Foreldrablaðið - 01.03.1951, Page 12
Rödd foreldra:
Heimanám — námsstofur
HEIMANÁM BARNA er vandamál,
sem kennarar og foreldrar verða að leysa
með náinni samvinnu, ef vel á að fara.
Sá þáttur skólanámsins er svo mikils verð-
ur, að námsárangurinn er að mjög veru-
legu leyti kominn undir því, hvernig
hann tekst.
Enn sem komið er, hefur þessu vanda-
máli verið lítill gaumur gefinn. í skólan-
um hafa börnin tiltölulega jafna aðstöðu
til náms; hvað heimanámið snertir gegnir
hins vegar öðru máli, og kemur þar
margt til greina. Sum börn búa við svo
þröngan húsnæðiskost, að það torveldar
þeim allt heimanám eða gerir þeim það
ókleift með öllu; sumir foreldrar hafa
hvorki hæfileika né menntun til þess að
veita börnum sínum aðstoð við heimanám,
og standa þau börn er við slíkar aðstæður
búa, að sjálfsögðu mjög illa að vígi, hvað
námsárangur snertir.
Margir foreldrar hafa reynt að leysa
þetta vandamál á eigin spýtur, tekið þann
kostinn að kaupa börnum sínum dýra
Enda eru skilyrðin til þess óneitanlega
æskileg, því að glögg athugun á verkefni
skýrir hugtök og hugmyndir og vekur í
hita námsstarfsins þörf og löngun til að
læra orð og fara rétt með þau.
Gera mætti t. d. ráð fyrir því, að í
verkefninu: fötin mín, — „frá lagði til
flíkur'* — þekki borgar- og bæjarbörn
ekki merkingu orðanna: þel, tog, taka
ofan af, tæja, kemba, tvinna, kambur,
snúðsnælda, o. s. frv. En nú gefst þeim
einkakennslu, einkum þegar börnin nálg-
ast fullnaðarpróf. Veldur þetta foreldr-
unum tilfinnanlegum aukakostnaði, sem
á stundum að minnsta kosti, ber svo ekki
þann árangur, sem skyldi.
Þetta mál er örðugt viðfangs. Foreldr-
arnir geta aldrei leyst það, svo að vel fari,
nema með aðstoð skólanna. Ef til vill eru
skólalesstofur hugsanleg lausn; námsstof-
ur, þar sem börnin gætu stundað nám á
kvöldin og hefðu aðgang að nauðsynleg-
um bókakosti. Að sjálfsögðu yrðu slíkar
lesstofur að vera starfræktar undir umsjá
kennara, sem þá einnig gætu veitt börn-
unum nokkra leiðbeiningu og tilsögn við
námið. Enn sem komið er mun húsnæðis-
skortur barnaskólanna reynast fram-
kvæmd slíkrar hugmyndar örðugasti
Þrándur í Götu, en námsárangurinn er í
heild að svo miklu kominn undir lausn
þessa vandamáls, að það mundi að öllu
leyti borga sig að verja nokkru fé og starfi
til þess, að hún kæmi öllum aðilum að til-
ætluðum notum.
tækifæri til að læra þau við góð skilyrði.
Þau geta hermt verknað eftir, horft á hluti
og þreifað á þeim og lært þannig á hag-
kvæman hátt sagnir og nafnorð.
Samtal og munnlegar athuganir á við-
fangsefni geta þreytt, þó að þeim sé vel
fyrir komið, kennarinn sleppi við að vera
leiðinlegur, sé röggsamur í stjórn, skarpur
í viðhrögðum og árvakur í bezta lagi.
Hópkennsla ætti þess vegna aldrei að
vera mjög löng.
1 2 FORELDRABLAÐIÐ