Verkakvennablaðið - 19.10.1933, Blaðsíða 2

Verkakvennablaðið - 19.10.1933, Blaðsíða 2
2 VERKAKVENNABLAÐIÐ roennina, hversu það lamar starfs- krafta þeiixa, dieyfir siðferð^stil- finning’u þeirra og sljógvar þá og vieikir. ,Þessu geta andbamnilngar ekki barið á móti, því þietta eru staðreyndir, sem staðfestar ejru, af vl indalegri könnun á áfengi og á- hrifum þess. En samt berja and- banningar höfðinu við stein/iinji og segja: það er ekki grejtt at- kvœði um það á laugardaginn kemur hvort eigi að flytja inin i landið ótakmarkað áfengi eða ekki. f>að er greitt atkvæði um það, hvort afnema eigi þetta bannlagaræksni einis og þeir kalla það. En allir forðast þeir, ei:n.s og heitan eldinn að geta um hváð á eftir fer, ef að bannið yrði afnum- ið, sem ég raunar býst alis ekki við að verði. ,Þá munu mienn geta fengið áfengi hve|nær svo sem þeir vilja og drukkið sig fulla og frá viti a'lla daga, því þó að þessir brennivinsprófessiorar, ef ,svo mætti að orði komast um suma þessara manna, syngi hóf- drykkjunni lof og dýrð, þá vitum við verkakonur mörg dæmi þess, hvensu þessi hófdrykkja leiðir til ofdrykkju svo að segja undan- tekningarlaust og hefir lagt fram- tíð og gæfu fjölmargra fjöl- skyldma í rústir og eyðilagt líf fjölmargra manna, siem til vín- nautnar hafa hneigst. Og þó að þessir ilærðu spekingar brosi fyr- irlitliega og geri „grín“ að þei'm tárum, sem þá hafa verið feld, og hiendi gaman að þeirri örvingflan og hrygð, sem ríkt hefir þegar móðirin hefir horft á vonir sínar og drauma hrynja til grunna, þar sem áfenginu hefir ve'rið sungilð hósíanna af guðhrædduim og grandvörum guðfræðiprófessor- um, sprenglærðum doktorum, forr stjórum og læknum og öðrum þeim, sem gerist hafa hlaupatíkur áfengisauðvaldsins hér á landi, þá munum við minnast þeirra tára og þoss harms, og þó að bann- lögunum sé mikið ábótavant og algert banjn sé það eina, ásajmt sterku eftirliti með að lögunium sé hilýtt, isem geti bætit úr áfengisböl- iniu, þá látum við ekki blekkjast til að afniema þessi bannlög og hlaupa með því úr öskulrtni í eld- inn. J. Konnr sögðn nei. Andbanningar gerðu mjög miklar tilraunir til að fá eiin- hverja konu til að tala fyrir sína (hönd í btMarpið, þ. e. með brenni- víninu, en allar þær koniur, sem þieir töiuðu við, söigðu nei. Þær vildu ekki mælla mieð brennivín- inu eða bjórnum. Heiður sé þeim. Og heiður sé öllum konum, er mœta við atkvæðagreiðsluna á lauigardaginn og segja nei. Asa. Drykkjutnannskona. Aldrei hefir hugur minn fyllst mieiri skelfingu en þejgar ég skildi þiað orð, og ég held að ef ykkur væri það ljóst, sem álítið jafnvel menningarbrag í því að veita og neyta áfengra drykkja hvaða þýöingu það hefir haft fyr- ir marigra líf, að þið þá mynduð hika við að veita því jákvæði. ipetta er ef til víll of mildíö traust til mannúðar yðar okkur til handa, sem berum þyngstu byrð- ar áfengisnotkunaiinnar: Dnjkkjimuamakvennímjui., Getur ieitt orð rúmað meiri öm- urleika eða þjáningu? Ég m.an manninn., sem fyrir nokikrum árum var mér ímynd allls þess, er ég visisi bezt. Allar óskir hans voru að geta unnið sem mest að því aði okkur gæti liðið vei, og heimijMð var okkur uppfylling aills þess, er við kröfð- uimist iaf tilverunni. Sjúkdómar urðu á