Foreldrablaðið - 01.03.1951, Page 15

Foreldrablaðið - 01.03.1951, Page 15
mætti, en fólkið vildi fá meðul, heimtaði jafnvel meðul. Eg efast ekki um, að þetta er rétt. En hver er orsökin? Er hún ekki einfaldlega sú, að fólkið vantar fræðslu, og þá fræðslu verða læknar að láta í té. Almenningur stendur alveg berskjaldaður á þessu sviði, jafnvel þótt að honum sé haldið skaðlegum lyfjum. Fyrir nokkrum árum voru sólin- pillur mikið auglýstar. Almenningur hlaut næstum að komast á þá skoðun, að hægðatregða stæðist þessum ágætu pill- um ekki snúning. En einn af kunnustu læknum borgarinnar ráðlagði undirrituð- um að nota þær ekki því að í pillunum væri efni, sem orkaði slappandi á melt- ingarfærin, er til lengdar léti. Pillurnar voru mikið notaðar. En varaði nokkur læknir við þeim opinberlega? Og skyldu þau ekki vera fleiri lyfin, sem ástæða væri til að vara almenning við? Við höfum hér skólalækna, við höfum borgarlækni, við höfum fjölda lyflækna og marga sérfræðinga. Vildu nú ekki þessi sérmenntaði hópur hefja almenna fræðslustarfsemi um heilsuvernd jafnhliða sínu eilífa bjástri við sjúkdóma? Ef læknar fræddu fólkið um orsakir þeirra sjúkdóma, sem vitað er að ráða má bót á eða byggja fyrir með breyttum lifnaðarháttum, — og styddu að því, að þeir hættir væru upp teknir, myndu þá ekki sparast stórar fúlgur fjár á því sviði? I krafti sérmenntunar sinnar getur læknirinn talað eins og sá, er veldið hef- ur og haft mikil áhrif. Eitt orð af munni skólalæknis myndi, t. d. hafa meiri áhrif en tíu af munni foreldra og kennara. Og það er þetta áhrifavald, sem ég vil álíta, að þeim beri að beita gegn þeim þáttum í almennum lifnaðarháttum, sem án tví- mæla eru hættulegir heilsu okkar. Lækn- irinn ætti að vera hinn sjálfkjörni uppal- andi í heilbrigðismálum, uppalandi og heilsuvörður, er ynni markvisst að því að skila æskunni sem heilsufarslega hæfastri til að erfa landið og erja. Fyrir slíkt starf bæri læknum mikil laun og mikil virðing. — Og þeir myndu hljóta hvort tveggja. Óskilamunir í skólanum ALLMIKIÐ BER Á ÞVÍ, að börn skilji eftir ýmsa muni í skólanum, sem þau ýmist týna eða gleyma að taka með sér, þegar þau fara heim. Mest ber á alls konar klæðnaði, svo sem treflum, klútum og jafnvel skófatn- aði. Allur þessi fatnaður er eftir skilinn á skólagöngunum, í búningsklefum leik- fimissalanna, í ljósastofunum og jafnvel í biðstofum skólalæknanna. Þá skilja þau einnig oft eftir sjálfblekunga, skrúfblý- anta, peningabuddur, nælur, hringa o. fl. o. fl. Öllum þessum munum, sem á annað borð finnast, er haldið til haga af dyra- vörðum skólanna. Þeim er safnað saman á einn stað, jafnskjótt og þeir finnast, og þar eru þeir geymdir, þangað til að eig- endurnir gefa sig fram. En þótt einkennilegt sé, þá er aldrei spurt um suma af þessum munum. — Það er eins og enginn hafi átt þá, eða eigend- urnir hafi helzt viljað losna við þá. Nú er það auðvitað æskilegast, að börn- in skilji aldrei neitt eftir í skólanum, sem þau eiga að hafa með sér heim, — og það foreldrablaðið 1 5

x

Foreldrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.