svo þeir missi ekki atvinnu sína. Með kaupmannaskrafi sínu hafa því andstæðingar alþýðunnar og jafnaðarmanna enn þá einu sinni slegið vindhögg. Allir jafnaðarmenn vita, að það er stór sigur, þegar efnalega sjálf- stæður maður verður jafnaðar- maður. Og enginn þarf að óttast að sá verði ekki jafnaðarmaður, sem eitt sinn fæst til að lesa með einlægni hin stórmerku hag7 fræðislegu rit, sem samin hafa verið á grundvelli jafnaðarmensk- unnar á síðustu áratugum og gefin út á fjölda tungumála. Það er því engiu furða, þótt andstæðingum þeirra takist ekki að hitta á gáfumenn, vel mentaða, sem vilja gefa sig í það, að mót- mæla kenningum jafnaðarmanna. Þeir geta auðvitað altaf fengið til þess einhverja illgjarna skrumara, sem segja, að þetta og hitt verði, Pakkarávarp. Kæru félagar mínir í Dagsbrún eg þakka ykkur innilega fyrir gjöfina sem þið gáfuð mér á síð- asta fundi. Einnig þakka eg hjartanlega þeim sem með gjöfum og á annan hátt styrktu konu mína á meðan eg lá á sjúkrahúsinu. Helgi Guðmandsson. komist þjóðfélagsskipulag jafnaðar- manna á. En þeir geta aldrei fengið í lið með sér áhugasama og nýta menn, sem kunnir eru jafnaðarstefnunni og vilja þjóð sinni vel. Og það er af þeirri ein- földu ástæðu, að enginn, sem J kynnist jafnaðarmensku, kemst hjá því að verða jafnaðarmaður. En þeir, sem ókunnugir eru stefn- unni og fara að skrifa á móti henni, reka sig altaf á. Hver vit- leysan rekur aðra. Þess vegna er svo auðvelt fyrir jafnaðarmenn að reka allar þeirra vitleysur öfugar ofan í þá aftur. Þess vegna gekk Mgbl. svo illa að fá stjórnmála- ritstjóra, með það aðallega fyrir augum, að kveða niður alþýðu- hreyfinguna á íslandi. Sig. Sig. frá Arnarholti sló það vindhögg með árás sinni á jafn- aðarstefnuna hér á landi, sem reið honum að fullu sem stjórn- málaritstjóra. Nafni hans frá ísa- firði reið aldrei ut á sama kvik- syndið. En nú er Einar Arnórs- son, fyrrum ráðherra og prófessor í lögum við Háskóla íslands, kom- inn af stað. Og honum ferst ekki betur, þrátt fyrir alla titlana. Eng- inn tekur mark á orðum hans. Hann er alt of vel þektur á stjórn- málasviðinu til þess. Honum hefði verið nær að sitja þar sem hann var kominn, þá gat skeð, að hann hefði getað gert þjóð sinni eitt- livert gagn, þó efi leiki á, að svo hefði orðið. Og þá hefði hann að minsta kosti getað losnað við það að verða að athlægi. Því óneitan- lega er það hlægilegt, en þó jafn- framt sorglegt til þess að vita, þegar prófessor við Háskólann sýnir jafn ófyrirgefanlegan ment- unarskort, eins og E. A. hefir gert í þeim stjórnmálaskrifum, sem undanfarið hafa verið að birtast í Mgbl. En verið viss. E. A. mun ekki langlífur sem stjórnmálaritari, á þeim grundvelli, að ætla sér að hefta alþýðuhreyfinguna. Hann trénast upp á því, að hafa ekki nema rangfærslur og visvitandi slúður til þess að vega með. Alþýðan sýnir það á laugardag- inn kemur, að hún gengst ekkert frekar upp við lygar, sem pró- fessor lætur penna sinn flytja, en hreint og beint kerlingaslúður. Alþýðan kýs óskift ólaf og og Porvarð! Kvásir. Símskeyti. Kaupmannahöfn 10. nóv. Frá Eystrasaltslöndnm. Frá London er símnð að Þjoð- verjar (Jarnsveit Gotz?) hafi raðist á borgina L'bau í Lithá. Lloyd George vill frið við Bolsivíka. Lloyd George viil að fulltrúar Bandamanna og Bolsivíka hittist á Prinseyju til þess að ræða um frið. Bolsivíkar lióta. Bolsivíkar hóta að ganga í baDdalag við f’ýskaland ef Banda- menn neiti að semja frið. Bolsivíkasamsæri í Ámeríku. Frá New-Yo.k er símað að komist hafi upp Bolsivíkasamsæri í Bandarikjunura og að fjöldi manns hafi verið teknir fastir. ^iþýðubrauBgerðin. í dag eru 2 ár liðin síðan Al- þýðubrauðgerðin tók til starfa. Hún byijnði starfsemi sína 12. nóv. 1917. Hefir það fyrirtæki orðið bæjarbúum hið þarfasta, og hefir án efa sparað þeim stórfé. Þar sem flewtar nauðsynjnvörur hafa stigið í verði síðan 1917, þá hafa brauðin heldur lækkað, og má áreiðanlega þakka það þessu

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.