lieið. okkar og við veittum hvort öðru álla þá hjálp og hjúkrun sem við gátum, og sem náði bezturn árangri fyrir það, að þar voru hendur og hugur, sem vildu af kærleika gera sitt b-ezta. Auðvitað átti hann marga „vini“, sem gjaman vildu votta honum vináttu sina, og það er svo handha3,gt að grípa til flösk- unnar, ®em í þieim tilfellum eir gefandanum þægilieg líka. Mér fanst það ekki vera skað- legt. Ekki varð hann drukkinn. Bara rétt að bragða þetta „vini“ sínum til þægðar. — En — imaðurinn minin varð drukkinn, og það kom að því að litli drengurinn okkar spurði': „Mamma! Af hverju var pabhi ekki heima í nótt?“ — Nú er Irnnn hættur að spyrja. — Haustmyrkrið grúfir yfir bæn- um oig stormurinn æðir um mannlausar göturnar. Umgaingur- dnn í /húsiniu er fyrir löngu hætt- ur Oig ég get notið þess, sem mdvaka driikkjumanmkímn'ripnr, hefir a3 bjócvi. Engin orð fá lýst þesisari kvöl. En,gin tár geta lin- að þessar þrautir. Kiemur hann heim í nótt? Eða kemur hann niokkurn tíma heim aftur? Hvem- ig getur hann bakað mér þessa sorg, hann, sem áður vildi gefa líf sitt fyrir vellíðan mína? Hvað hefir tekið hann frá mér á sv-oma hræðilegan hátt? ,Þið hefðuð sjálfsagt flest fundið til með mér, ef dauðinn hefðd svift mijg hon- um mieðan enginn skuggi hafði náð að falla á sambúð okkar. En — ég verð víst að efast um sam- úð ykkar nú, þegar líf mitt er takmarkal.aus þjáning og örvænt- iug- Ekkert getur Lagt haimili í svona hræðilegar rústir nema á- fengi. Og nú viljið þið fá méIna á- fengi. Nú viljið þið, ef elskulegi) d,ren|gurinu minn lifir, að hann hafi sem greiðastan gang til glöt- I unar lífi sínu og þeirrn-, er han|n | vildi vera beztur. Alma. Getom vlð aldiei neitt lært? |Þ,að ier nú ekki mín dagilega iðja að setjast við að koma hugs- unum mínum á pappír, ein,s og lestar alþýðukonur hefi ég haft annað að starfa, og okkur, sem unnið höfum frá barnæsku og engrar fræðslu notið, okkur finst venjuLega sem svo, að við ge(tum iítið til málanna lagt. !Ejn: í einn skóla höfum við þó alliar gengið, þ. e. skóla reynsl- unnar. Við höfum haft þar harða kenmara og oft og tíðum erfitt nám, en þess betur ættum við að, muna það, sem við lærðum. En það sorglega er, að' það virðist stundum svo, sem alþýðan læri seint, en gleymi fljótt Að ég nú fer að koma þessum iorðum á framfæri er vegna þess máls, sem mest er umtalað nú og við eigum að greiða atkvæðí um á laugardaginn kemur: það. hvort við viljum fá brenniviniijð in,n í Maindið að nýju, og nú eig- um við konurnar áð fá tækifæri í fyrsta: skifti til að greíða at- kvæði um það: Okkur var þess Varnað í jjiáð eina skifti, sem um það hiefir verið gieitt atkvæði áð- ur. Og það var þetta mál, siem gerði það' að verkuim, að ég gat ekki orða bundist. Or því félagiö okikiar er svo myndarLegt að gefa út blað af áhuga fyrir þessu máli, þá vildi ég sýna að mér væri ekki sama um það, þótt það gangi út yfir eitthvað af því, sem ég á að gera. Ég man ekki fyr eftir mér en það, að áfengið og áhrif þess á mennina var eitt af því allra hryllilegasta, sem ég sá. Þegar ég fékk fyrst að fara í réttirnar — og það var ekki lítilil fengur að mínu áliti — þá hvarf á- nægjan við að sjá og heyra öl- óða menn, sjá þá slást, heyra þá foimæla öl'lu og