Laugardagsblaðið - 08.10.1955, Blaðsíða 1

Laugardagsblaðið - 08.10.1955, Blaðsíða 1
II. árg. Laugardaginn 8. október 1955 29. tbl. 'Sf) < ■*& ' "./> "j.$z - .....•<: ; ■*>?£■: Jarðbaðshúsið nýja í Mývatnssveit. Jarðbað við Rcykjalilíð Elsta heilsubað á íslandi endurreist Uppi undlr Námufjalli í Mý- va'nssveit, fyrir sunnan veginn til Ausmrlands, er hólaröð mikil. Allir bera þeir minjar jarðelda, enda eru þeir gamlir eldgígar Víða stíga enn reykir upp úr hol- um þessum og nágrenni þeirra, sem sýnir, að enn er þar ylur undir. Hólar þessir heita Jarð- baðshólar, og er nafnið eitt glögg sönnun þess, að þarna hafa menn snemma hagnýtt sér jarðhi'.ann til gufubaða. Nú er verið að reisa vandaða gufubaðstofu í Jarðbaðshólum. Stendur hún um 3 km. fyrir ofan Reykjahlíð, og einungis nokkra tuetra frá þjóðveginum. Veturinn 1941 var reis'ur þarna timbur- J skúr, hólfaður í tvennt. f öðrum klefanum var gufubaðið, en hitt búningsklefi. Pétur í Reynihlíð lagði til efnið í skúr þenna, en Jóhannes Sigfússon á Grímsstöð- um og Baldur Sigurðsson í Reykjahlíð smíðavinnuna. Ollum var heimill aðgangur án endur- gjalds, og notuðu menn baðið mikið. Sjúklingar, sem þjáðust af taugagigt hlutu mikla bót við gufuböðin. Skúr þessi fauk í af- takaveðri, skömmu eftir nýjár 1952. í vor og sumar hefir nú verið hafist handa um endurbyggingu gufubaðstofunnar. Er hún nú reist úr steinsteypu, eftir teikn- ingu Gísla Halldórssonar arki- tek's, sem hann gaf fyrirtækinu. Ýmsir áhugamenn í Mývatnssveit hafa staðið að smíði hússins, sem nú er fokhelt. Aðalhúsið er 6x 7,20 m., en suður af því er út- bygging 4 x 2,62 m. og er það gufubaðstofan sjálf. í aðalhúsinu eru tveir búningsklefar, fyrir karla og konur, og tveir bað- klefar með steypibaði. Lítil for- stofa er fyrir framan baðstofuna sjálfa, til að varna því, að gufan dreifist um allt húsið. Er húsið reist á sama grunni og gamli skúrinn. Yfir aðalhúsinu er steypt þak, en ris yfir því og uppi í ris | inu er komið fyrir vatnsgeymi, sem vatni er dælt í úr öðrum i geymi, sem er í aðalhúsgrunnin- um, er þessi ú’búnaður viðhafð- ur vegna steypibaðsins. Ætlunin er að taka baðstofuna sem fyrst í notkun, og helzt eigi síðar en á næsta ári. Jarðbaðið eða þurrabaðið við Mývatn er ævagamalt. Var fyrr- um hlaðið hús úr torfi yfir upp- gönguaugað og fengu margir menn heilsubót af að nota baðið. Els'a heimild um það mun vera í Undrurn Islands eftir Gisla biskup Oddsson, en það rit er samið 1637. Hann segir, að kofi hafi verið reistur á flötum sandi, sem gufa streymi upp úr, og geti tveir menn baðað sig þar í einu, „og það var forn trú fyrri manna, að enginn baðaði sig þar svo, af hvaða sjúkdómi, sem hann þjáð- is\ að honum létti ekki, og að hver sem væri, fyndi annað hvort á sér bata eða algera lækning sjúkdómslns. Held ég það sé ekki nein hjátrú, heldur eigna ég það dularöflum náttúrunnar.“ Um 100 árum síðar, eða 1747, lýsir Jón sýslumaður Benedikts- son baðinu svo: „Bað þetta er upphlaðið í gamla daga með slétt- um steýnveggj um, og er mælt að Guðmundur biskup góði hafi vígt það. Veggirnir eru úr grjóti, en þurr sandur í bo'ni, þar eru tvær holur eða jarðofnar, sem mikil gufa eða hiti kemur úr......... Mælt er að jarðbað þetta sé heilnæmast frá Jónsmessu til vi*j- unardags Maríu, og á þeim tíma safnast þangað fjöldi fólks. Sum- ir fá heilsuna aftur af þessu heita jarðbaði.“ 1820 segir þýzki ná'túrufræð- ingurinn Thienemann hins vegar að það sé lítið notað, enda kof- inn lítill og urðu sjúklingar að skríða inn um dyrnar. Á þessu sést að notkun þurra- baðsins eða jarðbaðsins við Mý- vatn er mjög gömul, og mikil írú hefir verið á því til heilsubótar mönnum. Talið er að gamli bað- staðurinn hafi verið nokkru sunnar í hólunum en núverandi baðstofa. Skömmu eftir 1800 varð það slys í gufubaðinu, að tvö gamal- menni dóu þar, Aldís Einarsdótt- ir á Skúluslöðum 68 ára dó 15. júní 1803, og Helgi Þorsteinsson, Geiteyjars'rönd dó 11. júlí 1804, var hann 75 ára. Segir í kirkju- bók, að þau hafi bæði kafnað í Mývatnsbaðhúsi. Lögðust böðin þá niður um skeið. En nú er þess að væn’.a, að þarna hefjist að nýju almennur baðs'aður, og hver veit nema, að jarðbaðið við