Foreldrablaðið - 01.03.1951, Qupperneq 17

Foreldrablaðið - 01.03.1951, Qupperneq 17
dags en fyrri. Eins og fyrr segir, eru heimilisástæður mikið atriði, svo sem birta næði loftræsting o. fl. Það sjá allir, að barn, sem verður fyrir sífelldu ónæði af yngri systkinum og verður að læra, þar sem fullorðna fólkið er að starfi, þar sem mikið er talað eða annar hávaði er, hlýtur að hindrast við námið. Þar við bætist, að það verður oft að vinna að heimanáminu á þeim tíma, sem ekki er sem heppilegastur, svo sem strax eftir máltíðir. Það er varla hægt að gera ráð fyrir góðu né miklu heimanámi undir þessum kringumstæðum. Það er því ærið þýðingarmikið, að heimilin reyni að taka sem mest tillit til starfsþarfa barnanna. Víða erlendis hafa skólarnir lesstofur, þar sem börnin vinna heimanám sitt. En gæta verður þá þess að þetta verði ekki bein aukning við skólasetu barnsins dag hvern. Nemendurnir eiga að vera sjálfir ábyrgir fyrir því, sem þeim er ætl- að að vinna heima og verða því að ljúka starfinu í samræmi við tíma þann og þær kröfur, sem í starfinu felast. Því getur ekki talizt heppilegt, að for- eldrar eða aðstandendur nemenda taki á sig ábyrgðina á heimanámi þeirra og því síður að þau vinni störfin fyrir þau. Hitt er aftur jafn nauðsynlegt, að þeir hafi áhuga á störfum barnanna. Hafi barn dregizt aftur úr sökum veikinda, getur verið réttmætt, að því sé hjálpað yfir mestu erfiðleikana, meðan það er að ná sér. A sama hátt getur lítils háttar örvun verið æskileg, meðan barnið er að koma sér að verki, ef áhuginn er lítill. En þetta má ekki ganga svo langt, að for- eldrarnir þurfi daglega að bera ábyrgð á heimanámi barnanna, sitja yfir þeim, á meðan þau ljúka námi, eða vinna fyrir þau. Til eru þeir foreldrar, sem vinna öll heimaverkefni fyrir börnin sín, og sjá allir hvílík fjarstæða slíkt er. Börnin njóta betur þess starfs, sem þau vinna sjálf, og það þroskar þau miklu meira. En eflaust er langþýðingarmesta at- riðið í þessu sú siðferðilega þjálfun, sem felst í því, að barnið vinni þau störf, sem því eru ætluð. Við getum séð það í hendi okkar, hvernig þjóðfélag vort yrði statt, ef allir þegnar þess hliðruðu sér hjá þeim skyldum, sem þjóðfélagið krefst af þeim. Að leysa störf þau af hendi, sem skólinn heimtar af nemendum, er e. t. v. einn þýð- ingarmesti liðurinn í upþeldi barnsins. En kröfurnar mega þá heldur ekki vera því um megn. Duldar hömlur geta einnig haft mikil áhrif á heimanám barnsins. Það ber ekki ósjaldan við, að barn hangir yfir bókun- um, les lexíurnar yfir aftur og aftur en er þó jafnnær. Gegn því duga engar þvinganir né hótanir. I tilfellum sem þessum vantar oft áhugann og þann þroska, sem til þess þarf að einbeita sér að ákveðnu námsefni. Eina ráðið, sem til greina getur komið, er að ákveða tíma þann, sem námið má taka og verð- launa síðan með einhverjum smámunum, sé vel gert, að náminu loknu. ♦-----------------------------------♦ Efnalaug Hafnarfjarðar h.f. Sími 9389. Gunnarssundi 2. Kemisk fatahreinsun og litun Vönduð vinna — Fljót afgreiðsla Sendum gegn póstkröfu um land allt foreldrablaðið 1 7

x

Foreldrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.