Foreldrablaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 8

Foreldrablaðið - 01.12.1970, Blaðsíða 8
6 VALBORG SIGURÐARDÓTTIR, UPPELDISFRÆÐINGUR OG SKÓLASTJÓRI FÓSTRUSKÓLANS SVARAR SPURNINGUM 1. Hvert telur þú uppeldislegt markmið 6 ára deilda ætti að vera? Barnið sjálft og persónuþroski þess á að vera höfuðviðfangsefni forskólans — ekki ákveðnar námsgreinar. Höfuðmarkmið 6 ára deildanna tel ég ætti að vera, að efla heildarþroska barnsins, þ. e. að efla tilfinninga- og félagsþroska þess, hreyfi-, verk- og vitþroska þess, og búa það þannig undir þær kröf- ur, sem fræðsluskyldan leggur því á herðar. Með því að skapa börnunum fræðandi og vekj- andi umhverfi, og veita þeim alhliða fóstrun í leik og starfi, tel ég, að unnt verði að jafna að ein- hverju leyti uppeldisaðstöðu þeirra. Börnin koma frá margvíslegum og misgóðum heimilum og hafa m. a. þess vegna haft ólík og misjafnlega góð ytri skilyrði til þroska. Kosturinn við að taka þörnin inn í barnaskól- ann, áður en hin eiginlega fræðsluskylda hefst, er m. a. sá, að unnt er að ná til hvers einstaks barns og rannsaka það líkamlega og andlega. Ef öll 6 ára börn fengju að njóta góðs af sérfræðingum þeim, sem barnaskólarnir hafa á að skipa eða munu hafa í náinni framtíð, væri áreiðanlega unnt að hlífa miklu fleiri börnum við afdrifaríkum mis- tökum í námi, en hingað til hefur tekizt. Á ég hér við þjónustu sérfræðinga eins og sálfræðinga, tal- kennara, heyrnarsérfræðinga, augnlækna, auk hins almenna heilbrigðiseftirlits skólalæknis. Ótalin eru þau mistök, sem orðið hafa í lestrar- námi vegna þess, að barnið sá eða heyrði illa, eða vegna þess, að barnið hóf lestrarnám áður en það hafði nægan þroska til þess. 2. Álitur þú að kenna eigi 6 ára börnum það, sem 7 ára börn læra? Nei, alls ekki, nema þá að mjög takmörkuðu leyti og með öðrum aðferðum en oftast eru not- aðar hér í 7 ára bekk. Trúlega vænta margir foreldra sér þess, að börnin fái að læra að lesa sem fyrst og telji það jafnvel prófstein á, hversu vel hefur tekizt um forskólann.

x

Foreldrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Foreldrablaðið
https://timarit.is/publication/890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.