Laugardagsblaðið - 01.12.1959, Qupperneq 3

Laugardagsblaðið - 01.12.1959, Qupperneq 3
LAUGARDAGSBLAÐIÐ 3 Vestur-lslenzkar æviskrár Meðal íslendinga hefir frá fornu fari verið mikill áhugi á sögu þjóðarinnar og ættfræði. Þeim áhuga má að verulegu leyti þakka að liinar fornu bókmenntir Islendinga urðu til og að síðan hefir haldizt við þekking á ættum manna og sögu einstaklinga, ó- slitið að kalla má til okkar daga. Hefir það reynzt ómetanlegur styrkur í baráttu íslendinga fyrir sjálfstæði sínu og tilveru sem sjálfstæðrar þjóðar. Og enn lifir sami andinn. Menn vilja vita deili á frændum sínum, þótt fjarskyldir séu og búi í öðrum löndum. Ef litið er á það, sem Islendingar vestan hafs hafa skrifað, sést að sami áhug.inn hefir lifað þar, enda miklar heimildir um ættfræði og mannfræði í íslenzkum ritum og blöðum vestan hafs. A síðustu áratugum næstlið- .innar aldar og fyrst á þessari öld voru meginfólksflutningarnir vestur um haf. Þótt innflytjend- urnir gerðust borgarar í Canada og Bandaríkjunum, héldust bönd frændsemi og vináttu milli þeirra, sem vestur fluttu og hinna, er heima sátu, en af eðlilegum á- stæðum hafa bein persónuleg sam- skipti manna yfir hafið minnkað eftir því sem tímar liðu. Hópur landnemanna þynnist óðum og nýjar kynslóðir taka við.Jafnframt missa menn á íslandi sjónar á frændum sínum vestan hafs. Með ári hverju sem líður gerist sífellt örðugra að vita deili á, hvaðan menn eru ættaðir af íslandi. Þá v.ita menn ógjörla á Islandi, hver þáttur manna af íslenzkum ættum er í þjóðfélögunum vestan hafs. Tii þess að endurvekja hin gömlu kynni og skapa ný tengsl milli frænda báðum megin hafsins liefi ég hafist handa um að safna í eina heild stuttum æviágripum með myndum sem' flestra núlif- andi manna af íslenzkum ættum í Vesturheimi og gefa út. Vann ég að þessu vestan hafs tvö s. 1. sumur. Auk mín unnu þar einnig að því sumarið 1958 þeir Steindór Steindórsson yfirkenn- ari á Akureyri, Benjamín Krist- jánsson prestur að Laugalandi í Eyjafirði og Gísli Olafsson nú yfirlögregluþjónn á Akureyri, sem sá um allar myndatökur. Hann var einnig vestra með mér á sl. sumri. Auk þeirra, sem hér eru nefndir, réttu fjölmargir Vestur-Islendingar mér hjálpar- hönd og munu svo gera áfram á næstu árum, meðan verkið er unnið. Eins og að líkum lætur, er út- gúfa slíks ritverks, sem að miklu leyti hefir orðið að vinna í ann- arri heimsálfu, mjög kostnaðar- söm, og má segja, að framhalds- starfið verði því aðeins unnið, að unnt reynist að tryggja því fjár- hagslegan grundvöll þegar í upp- hafi. í því skyni verður leitað eft- ir áskriftum að æviskránum og þess vænzt, að allir, sem ættfræði og mannfræði unna gerist áskrif- endur. Nær sú hvatning jafnt til íslendinga austan hafs og vestan. Verða æviskrár þessar mun ýtar- legri en Islenzkar æviskrár, sem Bókmenntafélagið gaf út fyrir nokkru, auk mynda af öllum við- komandi mönnum, sem það leyfðu. Þá verður aftast í bindinu nafnaskrá yfir alla, sem þar er getið. En þeir munu skipta mörg- um þúsundum. Kemur fyrsta bind- ið út næsta ár (1960). Það verð- ur um 500 bls. í stóru broti, prent- að á myndapappír. Fræðimenn- irnir sr. Benjamín Kristjánsson á Laugalandi og sr. Jón Guðnason þjóðskjalavörður í Reykjavík búa æviskrárnar undir prentun, en út- gefandinn er Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri, og er það góð trygging fyrir vandaðri vinnu. Verð þessa -bindis er á- kveðið til áskrifenda kr. 350.00 í bandi, en óbundið kr. 320.00. — Bókhlöðuverð verður kr. 450.00 ib. og kr. 420.00 ób. Til þess að létta undir með hin- um mikla útgáfukostnaði, fylgir boðsbréfi þessu áskriftarseðill, og eru það vinsamleg tilmæli mín til þeirra, sem gerast vilja áskrifend- ur, að þeir sendi kr. 50.00 fyrir- framgreiðslu ásamt áskriftarseðl- inum. Efni þessa boðsbréfs er fyrst og fremst að kynna Æviskrárnar og þann tilgang, sem að baki liggur, að gefa slíkt rit út. En hann er í stuttu máli þessi: 1. Skapa grundvöll að persónu- legum tengslum milli íslendinga austan hafs og vestan. 2. Fá yfirlit um, hvern þátt fólk af íslenzkum ættum hefir átt í þjóðfélögunum í Ameríku, þar sem fram kemur, hvaða störf það hefir unnið, og hvert áhugi þess hefir beinzt. 3. Verða þáttur í ísl. ættfræði og söguleg heimild, sem unnt sé að byggja á í framtíðinni um ætt- artengsl manna báðum megin hafsins og vekja með því áhuga yngri kynslóðarinnar vestra á ættarböndunum við ísland. Það er hugmynd mín, að þarna verði skráð heimild um menn af íslenzkum stofni, sem hafi varan- legt gildi fyrir sögu landa þeirra, ekki síður en íslenzka ættfræði, og sýni hvern þátt hinn litli, ís- lenzki þjóðstofn hefir spunnið í líf hinna fjölmennu þjóða í Ame- ríku. Einnig meg.i þetta verða til þess, að efla almennt menningar- samband milli Islands annars veg- ar og Canada og Bandaríkj anna hins vegar. Að lokum vil ég þakka öllum þeim fyrirfram, sem gerast áskrif- endur að Æviskránum og leggja þar með fram sinn skerf til þess, að mynda meginþráð yfir haf.ið milli Islendinga austan hafs og vestan, og styrkja þannig og treýsta samstarf og kynni við þessa fjarlægu frændur okkar og vini. Akureyri, 5. desember 1959. Árni Bjarnarson. ÁskrÞtarseðill að Vestur-íslenzkum æviskrám I. Ég undirrit. .. . gerist hér með áskrifandi að Vestur-íslenzk- um æviskrám I., sem koma út á næsta ári og kosta til áskrifenda kr. 350.00 ib. cg kr. 320.00 ób. að viðbættum kostkostnaði. NAFN: --- HEIMILI: .. PÓSTSTÖÐ:

x

Laugardagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Laugardagsblaðið
https://timarit.is/publication/889

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.