Landneminn - 01.06.1948, Page 7
í sumarleyfinu fcr jjölskyldun ú r ryki
höjuSstaðarins út í náttúruna til aí
'tjóta íslenzkrur veóursœldar.
balletdansmær, og það var líklega orsökin. Enda þótt hú'
'æri aðeins sex ára gömul, þá var auðvelt að sjá, að hún
hafði nokkrum sinnum verið ástfangin. Einu sinni sagði hún
við mig:
—■ Fröken Mix, hafið þér nokkru sinni verið haldin hinni
stóru ástríðu. Hafið þér nokkurn tíma fundið þennan órólega
titring hér? — og hún studdi hönd sinni að litla harminum og
stundi lágt. — Einhverskonar ógeð á brjóstsykri og karamell-
um og allur heimurinn innantómur eins og hrotinn eyrna-
lokkur.
— Þú hefur þá komizt í kynni við þessar ástríður, Nína?
sagði ég lágt.
— Já, já elskan. Það var hann Buttons — riddarasveinn-
inn okkar — ég elskaði hann innilega, en pabbi sendi hann
burt. Svo var það Dick, hestasveinninn, en hann hló að mér,
°g ég leið sárustu þjáningar, — og hún setti upp franskan
sorgarsvip. — Á morgun kemur hingað veizlufólk, l>ætti hún
tvi» barnalega, — og unnusta pabba, Blanche Mambout,
ætlar að koma. Veiztu að það er sagt, að hún eigi að verða
mamma mín?
Hvaða hrollur var þetta, sem gagntók mig? En ég stóð
rólega á fætur, leiðrétti smávillu í stíl nemandans og gekk
ut úr herberginu.
Alla næstu viku var Blunderbore höll samastaður gleði og
skemmtana. Það hafði verið múrað upp í ganginn þar sem
hinar ýskrandi hurðir voru, og miðnæturöskrin ónáðuðu mig
ekki framar.
En ég varð æ meir áskynja niðurlægingar minnar. Ég var
tilneydd að aðstoða lafði Blanche við snyrtingu hennar og
ltjálpa henni að vera falleg. Til hvers? Til að sigrast á honum?
0, nei, nei, nei, — en því þá þessi skyndilegi hrollur og
aðsvif? Elskaði hann hana í raun og veru? Ég hafði séð
hann klípa hana og bölva henni. En ég minntist þess, að
hann hafði varpað kertastjaka að höfði mér, og hjarta mitt
sló aftur með eðlilegum hætti.
Eitt kvöld, þegar skemmtunin stóð sem hæst, fékk herra
Rawjester skyndilega skilaboð og neyddist til að yfirgefa
gesti sina um nokkurra klukkustunda skeið. — Skemmtið
ykkur nú idjótar, — tautaði hann, þegar hann gekk fram
kjá mér. Dyrnar lokuðust og hann var farinn.
Hálfur tími leið. í miðjum dansinum heyrðist óp, og út
ur iðandi kös kvenna, sem voru að falla í öngvit, og æstra
nianna, óð tryllingsleg vera inn í salinn. Maður þurfti aðeins
Hta snögglega á, til að komast að raun um, að þetta var
stigamaður, grár fyrir járnum, mcð pístólu í hvorri hendi.
— Enginn má yfirgefa þetta herhergi, sagði hann þrumu-
raustu, — húsið er umkringt, og þið getið ekki komizt undan.
Sá fyrsti sem stígur yfir þennan þröskuld, verður skotinn
eins og hundur. Herrar mínir, ég neyðist til að fara fram á
að þið komið hingað í einfaldri röð, og afhendið pyngjur
ykkar og úr. —
Þar eð allir skildu, að viðnám var tilgangslaust, var þessum
tilmælum hlýtt, án glæsimennsku. — Og nú, kæru frúr, gjör-
ið svo vel að afhenda gimsteina ykkar og skartgripi. —
Þessari skipun var hlýtt. án yndisþokka. Þegar Blanche
fékk ræningjaforingjanum armbönd sin, gerði hún tilraun til
að fela demants-hálsmenið, gjöf frá herra Rawjester, í barmi
sínum. En með djöfullegu brosi þreif hinn sterki ofbeldis-
seggur menið úr felustaðnum, og veitti lafðinni vel útilátið
hnefahögg á annað eyrað, svo að hún þeyttist burt.
Nú var röðin komin að mér. Með áköfum hjartslætti nálg-
aðist ég glæpamanninn og féll að fótum hans. — Ó, herra,
ég er, bara fátæk kennslukona, leyfið mér að fara. —
— Jæja, kennslukona. Afhendið mér þá mánaðarlaunin
yðar. Fáið mér það, sem þér hafið stolið frá húsbónda yðar,
— og hann hló illgirnislega.
Ég starði á hann rólega, og sagði síðan lágum rómi: — Ég
hef engu stolið frá yður, herra Rawjester.
— Oh, nfhjúpaður. Uss. Hlustið þér stúlka, hvæsti hann
æðislega. — Segið eitt einasta orð til að ónýtn áforrn mín,
og þér eruð dauðans matur — hjálpið mér, og —, en hann
var horfinn. Eftir nokkrar mínútur var búið að kefla veizlu-
fólkið og loka það niðri í kjallara, alla nema mig. Andartaki
síðar voru borin blys að hinum ríkulegu gluggatjöldum, og
höllin stóð í ljósum loga. Ég fann, að sterkar hendur gripu
mig, báru mig út undir beran himin, og settu mig niður í
hlíðinni, en þaðan hafði ég ágætt útsýni yfir hið brennandi
hús. Það var herra Rawjester.
— Brennið, — sagði hann og stcytti hnefana að eldtungun-
um. Síðan féll hann á kné fyrir framan mig og sagði í flýti:
— María Jalina, ég elska yður. Því, sem hefur hindrað sam-
búð okkar, hefur verið, eða mun bráðlega hafa verið, rutt
úr vegi. í húsinu þnrnn fyrir handan hafði ég þrjár brjálaðar
eiginkonur mínar í haldi. Eins og þér vitið, reyndi ein þeirra
að myrða mig. Hah, þetta er hefndin. En þú verður mín!
Án þess að segja nokkuð, féll ég um háls honum.
/. M. Á. þýddi lauslega.
LANDNEMINN 7
fcr