Verkakvennablaðið - 19.10.1933, Blaðsíða 3

Verkakvennablaðið - 19.10.1933, Blaðsíða 3
VERKAKVENNABLAÐIÐ 3 syni hcanar, yndi og eftirlætii gömlu k'onunnar, sem hún hugs- ar um og hlynnir að daga og nætur. Það liggur Hka stórt blaið á borðinu. Ég tek það upp. „And- bannin,gur“ stendur þar með stórr um stöfum.. „Ójá, þetta lá í stig- anum þegar ég kom heim frá að þvo búðina í gær," segir Lauga og lítuir í áttina til blaðsins, „og ég tók það með mér upp, ég hefi nú ekki svo mikið að lesa dag- lega, eins og þú veizt.“ ,<Þú he|f- ir varla haft mikið gaman af að iesa þetta,“ verður mér að orði. ,;Gaman,“ það er einhver ótrú- legur ömurleiki, sem fylgir þessu eina orði í munni gömlu kon- unnar, „ónei, en ég hafði eigijn- lega gagn af því, það rifjaði upp fyrir mér ýmislegt, sem liðið er, og lét mig gleymia í svipinn því, sem ég hugsa ,oftast um og sem ég hefi hugsað um á hverjum einasta degi i þessi átta ár, síð- an hún Dísa mín dó, þetta, sem mér finst svo sárt að vita, að nú kemur bráðum sá dagur, sem ég get ekki unnið lengur, já, það verður hver vikan síðust úr þessu, og þá liggur ekki annað fyrir mér en að fara á sveitina, og þá veit ég að Bjössi litli verður tek- inn frá mér, og hvað verður þá um hann? Annaðhvort fer hann til einhverra, sem vilja taka krakka til að fá meðgjöfina og græða á henni, ,eða þau taka ’ann hann faðir hans og stjúp4 svo þau þurfi ekki lengur að gefa með honum út úr heimil- inu. og hrædd er ég um að hon- um bnegði þá við atlætið, þó lít- ið sé stundum fyrir framan hend- urnar hjá mér. En það var nú ekki þetta, sem ég ætla að segja þér, Maja mín, þetta er nú bara það, sem fylgir lifinu hjá mér og mínum líkum. En það rifj- aðist upp fyrir mér þegar ég var að lesa blaðjð að tarna og á- skoranirnar frá öllum þessum prófessiorum og doktarum og hvað það heitir alt saman, að það væri ég — hún Guðlaujg gamla ,Þorleifsdóttir, sem gæti sagt þessum mönnum ihvað brennivínið hefir að segja, hvað það þýðir fyrir okkur, þetta nafn- lausa fólk, sem aldrei sjáumst eða beyrumst neins staðar og enginn veit um eða man eiftir, að láta vínið, láta brenniviinið verða á boðstólum alJs staðar. Hefði hrennivínið ekki veríð, ]Já sæti ég ekki hér á rúminu allslaus og uppgefin skúringarkerling, sem ekki á annað eftir ejn að lenda á sveitinni og velta svo (ofan í gröfina, og þá væri ekki Bjössi Utli hérna útií í foriimni klæðlítill og stundum hálfsvangur lausaleikskrakki svokallaður, sem öllum stendur á sama um nema mér, því ekki tel ég það þó hann faðir hans sletti í mig meðgjöf- inni einhverntíma ársins. Það er bezt ég segi þér ágrip af æfinni minni, þú ert tmg og þú getur bæði talað og skrifaðí, þú getur sagt þeim, sem ætla á laugardaginn ofan í Bataaskóla að játa því að meira vín verði flutt inn í landið, að þeir skulij hugsa sig um áður, hugsa sig um hvort þeir séu menn til að taka á sig afbeidhujamar, ssm af pví hljókist, og hvort þeir treysti sér til að bera ábyrgdina, sem fylgir þessu „jái“. Það er bezt að byrja á byrj- uninni. — Foreldrar mínir bjuggu skamt frá sjó hér ekki langt frá Reykjavík. Ég var yngst af syst- kinunum og ákaflega hænd að föður minum, enda man ég enn þó ung væri, þegar hans misti við hvað góður hann var mér. 