Foreldrablaðið - 01.03.1951, Page 6

Foreldrablaðið - 01.03.1951, Page 6
Einar Helgason garðyrkjustjóri, hinn gagnmerki brautryðjandi nútíma garð- yrkju á landinu vakti fyrstur athygli manna hér á landi á því og hvatti til þess, að þeirri starfsemi væri gaumur gefinn. Að hans tilhlutan og með hans hjálp hófst ég handa með nokkrum nem- endum mínum í Miðbæjarskólanum vorið 1924, og gerðum við í félagi snotran jurta- garð á lóðarspildu sunnan við skólann, og hirti ég og annaðist þennan garð um nokkurt skeið með krökkum úr skólanum. Starf þetta var vel séð af skólastjórn og forráðamönnum fræðslumálanna í bænum, en þrátt fyrir það varð ekkert úr meiri háttar framkvæmdum, svo sem þó var að sjálfsögðu til ætlazt. Vorið og sumarið 1926 fór ég mína fyrstu námsferð til Norðurlanda, og hafði ég þá sérstaklega verið hvattur til að kynna mér störf og nám barna í skóla- görðum, enda var það höfuðviðfangsefni mitt í þeirri ferð. Er heim kom, varð hlutur minn harla smár til framdráttar máli þessu og lágu ýmsar ástæður til þess. — Ég skrifaði þó um málið í Mentamál (III. árg. 2. h.) og gaf út sérprentun á greinabálki er birt- ist um þær mundir í Alþýðublaðinu undir fyrirsögninni Sumarnám barna. Bæklingi þessum var dreift til kennara og skóla- manna á vegum kennarasambandsins. Ég minnist þess, að Sigurbjörg heitin Þorláksdóttir kennslukona hafði mikinn og glöggan skilning í þessu máli, og hvatti hún mig til að starfa að þessu málefni. Hún hafði forráð lítils landsvæðis suður í Léynimýri og ræktaði þar (aðall. rófur og kartöflur) og lét börn og unglinga hjálpa sér við ræktun þessa, en endurgalt þeim með drjúgri uppskeru. — Þannig starfrækti hún sjálf í kyrrþey eins konar skólagarð. A frumbýlingsárum „Sumargjafar" var garðræktarnám barna á stefnuskrá fé- lagsins, og varð það til þess, að á vegum þess unnum við Sigríður heitin Magnús- dóttir kennslukona eitt eða tvö vor að garðrækt með litlum börnum í garðhol- um í gamla Grænuborgartúninu (nú Landspítalalóðinni), en allt þetta, sem á er minnzt, var fálmkennd en virðingarverð viðleitni fátækra og umkomulítilla kenn- ara í leit að fótfestu í starfi sínu í þágu skóla og uppeldis. En forráðamenn þeir, sem réðu yfir fjármunum og höfðu að- stæður til að taka ákvarðanir, sem um munaði, litu að vísu þessa viðleitni með velþóknun, en létu þó lönd og leið. — Um þessar mundir skall líka á kreppa, fátækt og umkomuleysi — síðan stríð og peningaflóð. * * * Nú ber þó að geta þess, sem gert hefur verið vegna þessa máls hin síðari ár. Árið 1934 gaf frú Guðrún Björnsdóttir frá Kornsá Siglufjarðarkaupstað land fyrir skólagarð, og mun einnig hafa gefið nokkra fjárupphæð til þess að standa 6 FORELDRABLAÐIÐ

x

Foreldrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.