Foreldrablaðið - 01.03.1951, Qupperneq 18

Foreldrablaðið - 01.03.1951, Qupperneq 18
Barnaskólarnir í Reykjavík ALLS ERU NÚ 5347 BÖRN á barnafræðslu- stigi (7—12 ára) í Reykjavík. Þar af eru 4725 við nám í barnaskólunum fjórum, Austurbæjar- skóla, Miðbæjarskóla, Laugarnesskóla og Mela- skóla. Þessi barnafjöldi skiptist þannig eftir aldursflokkum, að 7 ára eru 923, 8 ára 951, 9 ára 797, 10 ára 730, 11 ára 700 og 12 ára 624. Athyglis- vert er það, að yngri bömin eru miklum mun fleiri en hin eldri, og boðar það allmikla fjölgun í skólunum á næstu árum. Fastir kennarar við barnaskólana fjóra eru alls 136, en stundakennarar 23, eða samtals 159, og eru þá skólastjórarnir og forstöðukona heimavistarinnar í Laugarnesskóla með talin. Kennarar og börn skiptast þannig á skólana: í Austurbæjarskóla eru alls 1475 börn — 272 7 ára, 297 8 ára, 257 9 ára, 231 10 ára, 229 11 ára, 189 12 ára. Kennarar eru alls 47, þar af 5 stundakennarar. í Miðbæjarskóla eru alls 882 börn — 155 7 ára, 156 8 ára, 163 9 ára, 138 10 ára, 136 11 ára, 134 12 ára. Kennarar eru alls 34, þar af 4 stundakennarar. í Laugarnesskóla eru alls 1330 börn — 297 7 ára, 271 8 ára, 221 9 ára, 197 10 ára, 171 11 ára, 1 8 FORELDRABLAÐIÐ 173 12 ára. Kennarar eru alls 42, þar af 6 stundakennarar. í Melaskóla eru alls 1038 börn — 199 7 ára, 227 8 ára, 156 9 ára, 164 10 ára, 164 11 ára, 128 12 ára. Kennarar eru alls 36, þar af 8 stundakennarar. I einkaskólum eru alls 396 börn á skólaskyldu- aldri, ásamt þeim, er heimakennslu njóta, eða dveljast í heimavistarskólanum að Jaðri. I skóla Isaks Jónssonar eru 129, Landakotsskólanum 112, Skóla S. D. A. 11, æfingadeildum kennaraskólans 62, öðrum einkaskólum 43. Heimakennslu nýtur 21 barn, en 18 eru í heimavistarskólanum að Jaðri. Átta börn eru sjúklingar, 24 mállaus, 13 van- gefin. Utan bæjarins dveljast 181 barn. Blað foreldra og kennara FORELDRABLAÐIÐ er málgagn kennara og foreldra í Reykjavík, fjallar um skólamál tíg barnauppeldi, en Stéttar- félag barnakennara gefur það út. Það hef- ur nú komið út annað slagið síðan árið 1934, en þó mjög óreglulega. Nú hefur útgáfuráð Foreldrablaðsins hins vegar ákveðið að láta það framvegis , ef unnt verður, koma út á hverjum mánuði, sem barnaskólar starfa, og kemur það nú fyrir sjónir lesenda sinna í dálítið breyttum búningi. I

x

Foreldrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.