Foreldrablaðið - 01.03.1951, Side 10
ingar sem svar við því, hvað átthagafræði
er, verður nú gripið til þess að geta stað-
reynda um starfsháttu átthagafræðinnar.
Hentugt verkefnaval
Hentugt verkefnaval er þýðingarmikið
atriði til að ná settu marki. Og það á við
um allt nám. Heppilegt þykir að velja
átthagafræðileg verkefni með hliðsjón af
umhverfi og lífsþörfum barnsins. Byrjað
er jafnan heima fyrir og haldið frá
þekktu, nálægu og hlutlægu til óþekkts,
fjarlægs og óhlutlægs, þ. e. stækkandi
sjónarsviðs um nánasta umhverfi barns-
ins, hvað tíma og rúmvídd snertir, vax-
andi geta til að nema sjálfur — læra að
læra —.
Enginn kostur er, í þessari stuttu rit-
smíð, að gefa tæmandi dæmi um verk-
efnaflokka þá, sem hægt er að taka til
meðferðar í átthagafræðikennslunni. En
eftirfarandi atriði ættu að gefa einhverja
hugmynd:
Barnið sem heimilis- eða skólaþegn.
Leik- og svefnþörf barnsins. Barátta
mannsins við kuldann, sultinn og myrkrið.
Baráttan við óhreinindi, sjúkdóma og
margvíslegar hættur. Félagsþörf barnsins.
Ahrif veðráttunnar á lífsbaráttu manna,
o. s. frv. Hver framangreindur verkefna-
flokkur getur verið athugunarefni fyrir
margar kennslustundir.
Nú er það svo, að átthagafræðikennsl-
an byrjar fyrir ólæs börn. Og þó að börn-
in séu læs, er ekki gert ráð fyrir, að þau
lesi sér til undir átthagafræðitímana.
Þess vegna varðar það miklu, að hlut-
fallið milli þess, sem ætla má að numið
sé að fullu og hins, sem ónumið er, —
þess, sem raunverulega á að kenna, sé
æskilegt og hagstætt fyrir nemandann,
eigi góður árangur að nást í átthagafræði-
kennslunni. En svo mun þetta nú raunar
vera í allri kennslú, bæði fyrir börn og
fullorðna.
Verkefnið lagt fyrir og afmarkað
Það er annað þýðingarmikið atriði til að
ná því marki, sem átthagafræðikennslan
hlýtur að keppa að.
Góður kennari telur ekki heppilegt að
segja t. d.:
„Nú ætla ég að kenná ykkur um þetta
og þetta í dag“. Slíkt er talið minna um
of á — „Þú skalt“! og álitið miður til
þess'fallið að vekja eftirtekt og áhuga
barns á verkefni því, sem taka á til athug-
unar. Þess vegna er aðförinni hagað
þannig, að börnunum finnist þau sjálf
velja viðfangsefnið.
Það á t. d. að gera athugun á vörn
mannsins gegn kuldanum og tala um
fötin. I hrollköldu veðri eru bömin vakin
til skilnings á því, að nauðsyn er að hafa
föt til að klæðast í. Og þá er t. d. spurt:
„Væri nú ekki gaman að athuga, hvemig
föt verða til?“ Og til þess að afmarka
verkefnið til athugunar og hjálpa minni
barnanna og kennaraiis, er börnunum
sýndur ullarlagður og prjónaflík (peysa),
og spurt: „Vitið þið, hvað þarf að gera
til þfess, að þessi lagður verði að peysu?“
Með þessu hefur verkefnið verið „sett á
svið“, sem kallað er á kennslufræðimáli.
Þannig er séð fyrir því, að þörf og þróun
stuðli að samhengi í athugunum og sam-
ræmingu sjónarmiðs kennara og bama.
Mikils vert er og, að fyrirfram er vitað,
hvað athuga skal. Og komi hik á börnin,
ætti að nægja að brýna með spuming-
unni: „Er komin peysa? Hvað þurfti
meira?“
Mörg átthagafræðiverkefni eru einkar
vel fallin til slíkrar sviðsetningar. Sé verk-
efnið t. d. garðávextir og verið að athuga
gulrófuna, væri hægt að sýna gulrófnafræ
og gulrófu, og spyrja: „Hvemig varð
fræið að gulrófu?" Önnur verkefni þarf
að sviðsetja með nokkuð öðrum hætti.
Verið er t. d. að vinna með svefnþörf
1 0 FORELDRABLAÐIÐ