Foreldrablaðið - 01.03.1951, Page 3

Foreldrablaðið - 01.03.1951, Page 3
Jónas B. Jónsson: Samvinna skóla og heimila Skólinn og Keimilin bera í sameiningu óbyrgð á uppeldi barn- anna, og það heppnast bezt með nónu samstarfi þeirra. ÞAÐ ER VÍÐAR en hér í bæ, að erfitt hefur reynzt að koma á samvinnu milli skóla og heimila, og virðast þó flestir sam- mála um nauðsyn hennar. Nauðsyn þessarar samvinnu byggist meðal annars á því, að vart er hægt að ætla, að skólinn geti rækt sitt hlutverk, þ. e. að þroska eiginleika barnsins og auka skilning þess og þekkingu, ef hann nýtur ekki aðstoðar heimilisins. Segja má, að barnið lifi í tveimur heimum á skólaárum sínum, heimi skólans og heim- ilisins. Hvaða áhrif hefur það nú á barnið, ef það finnur, að ekkert samband er á milli þessara tveggja aðila, hvað þá, ef það er neikvætt? Hafi kennarinn engan kunnleika á heimili barnsins, hlýtur hann að hafa minni möguleika til þess, að glæða áhuga þess, hjálpa því yfir marg- háttaða örðugleika og gera það hamingju- samt í skólanum. En þá er spurningin: Hvernig á hann að kynnast heimilinu? Æskilegt væri sjálfsagt, að hann hefði möguleika til þess að fara heim til hvers barns og ræða við foreldra eða aðstand- endur þess, en þegar þess er gætt, að kenn- aratala t. d. hér í Reykjavík er miðuð við það, að 40 börn komi á hvern kennara, auk þess sem sérkennarar hafa miklu fleiri nemendur, er ljóst, að til þess að ná sambandi við foreldrana er slíkt lítt framkvæmanlegt. Skólarnir hafa því reynt aðrar leiðir, t. d. að efna til foreldrafunda, gefa út blöð með fregnum af skólastarfinu, halda sýningar á skólavinnu nemenda, bjóða foreldrum að koma á ákveðnum tímum að hlusta á kennslu o. s. frv. Þetta hefur virzt bera minni árangur en til var ætlazt, foreldrar verið tregir til að taka höndum saman við skólana um samvinnu. Þótt foreldrar eigi á þessu mikla sök, er þeim sjálfsagt ekki einum um að kenna. Ef til vill hafa skólarnir ekki sýnt nógu mikið þolgæði í þessum tilraunum til sam- starfs eða ekki hitt á réttu leiðirnar. En hitt er víst, að flestir þeir foreldrar, sem sinnt hafa þessum tilraunum skólanna til samstarfs, hafa mikinn áhuga á skóla- starfi barna sinna og hafa áður staðið í sambandi við skólann. En ekki er síður þörf að ná til hinna, sem ennijhafa ekki komið auga á, hve þýðingarmikið þetta samstarf er fyrir börn þeirra. En ef það er nú svo mjög nauðsynlegt fyrir starf barnsins í skólanum, að kennarinn hafi nokkur kynni af þeim heimi, sem barnið lifir í utan skólans, þá er ekki síður þörf á því, að heimilin kynn- ist því umhverfi, sem barnið lifir og hrærist í innan veggja skólans, og því starfi, sem þar fer fram. Eins og áður er sagt, hafa allma'rgir foreldrar náið sam- band við skólann og fylgjast vel með því, hversu barninu vegnar þar, en hinir eru FORELDRABLAÐIÐ 3

x

Foreldrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.