Alþýðublaðið - 13.11.1919, Síða 2

Alþýðublaðið - 13.11.1919, Síða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ bræðingnum og lót hafa sig til að semja við hina gömlu andstæð- inga sína um hreinan afslátt á sjálfstæðisstefnunni og átti því að réttu lagi að ganga inn í heima- stjórnarflokkinn. Samt varð ekki aí því, og mun helzt ótti við föð- ur hans hafa tálmað því, því gamli maðurinn var ekkert lamb við að eiga, ef eitthvað óhreint var á seiði. 1913 — grúturinn. Nú var ekkert að óttast lengur, nú var Sveinn frjáls og gat leikið lausum hala. Enda kom þá fljótt tækifærið. Þá drakk Sveinn grút- inn ofan á bræðinginn. Þá var hann kominn svo langt, að hann gekk inn á allca svörtnstu inn- limunina, svo svœsna, að jafnvel gamall og gildur Hafsteins-mað- ur, Einar á Gtldingalœk, vildi ekkert vera við það riðinn. Hann sór fyrir grútinn á kjós- endafundi í Báruhúsinu og var þó algáður. 1914. í apríl 1914 var Sveinn boðinn fram af Sjálfstæðisfélaginu við þingkosningar. Hann var þá sett- ur til höfuðs ríkisráðsákvæðinu. Þá reyndu menn að gleyma öllu hans fyrra athæfi, þó marga hafi rent grun í hvernig fara myndi, og kvað svo ramt að því, að margir tryggir sjálfstæðismenn kusu Lárus Bjarnason til þess, að ekki yiði kosinn maður, sem hafði sýnt flokknum slika ótrygð. 1915. Þetta ár sýndi, hve lítið var á manninum byggjandi. Þá var hann útnefndur af H. Hafstein til að sigla á konungsfund ásamt Einari Arnórssyni. Þeir sviku báðir stefnu flokksins og ráðherra Sig. Eggerz. Þá lék Sveinn sama leikinn og sparkmenn léku 1911. Sveinn féll þá í faðm Gísla Sveinssonar, sem barðist allra svívirðilegast gegn Birni heitnum. Þá var öliu fórnað til að geta fylgt Einari. 1916. Þetta ár kom dómurinn yfir Svein. Þá féll hann við lítinn orð- stýr fyrir Jörundi Brynjólfssyni og Jóni Magnússyni. 1918. Á þessu ári reyndi Sveinn að bjarga sér með því, að taka hönd- um saman við gamla andatæðinga sína til þess, að bjarga heiðri sin um, en sú tilraun mishepnaðist svo algerlega, að heldur mun hafa dregið úr, en aukið, ef úr nokkru var að draga. Þá urðu þeir banda- menn Sveinn, Jón Þorlaksson, Knud Zimsen, sem manna verst hrakyrti og svívirti mest föður hans, Björn heitinn, á Lækjar- torgsfundinum. Gamall sjátfstœðism. p&Utisk jataskifti. Það er mælt, að skraddarar sumir „agiteri“ fyrir Sveini, af þvf að hann kvað manna oftast, fá sér ný föt. Og svo brosir Sveinn svo einstaklega þægilega og borg- ar reiðilega. Hann kvað altaf fa sér ný föt fyrir kosningar, og smekklega ferst honum valið. Og svo kemur hann brosandi fiam fyrir kjósendur og sýnir þeim nýja „gallann". Það er hægt að klæða af sér líkamleg lýti, og salina klæðir hann í bros. Efast nokkur um að Sveinn komist að? Ja. Verkamenn gera það. Þau ganga ekki í augun á þeim, nýju, smekk- legu fötin; brosið sigrar þá ekki. Þeir vita, að „oft er flagð undir fögru skinni". Þeir vita, að því meira, sem Sveinn kostar til fat- anna, þess meira vill hann hafa upp úr þingsetunni, og það auð- vitað á kostnað verkamanna. Sveinn hefir oft haft fataskifti áður, og hann hefir áreiðanlega altaf fengið borguð fötin. En bros- inu sama heldur hann. Það hefir altaf reynst honum vel, nema hvað það kann að bregðast núnal Það er íallegt að brosa, ef brosið er endurskin fagurs sálarástands, en það er jafn viðbjóðslegt, þegar það er gert til að dylja yfitdiep- skap og hræsni. Það er oft gróða- vegur að brosa, því menn gangast upp við gott viðmót. Hvað ætli Sveinn hafl grætt mikið á því að brosa um æfina? Verkamenn ætla að láta Svein falia við þessar kosningar, og halda því að sjátfsögðu áfram, nema hann skifti um hugarfar. Eu það stendur auðvitað til bóta, eins og hvað annað, hugarfarið hans Sveins. Hlægiiegt er það, að Einar, sem altaf hefir veiið að hafa pólitisk fataskifti siðan 1906, annaðhvort ár að minsta ko=ti. skuli bera jafnaðarmönnum á brýn „pólitisk fata8kifti‘. Ráðherra „gallinn“ hans var kominn úr móð eftir rúmt eitt ár, og svo hefir víst farið um hina „gallana“ líka; en sá er munurinn á Einari og Sveini, að þó Einar raki sig, þvoi sér vel og beri fitu 1 hárið, þá hefir hann aldrei borið „gallann* eins prúð- mannlega eins og Sveinn, nema ef vera skyldi þegar hann „stakk Svein út“ við konung og varð raðherra. En þess ber að gæta, að hann hefir hingað til ekki haft ráð á að fa sér eins dýran „galla" eins og Sveinn, en nú ætli hann að fara að hafa rab á þvi. Verkamaður. Xosninga-lygar. Sjalfstjórn kvað ætla að gefa út pappírssnepil á föstudagínn er „Kjósandi* heitir. Verða það svjviiðilegar árásir og ærumeið- ingar um Alþýðuflokkinn og menn sein í honum eru. Kjartan og Pétur hafa setið með sveittan skallann í meira en hálfan mán- uð við að ljúga upp efni í blaðið, og má þá geta nærri hve fagurt það verður. teir menn sem ráðist verður á, munu ekki taka sér þetta nærri, en alþýðumenn eru fyrirfram varaðir við að trúa nokkru einasta orði af því sem þar stendur. Þið getið nærri hvern- ig það verður, úr því þeir skamm- ast sin fyrir að nota Morgun- blaðið undir blekiðnað þennan.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.