'Hann var reyndar einn af þeim, sem eru öllum góðir. ;Þau voru fátæk, en komust vel af, því bæði voru dugleg og sparsöm. Faðir minn var enginn drykkjumaður, en einn af þeim, se|m þykir gott vin og hafa gaman af að gera sér glaðan dag með kunningjun- um stöku sinnum. Það hefir ver- ið svona þessi „hófdrykkja", sem á að vera svo blessunarrik. Svo vaT það þegar ég var 5 ára, að þeir fóru 8 á bát á jólaföstunni til Reykjavíkur til að sækja sér og sínum ýmislegt fyrir hátíðina. Öllum þótti þeim vín gott og þeir bæði keyptu sér á jólakútinn og kaupmennirnir létu ekki stainda á sér að gefa þeim í staupinu. Það heyrðist til þeirra söngur. og drykkjulæti þegar þeir fóru af Reykjavíkurhöfn. Veður hafði versnað um daginn, en þó ekki meina en svó, að vel var letnd- andi öðrum megin við nesilð þar sem þeir áttu heima, ein ekki í sömu vörinni og þeir ýttu úr um morgunimn, en brennivinið hafði hleypt í þá þessum ^metnaði" eða réttara sagt tekið frá þeim svo mikið af dómgreind, að þei|r vildu út af lífinu lenda i sömu vör og þeir fóru úr. Og svo hleyptu þeir þarna upp. Bátnum hvolfdi í lendingunmi og þeir drukknuðu allir. Einn komst reyndar til bæja og sagði frá tU’- drögunum, en hanin var svo þrek- aður og kalinn, að hanm dó dag- inn eftir. Líkiin rak og þeíi/r voru jarðaðjr daginn fyrir ,ÞorIáks- roessu, en um allar hátíðirnar var að smáreka brennivinskútana, sem þeir höfðu haft með sér. Um vorið var svo heimilíð leyst upp og við fórum sitt i hverja átt- ina systkinin — öll á sveitijnaf, nema það elzta, sem var fcmmt þá um vorið. Ég get ekki lýst því hvernig þetta var fyrir mig, öll gleði var horfin, mér finst að öll æska hafi flúið frá mér líka, ég skil ekki þetta, þegar fólkið er að tala um æskuminningamar sem það bezta. Ég hefi aldrei ver- ið ung, ég varð gömul daginn voðalega þegar brennivínið drap hann föður minn. Ég gæti sagt þér roargar sögur um þetta. Hvernig heldurðu t. d. að mér hafi liðið, sem vön var ástrikjinu hans föður mins, þegar húsbónd- inn á heimilinu tók sín böm á hnéð, og ég föðurleysinginn stóð úti í hoimi og horfði á. Ég gæti| haidið áfram í ajia nótt að reyna að Jýsa þvi, hvað það er að vera munaðarJeysingi, en ég vejt því verður aidnei lýst til fullsl, og ég sleppi því. En ég átti eftir að reyna betur hvað brennivínið gerir að verk- um, þó það hafi mér vitanlega aildrei inn fyrir minar vaityi kom- ið. Ég var ung þegar við Guð- mundur minn sálugi giftumst, og aldrei held ég að ung stúlka hafi stigið þau spor glaðari en ég var þá, enda var Guðmundur mér ótrúlega ástríkur og umhyggju- samur, og mér brá við eftir at- ilætiö í uppvextinum .Við bjugg- um á litlu koti hérna, uppé í Borg- arfirði og alt gekk vel. J>ó efn- in væru lítil, var ánægjan til að vega það upp. Það var að einís eitt, sem skygði á hjá mér. Þegar Guðmundur fór í Borgar- nes til aðdrátta og eins á haust- in þegar hann fór í réttirnar, kom hann stundum dmkkinn heim. Ég talaði um þetta við hann og hanin sagði sem satt var, að þetta kæmi ekki fyrir nema 3—4 sinnum á ári, og þegar allir væru með þetta og alls staðar væri verið að bjóða þetta, þá gæti hann ekki verið svo ófé- lagslegur að vera ekki mefð. Þetta gerðu allir, og ég þyrfti ekki að vera hrædd um að' hann yrði nokkurntíma drykkjumaður. Ég trúði þessu — reyndi að trúa því, en enginn veit hvað ég tók út af angist og kvíða á nætumar t. d. þegar hann var í réttunum og ég var ein í bænuimí í 'myrkr- inu og rosunum, sem stundulm eru á haustin. — Dísa mín var orðin þriggja ára þegar hann kom eitt kvöld úr .