Foreldrablaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 16

Foreldrablaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 16
14 EIRÍKUR STEFÁNSSON, KENNARI Er lestrarkennslan í lagi? Hún er auðvitað misjöfn og árangur hennar þá einnig. Það er raunaleg staðreynd, að allmargir nem- endur hafa alls ekki náð því að verða sæmilega læsir, þegar skyldunámi lýkur eftir 8 ára nám. Segja má raunar, að það sé nokkuð villandi, að tala um 8 ára skyldu í sambandi við lestrar- nám, þar sem raunverulegri lestrarkennslu lýkur við endað 6. skólaár. Það er þó eðlilegt að gera ráð fyrir einhverri framför í lestri á þeim tveimur skyldunámsárum, sem þá eru eftir, a. m. k. í því að lesa í hljóði. Hvort svo er, veit ég ekki, enda munu engar almennar athuganir hafa verið á því gerðar. Að loknu 6 ára námi í barnaskóla er prófað í lestri, og er lágmarkseinkunn 5.SÚ einkunn miðast við það, að barnið geti lesið rétt 110 atkvæði á einni mínútu. Engar kröfur eru gerðar um að vel sé lesið. Stundum er það svo, að barnið gerir ekki betur en rétt aðeins að ná þessum tilskylda hraða, flutningur er mjög óáheyrilegur, daufur, hljómlaus og hikandi. Börn, sem ekki hafa náð betri árangri en hér er lýst (sem betur fer eru þau ekki mörg), geta alls ekki talizt læs. Þau hefðu í gamla daga verið talin stautandi. Það er vissulega betra en ekki neitt, enda munu flest þeirra ná einhverri fram- för síðar. (Fróðlegt væri að láta fara fram lands- próf í lestri við lok skyldunámsins). En hvað þá um þau börn, sem náð hafa þeim hraða að geta lesið 200 atkv. eða meira á mín. og hljóta því einkunnir (samkvæmt prófreglum) frá 7—10, eru þau læs? Svo er almennt talið, en þó munu vera skiptar skoðanir um það. Hvað er það í raun og veru að vera læs? Þjóðkunnur leikari, sem jafnframt kennir framsögn, hefur sagt, að fæstir af þeim, sem til hans leita, séu læsir. Hann gerir vissulega miklar kröfur og aðrar en við kennarar og prófdómendur, sem árlega gefum allstórum hópi 12 ára barna ágætiseinkunn. í þeim fyrirmælum um lestrarpróf, sem við förum eftir, stendur: „Hraðaeinkunn þeirra barna, sem lesa 110—200 atkv. rétt á mínútu, má hækka eða lækka um einn heilan eða brot úr heilum eftir lestrarlagi. Lesi barn 200 atkv. eða fleiri rétt á mínútu, gefa prófdómari og kennari því einkunnir (7—10) eftir lestrarlagi og fram- setningu." (Leturbreytingar gerðar hér). Hér á sem sagt að meta, en aldrei verða allir á einu máli, þegar meta skal.

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.