Foreldrablaðið - 01.03.1951, Síða 2
Uppeldi og frœðsla
MARKMIÐ SKÓLANNA er menntun,
en menn greinir talsvert á um það, með
hvaða ráðum hún verði bezt í té látin
— hvort meira kapp beri að leggja á
beina fræðslu, þekkinguna, eða að hinu
leytinu á almennt uppeldi einstaklings
eða þegns. Málið er heldur ekki eins ein-
falt og það gæti sýnzt í fljótu bragði,
sökum þess að þekkingin hefur geysimikið
uppeldisgildi, en er þó ekki einhlít, og
almennt uppeldi er bráðnauðsynlegt skil-
yrði þekkingaröflunar, en þó ekki nema
skilyrði. Þess vegna leikur vafinn í raun-
inni á því, hvort bein fræðsla og þekking
sé jafnframt bezta ráðið til þess, að börn-
in ali sig vel upp sjálf, eða hvort gott upp-
eldi sé um leið happadrýgsta hvatningin
til þekkingaröflunar — og þá, hverju
beri að fórna meiri tíma og fyrirhöfn í
skóla og á heimili.
*
Því verður ekki á móti mælt, að öll
þekking er í sjálfri sér bæði þörf og hag-
nýt, einnig þær greinar hennar, sem ekki
verða beinlínis látnar í askana. Hún
víkkar sjóndeildarhring
einstaklingsins og gerir
hann færari um að ráða
fram úr hverjum vanda,
auk þeirrar hugsvölunar,
sem hún veitir.
Uppeldi segja menn
vera það að stuðla að
heilbrigðum vexti og
þroska líkamans, hæfi-
legri aðlögun að um-
hverfi og samfélagsvenj-
um, þjálfun hugans og
rækt siðgæðisins. Ekkert af þessu má
vanta og ekkert ganga úr hófi fram, svo
að annað sé vanrækt.
*
Sú fræðsla, sem stuðlar að þessum at-
riðum, er ómissandi þáttur uppeldisins.
Hún er, ef rétt er á haldið, ekki fræðsla
einvörðungu, heldur einnig mikilvægt
uppeldi. Nú er það hverjum einstakling
fyrir beztu að fá að þroskast sem mest
frjáls og óþvingaður. Er því uppeldið
mikið fólgið í því að koma í veg fyrir
með lagni, að hann leiti inn á óheppilegar
brautir. En vegna þess að frjáls þroski
þykir ákjósanlegastur, er mikils virði, að
menn temji sér að finna samband orsaka
og afleiðinga við hvaðeina, þekki umhverfi
sitt og sjálfan sig, en þar af leiðir aftur,
að heppilegt og frjálst uppeldi hlýtur að
vekja þekkingarþrá.
*
Vandinn er því ef til vill ekki fyrst
og fremst í því fólginn, hvort meira kapp
beri að leggja á beina fræðslu eða almennt
uppeldi, heldur sá, hversu fræðslunni
verður bezt hagað þannig, að hún stuðli
að alhliða þroska og uppeldi, svo að
löngun vakni eftir þekkingu.
Vegna þekkingarinnar er meira virði að
glæða áhugann en kenna einstök atriði
fræðigreinarinnar mjög nákvæmlega, ekki
sízt ef atriðastaglið kæfði þann áhuga,
sem fyrir var. Og vegna uppeldisins er víð-
sýni og skilningur á gildi
sjálfsábyrgðar og sjálfs-
uppeldis öllu öðru nauð-
synlegra. Eykur fátt enda
manngildið meira en sú
þekking, sem menn afla
sér af sjálfsdáðum, og
ekkert uppeldi er giftu-
drýgra en ræktun mann-
kostanna, sem sprottin
er af fúsum vilja. Slíkt
uppeldi er farsælast, og
slík þekking notast bezt.
Útgefandi: Stéttarfélag barna-
kennara í Reykjavík. Útgáfuráð:
Guðjón Jónsson formaður, Jens Ní-
elsson, Sigurður Magnússon, Stefán
Jónsson og Valdimar Ossurarson.
Ritstjóri: Sigvaldi Hjálmarsson.
Alþýðuprentsmiðjan h.f.
2 FORELDRABLAÐIÐ