Þvorárrétt iila tii reika. Ég sá að það hafði geng- ið blóð upp úr honum. Jú, hann hafði dottið af baki á Löngumel- um, samferðamennirnir höfðu ^amt komið honum á bak aftur, og þetta væri svo sem ekkefrt. Hann var talsvert drukkinn, en þó ekki mikið fanst mér. Hann háttaði strax og sofnaði, en vakn- aði fljótlega aftur viðþolslaus áf kvölum. Ég er ekkert að orð- lengja þetta, hann komst ekki á fætur aftur, það hafði sprungið eitthvað innvortis við byltuna og hann var dáinn eftir rúmar 3 vik- ur. Mér fanst ég ekki geta lifað lengur, og mér finst enn í dag að töluverður Jduti af mér hafi farði í gröfina með Guðmundi minum, en ég varð að lifa áfram — vegna Disu. Svo filutti ég með hana til Reykjavíkur, og þá byrjaði ný barátta. Það voru erfið ár, og það er ekki að furða þó ég end- ist illa og sé orðin útslitin, en rnaigar ánægjustundir átti ég með Dísu minni, því hún var skemtilegt barn og fallegt barn, það er mér óhætt að segja þó ég ætti ’ana. Og ég fór að sætta mig við Jífið. Mér fanst ég mættij ekki kvarta meðan Dísa væri hjá mér og ég gæti séð fyrir okkuh. Og isvona Jiðu árin. Dísa var orðin 19 ára þegar hún kyntist Gunnari Stefánssyni föður Bjössa litla. Hann var þá í Mentaskól- anum, en hún var vinnukona hjónanna, sem hann leigði hjá. Gunnar var fallegur piltur þá — það er víst lítid( eftir af fríðleik-1 anum núna — og hann var lika góður piltur — en af gæöunum er ekkert éjtir lenc/ur. — .Þau voru víst ekki lengi búin að vera' undir sama þaki, þegar þeim fór að lítast vel hvort á annað, og svo trúlofuðust þau, og Dísa mín, já, það ljómaði af henni fögnuð- urinn og ánægjan hvar sem hún var. Hún sá ekki sólina fyrir Gunnari, og það skal ég segja þér, að mér þótti vænt um hann líka. Ég hafði aldrei eignast neinn soninn, og mér famst að nú væri ég að eignast hann þama. Gunn- ar ætlaði sér að lesa lög og fram- tíðin virtist brosa við þeim. En svo síðasta veturinn hans í Mentaskólanum var Spán- arundanþágan komin í gildi fyriir 2 árum og áhrifin farin að koma í Ijós. Gunnar fór „að fá sér glas“ með skólabræðrunum, og það var ótrúlegt að sjá hvernig maðurinn bieyttist. Ef hann smakkaði vín, gat hann ekki’hætt fyr en hann var orðinn útúr og þá var hann alveg eins og villi- dýr, grimt, heimskt, taumlausit villidýr. Dísa mín — hún hélt að þetta lagaðist, hún grét og bað, gerði alt fyrir hann, sem hún gat, fórnaði sáJ og líkama. J?að komu líka tímabil, sem hann hætti og varð aftur sama góðá, glaða prúðmennið og þegar við þektum hann fyrst. En það var ekki tiJ lengdar, það var hreint og beint eins og e(iinhver illur andi hefði hann á valdji' sínu og hann yrði að, drekka og verða eins og. dýr. Samt komst hann í Háskólaran, og seinni hluta þess vetrar fædd- ist Bjössi litli. Ég sá það fyrir löngu, að alt var að verða búið þeirna á milli, og Dísa var furðu róleg. Hún var víst búin að út- hella öllum þeim tárum, sem hún átti tiJ. ,Þœr fá æfingu; í því, sem þykir vænt um drykkjumennina. En Gunnar gafst upp við að Jæra þegar hann hafði verið einn veit- ur í lagadeildinni, flæktist hér milli manna einn vetur og lifði á lánum, komst svo til útlanda, ég veit ekki hvert, og ég vejit ekki hvað á daga hans dreif þar, en fyrir 4 árum kom hann hedm', gamall fyrir aldur fram og hálf- eyðilagður. Samt fékk hann at- vinnu sem pakkhúsmaður austur á fjörðum og giftist þar roskinnil konu, sem seldi fæði. Um Bjössa hefir hann aldrei hirt — þaö er alt fyrir löngu brent úr honum, sem heitir skyldurækt eða sómai- tilfinning. En sýslumaður hefiþ

x

Verkakvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkakvennablaðið
https://timarit.is/publication/891

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.