Foreldrablaðið - 01.03.1951, Blaðsíða 7

Foreldrablaðið - 01.03.1951, Blaðsíða 7
straum af stofnsetnigu garðsins, girðingu o. fl. Með þessu hefur frú Guðrún sýnt skóla- garðamálinu meiri skilning og meiri bein- an stuðning en nokkrir aðrir hafa gert til þessa hér á landi. Garður þessi hefur síðan verið starf- ræktur með miklum myndarbrag, og mun Skeggi Asbjarnarson, nú kennari við Laugarnesskólann, hafa aðallega unnið upprunalega að gerð garðsins. Fyrir 3 árum tóku forráðamenn skóla- málanna hér í bænum, að vísu vegna gefins tilefnis, þá ákvörðun að stofnsetja skólagarða fyrir reykvísk skólabörn. Þá hafði ungur áhugasamur garðyrkju- fræðingur, hr. Eðvald B. Malmquist verið nýlega ráðinn í þjónustu bæjarins til leiðbeiningar um ræktunarmál. Malm- quist hafði stundað nám í Noregi og kunni góð skil á starfrækslu skólagarða þar í landi, en í Noregi höfðu skólagarðar verið starfræktir í borgum og bæjum um langt árabil, svo sem áður greinir. Malmquist kynnti nú þetta mál að nýju fyrir skólum og foreldrum og ritaði glöggar og eftirtektarverðar greinar um uppeldisgildi skólagarðanna og notagildi ræktunarnámsins, enda var honum vel ljóst, svo sem fyrirrennara hans, Ein- ari Helgasyni, hve mikil upplyfting fræðsla í skólagörðum hlaut að verða fyrir garðyrkjuna almennt. Ræktunarráðunautnum var nú falið af fræðsluyfirvöldum bæjarins að stofn- setja skólagarða fyrir skólabörn bæjarins og hafa yfirumsjón með starfrækslu þeirra. Það var vorið 1948. Síðan hafa verið að starfi í þessum greinum 60—100 börn á ári frá 10—14 ára. * * ❖ Þessi fræðslustofnun er því ekki eldri eri 3ja ára, og er þess ekki að vænta, að enn sé farið að gæta mikilla áhrifa frá hennar hálfu. Þó má segja, að nokkur reynsla sé þeg- ar fengin af starfsemi þessari, og hefur hún staðfest það, sem raunar var vitað áður, að slíkt nám sé einkar vinsælt, holt og hagnýtt, og er því augljóst, að sú starf- semi, sem þannig er hafin, verður innan tíðar fastur liður í fræðslukerfinu. I sambandi við framtíðarskipan þessara mála vil ég leyfa mér að benda á eftir- greind atriði: 1. Að skólagarðar verði ekki reknir sem sjálfstæðar fræðslustofnanir, svo sem nú er, heldur séu þeir starfræktir í mjög nánum tengslum við skólana sjálfa og séu beinlínis undir þeirra umsjá. 2. Hverju skólahverfi sé ætlað land til skólagarðs, þar sem tryggt sé, að garðin- um sé ætlaður samastaður til langframa. 3. Skólagarðurinn, (kennslugarðurinn) á ekki að staðsetjast á lóð skólans, en vera rekinn í nánu sambandi við þær ræktunarframkvæmdir, sem gerðar eru á skólalóðinni til fegurðarauka. 4. I eða við skólahúsið þarf að skapa skilyrði til þess, að þar sé hægt að annast sáningu og plöntuuppeldi að einhverju leyti, svo að þau börn, er ætla sér að vinna í skólagörðum, kynnist öllum undirbúningsstörfum vegna ræktunar í skólagörðum. Tvar stúlkur mcð blóm. FORELDRABLAÐIÐ 7

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.