Foreldrablaðið - 01.03.1951, Page 5
Arngrímur Kristjánsson:
Enn nokkur orð um skólagarða
Saga þeirra hér á landi rakin í fáum orðum og nokkrar
tillögur um framtíðarskipan þeirra.
Ritstjóri Foreldrablaðsins hefur farið
fram á það við mig, að ég ritaði fyrir
blaðið nokkur orð um skólagarða, og hef
ég að nokkuð yfirveguðu ráði talið rétt
að verða við beiðni hans, jn. a. vegna
þess, að ég tel mig persónulega standa
enn í óbættri sök við það mál frá því
í gamla daga.
❖ * *
Um þessar mundir verður skyldunáms-
skólinn fyrir allharðri og að nokkru leyti
réttmætri gagnrýni ýmissa hugsandi
manna er segja þá eitthvað á þessa leið:
Hið langa lögskipaða skyldunám drepur
í dróma manndómslund barna og ung-
linga, sljóvgar athafnaþrá þeirra og slítur
þá um of úr tengslum við sjálft athafna-
lífið. Afleiðing þessa verður kærulaust,
sljótt og lítið vinnugefið fólk. —
Einstrengingslegur skóli skapar náms-
leiða og streitist oft með litlum árangri
við að troða bókaramennt upp á hvern og
einn, hvort sem honum finnst það ljúft
eða leitt.
Ut í þessa sálma skal ekki frekar farið
að sinni, en viðurkennt, að skólum vor-
um stafar mikil hætta af þessum einhæfa
fræðalærdómi, en líftaug hins ferska glað-
væra skóla er fyrst og fremst brugðin
þáttum hinnar verklegu kennslu, þar sem
hönd og hugur hjálpast að við að leysa
hugþekk viðfangsefni.
Með framangreindar staðreyndir í huga
er enn sárar til þess að vita, hversu
seint forráðamönnum skólanna hefur tek-
izt að tileinka skólanum einn hagnýtasta
og skemmtilegasta þátt verklegrar
kennslu, en það er nám barna og unglinga
í skólagörðum.
Störfin í skólagörðunum vekja áhuga
barna og unglinga. Þau skapa ekki náms-
leiða, þvert á móti mun vart það dauð-
yfli vera til í mannsmynd, að ekki sé
þess kostur að vekja áhuga þess á við-
fangsefnunum þar. Skólagarðurinn glæðir
smekk og fegurðarkennd og kennir mönn-
um að meta gróður og umgangast hann
með varúð og virðingu. En auk þess fer
þar fram hagnýt fræðsla, því að flestir
menn, og þá ekki sízt konur þurfa að
læra að sá og flytja til plöntur, (planta
út), því að þeirra bíður ávallt fyrr eða
síðar að bera ábyrgð á lífi og líðan ein-
hvers gróðurs í eða við heimili sín í
stærri eða minni mæli. — En uppskeran
og ánægjan fer jafnan eftir því hvort
menn kunna einföldustu atriði til verka
eður eigi.
* * *
Þegar almenn lýðmenntun hófst meðal
nágrannaþjóða vorra, komu skólamenn
þar í löndum fljótt auga á hagnýtt gildi
skólagarðanna í þjónustu fræðslu og upp-
eldis.
FORELDRABLAÐIÐ 5