Foreldrablaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 5

Foreldrablaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 5
3 Svo sem kunnugt er, var það ákveðið af for- ráðamönnum Reykjavíkurborgar, að gefa kost á skólavist fyrir sex ára börn í barnaskólum borg- arinnar á þessu skólaári. Þessi nýbreytni var tafarlaust undirbúin, m. a. með því að veita þeim, sem falin er umsjá þessara barna í skólanum (bæði kennurum og fóstrum), fræðslu og þjálfun í því starfi, sem fyrir liggur. Aðsókn er mikil. Hér er um að ræða mikils verða og merkilega nýjung. Ekki erum við íslendingar brautryðjend- ur hennar eða forystumenn. Grannþjóðir okkar hafa þegar riðið á vaðið, og munum við notfæra okkur reynslu þeirra. Ekki eru allir á einu máli um þessa nýjung, sem ekki er að vænta. Nokkrir munu vera henni alger- lega andsnúnir, aðrir telja hana framfaraspor, og svo hinir þriðju, sem koma auga á kost og löst. Telja ýmsir, að hennar sé þörf, en finnst fram- kvæmd hennar í einstökum atriðum hæpin. Foreldrablaðið telur ástæðu til þess, að vekja umræður um þessa merkilegu nýbreytni í skóla- málum okkar. Er því allmikið af efni þess nú um ýmislegt það, er varðar hina nýju deild barna- skólanna. Birtast hér viðtöl við Jónas B. Jónsson, fræðslu- stjóra Reykjavíkur, Valborgu Sigurðardóttur, skóla- stjóra Fóstruskólans, og Jónas Pálsson, sálfræð- ing.

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.