Foreldrablaðið - 01.03.1951, Page 20

Foreldrablaðið - 01.03.1951, Page 20
MUNAÐARLAUS BÖRN Barnahljómsveit í svissnes\um s\óla. MUNAÐARLAUS BÖRN OG ÖR- KUMLA eru einhver hryggilegasta afleiðing styrjalda. Og síðari heimsstyrjöldin var sízt nokkur undan- tekning frá því. Þús- undir barna í löndun- um, þar sem styrjöld- in var háð, misstu for- eldra sína, flæktust frá öllum kunnugum í hringiðu flóttafólksins eða slösuðust svo, að þau verða örkumla ævilangt. Fyrir þau, sem létu lífið, verður að sjálfsögðu ekkert gert, en hin, sem munaðarlaus og ósjálfbjarga lifa eftir, þarfnast mikillar umönnunar og hjálpar, og síðan stríðinu lauk hafa risið upp víða um lönd dvalarheimili fyrir þau, auk þess sem fylltir voru skólar og dvalar- heimili, er til voru áður. Menningarstofnun sameinuðu þjóðanna, UNESCO, gekkst í haust fyrir leiðangri til ýmissa slíkra heimila á Frakklandi, Sviss og Italíu með það fyrir augum að taka niður útvarpsefni — viðtöl við börn- in og annað frá lífi þeirra, vist og starfi. Hefur það nú verið flutt í útvarpi víða um lönd. Myndir voru tekn- ar í leiðangri þessum, og birtast tvær þeirra hér. Hin efri er frá skóla í Sviss og sýnir barnahljómsveit, er lék fyrir útvarpsleið- angurinn, en þar eru sagðar notaðar óal- gengar aðferðir til að þroska hljómlistar- hæfileika barnanna. Hin neðri er af barna- kór í skóla 1 Florence á Italíu. Barnahór í ítöls\um s\óla. 20 FORELDRABLAÐIÐ

x

Foreldrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.