Foreldrablaðið - 01.03.1951, Page 14
Marteinn M. Skaftfells:
Rætt um sælgæti og heilbrigðismál
ÉG SKAL STRAX TAKA ÞAÐ FRAM,
að ég er ekki á móti því, að framleitt sé
sælgæti. Það má færa frambærileg rök
fyrir því, að þess sé þörf. En ég er á
móti því, að á markaðinn sé mokað sæl-
gæti, sem beinlínis er skaðlegt, ekki sízt
„vorgróðri“ landsins, eins og æskulýður-
inn stundum er nefndur í hástemmdum há-
tíðaræðum. I þessu sambandi vil ég leyfa
mér að spyrja sælgætisframleiðendur: Er
ekki unnt að framleiða heilsusamlegt sæl-
gæti eða að minnsta kosti óskaðlegt?
Valtýr Albertsson læknir skrifar 1949
grein „Tannskemmdir og fæðan“ í Heil-
brigt líf. Þar skýrir hann meðal annars
frá því, að amerískir vísindamenn frá
Columbíaháskólanum hafi tekið sér ferð
á hendur norður til Alaska og fundið þar
afskekkta eskimóabyggð, þar sem lítið var
um tannskemmdir. Meðal barnanna völdu
þeir allmörg með sérlega góðar tennur og
gæddu þeim daglega á sætindum, eins
og þau gátu torgað, auk síns óbrotna
fæðis. Afleiðing þessa sælgætisausturs í
börnin varð sú, að 3 börn af hverjum 4
höfðu fengið tannátu eftir 6 vikur.
Tilgreint dæmi er skýrt og ótvírætt og
eitt af ótal, því að læknar um allan heim
munu hafa sömu sögu að segja af óholl-
ustu og afleiðingum sætindaáts, þótt í
smærri stíl sé en í greindu dæmi.
Víðtæk fræðsla í þessum efnum virðist
því vera svo sjálfsögð, að óþarfi sé um að
ræða. Hún myndi áreiðanlega spara
heilsu margra barna og unglinga og mikið
fé. Og eðlilegasti vettvangur slíkrar
fræðslu eru skólarnir, æðri sem lægri,
einnig blöð og útvarp. Gegnir mikilli
furðu, hve heilsufræði er mikil hornreka
í fræðslukerfi þjóðarinnar. Er hún þó án
efa mun mikilvægari flestum öðrum náms-
greinum, ef ekki öllum, og ætti að vera
kennd þegar í yngstu bekkjum barnaskól-
anna.
Þörf fræðslu um heilnæma lifnaðar-
háttu yfirleitt hlýtur að vera auðsæ öll-
um, er um þessi mál hugsa, þótt þeir hafi
ekki talandi tölur úr heilbrigðisskýrslum
við að styðjast. Allir vita, að sjúkrahús
eru allt of fá, þótt þeim fjölgi. Allir vita,
að læknum fjölgar með hverju ári, en af
atvinnuleysi fer lítið orð í þeirri stétt.
Allir vita, að mikið magn alls konar lyfja
er flutt inn í landið og dreift með lyfseðl-
um læknanna líklega inn á flest heimili
landsins, þótt í misjöfnum mæli sé. Og
snemma á fyrra ári var frá því skýrt í
blöðum, að útgjöld Sjúkrasamlagsins
myndu aukast um 425000,00 kr. þá 8
mánuði, sem eftir væru af árinu, vegna
hækkaðs verðs á lyfjum. Þetta eru tölur,
sem tala skýru máli um lyfjanotkunina í
höfuðborginni. Það skyldi ekki vera, að
hún væri komin út í öfgar og langt um
þarfir fram? Ég minntist á þetta við einn
okkar ágætu lyflækna. Hann sagði, að það
væri ekkert leyndarmál, að læknar hefðu
ekki eins mikla trú á lyfjum og ætla
1 4 FORELDRABLAÐIÐ