Foreldrablaðið - 01.03.1951, Qupperneq 16

Foreldrablaðið - 01.03.1951, Qupperneq 16
Eyjólfur Guðmundsson: HEIMANÁMIÐ FLESTIR KENNARAR munu hafa fyr- ir vana að setja börnunum fyrir til heima- náms meira eða minna dag hvern. Svo virðist sem flestum heimilum og forráða- mönnum barnanna finnist þetta sjálfsagt, enda kvarta foreldrar ekki ósjaldan yfir því, sé börnunum ekki sett fyrir, eða ef þau fást ekki til þess að leysa heimavinnu sína þolanlega af hendi. Ærið er það mis- jafnt, hve börnunum er sett fyrir eða hve hart er gengið eftir heimanámi þeirra. Sumir kennarar ætlast til mikillar yfir- ferðar af nemendunum, en ganga ekki að sama skapi eftir, að verkið sé sæmilega unnið. Aðrir haga þessu öfugt, setja lítið fyrir en ætlast til, að vel sé unnið. Arang- ur heimavinnunnar er oft ærið misjafn. Sum börnin vinna samvizkusamlega og læra e. t. v. meira af heimavinnu en nokkru öðru. Önnur gera heimavinnunni lítil skil og fá jafnvel ekkert út úr henni. Fer þetta eftir ýmsu, en þó mest aðstöðu þarf að áminna þau um að gera það ekki. En ef það vill til samt sem áður, þá ber að snúa sér þegar í stað til dyravarðanna, því að langoftast koma hinir týndu munir í leitirnar til þeirra. Fatnaður og annað, sem börn þurfa í skóla, er allt of dýrt og torfengið til þess að láta það týnast og verða engum að notum. G. M. Þ. barnsins til heimanámsins svo og upp- lagi þess og áhuga til námsins. Tilgangur heimanámsins er tvíþættur. Ýmist undirbúningur og upprifjun í sam- bandi við þær kennslustundir, sem fram- undan eru, eða viðbót við kennsluefni skólans. í fyrra tilfellinu er gert ráð fyrir, að efnið festist betur í minni við upprifj- unina en í síðara tilfellinu er um að ræða aukningu við það nám, sem skólinn lætur í té. Er þá oft um sjálfstætt og sjálfvalið nám að ræða, eins konar tengilið milli bóknáms og starfs. En þýðing heimanámsins er meiri og víðtækari en það að afla sér þekkingar. Heimanámið er starf, sem barnið ber ábyrgð á og verður að vinna á eigin spýt- ur. A því læra börnin að skilja, safna efni og undirbúa starf m. ö. o.: Börnin æfast í að yfirvinna erfiðleika þá, sem í starfinu felast, hvort heldur þeir eru and- legir eða líkamlegir. Er því nauðsynlegt að heimanám barnsins sé takmarkað, einkum þó fyrstu árin. Hins vegar má það aukast og breytast með aldrinum. Kennarinn verður því að gæta þess vel að ætlast ekki til of mikils af nemendun- um. Þeir þurfa að hafa tíma til þess að vera úti, til leika, og lesturs eftir eigin vali o. s. frv. auk aðstoðar við heimilis- störfin. Þess verður að gæta, að nemendur ofþreytist ekki, einkum með tilliti til þess, að afköstin eru minni síðari hluta 1 6 FORELDRABLAÐIÐ

x

Foreldrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.