Reykjahlíð eigi eftir að verða ein af hinum frægu heilsulindum jarðarinnar. ___*____ Ljóðabók eftir Jakob Ó. Pétursson ritstjóra í haust mun koma út ljóðabók eftir Jakob Ó. Pétursson, ritstjóra hér í bæ. Eru það kvæði og stök- ur margvíslegs efnis, ort á mörg- um árum, og við ýms tækifæri. Jakob er löngu landskunnur fyrir margar hnytínar og vel kveðnar lausavísur, og má því ætla, að marga fýsi að kynnast fleiri hlið- um á Ijóðagerð hans, og bók þessi verði því kærkominn gest- ur öllum ljóðavinum. Jakob hefir lítt haldið ljóðum sínum á lofti, en hefir nú fyrir áeggjan ýmissa kunningja sinna og annarra, er ljóð hans þekkja, ákveðið útgáfu þessa. Bókin er gefin út í litlu upplagi. ____*____ Herhur Vesturíslend- ingur, blaðimaður oo skflld 15 drs Hinn 11. ágúst s. 1. varð Einar Páll Jónsson, ritstjóri Lögbergs sjötíu og fimm ára. Hann er fæddur að Hárekss'öðum í Jökul- dalsheiði, og var einn hinna kunnu Háreksstaðabræðra, sem margir eru þjóðkunnir sakir gáfna sinna og listhneigðar. Ein- ar Páll stundaði nám um nokkur ár í latínuskólanum, en fluttist vestur um haf 1913. Tók hann þá þegar að fást við blaðamennsku og hefir lengstum síðan verið rit- stjóri Lögbergs. Auk blaðamennskunar hefir Einar fengist nokkuð við skáld- skap, hefir hann gefið út tvær ljóðabækur, og er þar margt á- gæ'ra Ijóða. Einkum yrkir hann mörg snjöll ættjarðarljóð og náttúrulýsingar. Einar er ramm- íslenzkur í anda, einkum ann hann tungunni hugástum, kann hann og vel með íslenzkt mál að fara. Hefir það verið mikil ham- :ngja íslenzku máli og þjóðerni, að svo málhagur og málvandur maður hefir farið með ritstjórn Lögbergs um marga áratugi. ___#____ Strœíisvðgn d Akureyri Eins og getið var í síðasta blaði að til stæði, hófu strætisvagnar göngu sína hér í bænum s. 1. laugardag. Fyrs'u ferðina fóru bæjarráð og blaðamenn í boði Norðurleiðar h.f. Síðan hefir vagninn gengið eftir áætlun. Enn sem komið er heflr vagninn eink- um verið yndi og eftirlæti barn- anna. Var eftirsókn þeirra eftir honum svo mikil, að þau hafa forsmáð kvikmyndasýningar fyrir það eitt að komast í strætisvagn- inn. Vonandi er þó, að vagninn reynist hinum fullorðnu til þæg- inda og hagsbóta,, svo að hér verði um meira að ræða en til- raunina eina saman. Vetraráællnn Flugíélags íslands gengur í gildi Ve'raráætlun Flugfélags ís- lands í millilandaflugi er gengin í glldi: Nær hún yfir tímabilið frá 2. október til 15. janúar 1956. Flogið verður til 5 s'aða erlendis í vetur, þ. e. Glasgow, Hamborgar, Kaupmannahafnar, London og Osló. Til Kaupmanna- hafnar verða tvær ferðir í viku, á miðvikudögum með viðkomu í Osló og á laugardögum með við- komu í Glasgow. Frá Kaupmanna höfn verður f^ogið til Reykjavík- ur alla fimmtudaga og sunnudaga með viðkomu á áðurnefndum stöðum. , Flugferðir verða be:nt tilj London á þriðjudögum og þaðan til Reykjavíkur samdægurs. Milli Reykjavíkur og Glasgow verður flogið einu sinni í viku, á laugar- dögum til Glasgow og þaðan aft- ur á sunnudögum. Hvern mið- vikudag verða flugferðir til Ham- borgar með viðkomu í Osló og Kaupmannahöfn. Flogið verður til baka til Reykjavíkur um sömu staði á fimmtudögum. Samgöngumálaráðuneytið þýzka hefur nýlega heimilað Flugfélagi íslands að flytja farþega, vörur og póst milli Hamborgar og Kaupmannahafnar í báðar á'tir, svo og milli Hamborgar og Osló, sömuleiðis til og frá þessum 6töð- um. Framvegls geta því farþegar, sem ferðast milli Reykjavíkur og Hamborgar með Flugfélagi ís- lands, haft viðdvöl í Osló og Kaupmannahöfn. Flugfélag íslands heldur nú í vetur uppi flugferðum milli Reykjavíkur og Osló í fyrsta skip'i að vetrarlagi, og vill félag- ið með því sluðla að auknum samgöngum við hin Norðurlönd- in allan ársins hring. Þá skal þess getið, að Flugfélag íslands hefur heimild til þess að flytja farþega og vörur milli Osló og Kaupmannahafnar og milli Kaupmannahafnar og Glasgow. Hafa útlendingar sérstaklega not- fært sér þessar ferðir, þegar sæti hafa verið laus í flugvélum félags ins á þessum leiðum.

x

Laugardagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Laugardagsblaðið
https://timarit.is/publication/889

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.