öllum og sjá svo konur þeirra og dætur á flótta frá því að heyra og sjá mennina ,sem þeim þótti vænt lum, í islíku ástandi. Og svo kom ég hér til Reykjavíkur, og þá mætti mér sama sjónin um lok iog Jónsmessu. En þá bættist það við, að þá fékk ég að sjá eymd- ina, sem ríkti á heimilum kvenn- anna, þar sem vinmulaun hús- bóndans höfðu farið, fyrir hrenni- vín. En þessu þarf auðvitað ekki að lýsa fyrir þeim konum, sem þetta hafa séð. En þið, ungu stúlkur, sem aldrei hafið haft af öllum þeim ófögnuði aö segja, þið þurfið að vita hvernijg þetta var, til þiess að þið ekki trúíð fag- urgala þeirra manna eða þeim faLskenningum þeirra, að það sé leinhver endurbót i því að fá brennivinið að nýju imjrt í landifð. Afleiðingin af því yrði að eims ein, henni má lýsa með að eH'ns tveimur orðum: Meim böl, og þá fyrst og fremst fyrir stéttarsystufi' okkar. Það er talað uim drykkju- skap nú, og það er því miður alt of mikið af honuni, en að bera það saman við það, sem áður var, það eru mikil óheilindi, furðtulieg. ósannindi. Ég hefi verið þakklát fyrir hvers konar starf meðal okkar al- þýðunnar, — starfið fyrir bættum kjörum verkalýðsins og starfsem- ina fyrir bindi'ndi og banni og mest þakklát þegar það hefir far- ið saman, því fyrir mér er það óaðskiljanlegt, ef að gagni á að verða. Ég er öllum þakklát, sem af einlægni styðja þessi mál. En það er ekki laust við að mér rennS í skap þegar ég heyri hrópin frá þesisum mektaTmönnum, sem sjálf- sagt eiga að teljast „fínir“, hróp- in um það, að það, sem þjóðina okkar vanti, sé brennivín núna í atvin'nuleysinu. Að ég nú ekki tali um þegar ég heyri svona menn skopast að þjáningum þcim, er konurnar hafa liðið vegna brennivínsins. Að þessiu sinni ætla ég nú að hætta, þó mér finnist að ég gæfci. liengi skrifað um þetta mál. Að síðustu, góðar konur, al- þýðukonur, allar konur, sem þess- ar línur mínar sjá. Gleymið ekki reynslunni úr skóla Jifsins. Gleymið ekki að leggja þefcsu velferðarmáli lið. Sýnum að við getum lært af reijnshtnni, sýn- um að þegar við stöndum sam- an munar um okkur, og þegar við viljnm Leggja góóu máli ítjð^ geti engar annir hindrað okkur frá að mæta. Allfir á kjörstað á laugardaginn og segjum: Nei. S. Ó. Nokkrar flöskur af brennivíni. , Ósköp er annars langt síðan ég hefi litið inn til hennar Laugu gömlu,-‘ sagði ég við sjálfa mig um leið og ég beygðí inin í /Grett- isgötuna. „Ég ætti að heilsa upp á hana um leið og ég geng fram hjá.“ Ég var von bráðar komin að litla bakhúsinu þar sem Lauga á heima, hleyp upp brattan stig- ann og ber að dyrum. Lauga gamla kemur til dyra og ég sé hvernig birtir yfir þreytu- og rauna-hrukkunum á andlitinu þegar hún sér mig: „Komdu blessuð og sæl og gerðu nú svo vel að ganga í grenið mitt og tylla þér hérna á stólgarminni,“ segri Lauga og gengíur á undan: mér inn í litla þakherbergið. Ég sezt á stólinn, sem hún dregur fram, og renni augununi yfir borðið þar sem „hannyrðir" gömlu konunnar liggja. Það eru litlar, bláar nankinsbuxur, sem hún er að bæta. Ég veit að þær muni vera af Bjössa litla dóttur-

x

Verkakvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkakvennablaðið
https://timarit.is/publication/891

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.