Landneminn - 01.06.1948, Síða 9

Landneminn - 01.06.1948, Síða 9
Þegar Hekla tók aö spúa í fyrra til Htikillar ánægju fyrir flugfélög og bíla- stóðvar stormuðu hingað menn af öðrum löndum fyrir forvitni sakir, meðalannars ■tokkrir Bretar. Ég las heilmikið viðtal 'ið einn þeirra og sveimér ef hann hefur ekki ofnæmi fyrir eldgosum: við að sjá fjallið í gangi rennur það alltíeinu upp fyrir manninum, að hann sé staddur í aldeilis stórmerkilegu landi. Ekki nóg með það, svo segir hann ganskepent: — stórmerkilegt land, ergó stórmerkileg þjóð. Þetta heitir rökfræði kurteisinnar. Með fullri virðingu fyrir Heklu og at- höfnum hennar vona ég, að útlendingar þurfi yfirleitt ekki að heimsækja þann stað til að komast að þessari niðurstöðu um þjóðina. Það væri ægilegt. Þeir tímar eru raunar liðnir að íslend- ingar þóttu hvergi í húsum hæfir vegna °þrifa. í þá daga var það Hekla, sem gerði okkur frægasta, því um hana lá leið- tu að híhýlum andskotans. Eflaust höfum við þótt merkilegt fólk þó — ekki síðuren nú. Mikið eigum við Heklu að þakka. ★ Við sem nú lifum lítum á landið okkar alltöðrum augum en langalangafar okkar Þldæmis; þeir sáu fyrstogfremst samsafn af lífshættulegum fjallvegum, öskufalli, iókulóm, snjóhyljum og ég veit ekki hverju, þarsem við afturámóti prílum fjöll- m á skiðum um hávetur, fljúgum yfir ffeklu gjósandi og þjótum um allar triss- '*r í l)íl ó sumrin. Tæknin og menningin utrýma hættunum, gera þær að sporti, fsland er orðið fallegt og vinalegt — fyrir þá, sem kæra sig að kynnast því. Þeim fer held ég fjölgandi, sent langar að kynnast landinu; það er ágætt. En °kkar stórmerkilega þjóð þyrfti lika að hynnast sjálfri sér — og þar vantar mik- >ð ó. ★ Gestir útlendir, sem eru í þeim metum hér að orð þeirra þykja hlaðamatur, hljóta að fó skrýtna hugmynd um þjóð- ina. Blaðamennirnir dengja alltaf á þá sömu spurningunum; útlendingur í við- talsklassa, sem kemur hingað á flugvöllinn um miðnætti í skammdeginu og hitti á hæinn rafmagnslausan er áreiðanlega ckki húinn að stíga háðum fótum til jarðar, þegar farið er að pína hann til sagna: hvernig lízt yður á Reykjavík, hvernig þykir yður ísland, hvað finnst yður um kvenfólkið okkar o. s. frv., og af tómri kurteisi neyðist veslings maðurinn til að láta útúr sér einhverja vitleysu. Svo sjá- um við í hlöðunum glæsileg viðtöl, okkur er hælt á hvert reipi, við erum ánægð, enginn sér neitt athugavert við það, þó allar spurningarnar séu kannski um okk- ur sjálf en engin um land og þjóð við- komandi persónu. Við erurn semsagt á- nægð þó allt viðtalið jafngildi þvi að mað- urinn hefði skrifað undir yfirlýsingu um að hann sæi ekki eskimóa á staðnum. ★ Eitthvað er að, hvortsem okkur líkar hetur eða verr. Það skyldi aldrei vera arfur liðinna alda, þegar Hekla var púst- rör helvítis en Islendingar hjuggu í mold- arhaugum og töldust ekki til rnanna. — Allavega vairi ekki nema sjálfsagt við reyndum að vinna hetur fyrir því, sem vel er um okkur sagt og varla stæðum við svona á öndinni yfir áliti annarra ef við þekktum okkur nægilega sjálf. En ég sagði við værum að kynnast land- inu —• — — ★ Sunnudagskvöld í maí 1948. Ég var að drekka kaffi með Bassa og Knúti, ný- kominn onúr skíðaskála. Kaffið er húið — löbbum niðrá Arnarhól að sjá sólar- lagið, segir Knútur. Svo göngum við niðrá Arnahól nióti endulausum straumi reyk- vískrar æsku að koma af híó. Það eru fimm—sex manns fyrir á hóln- um; við setjumst undir Ingólfsstyttuna og liorfum ó himininn og sjóinn og vestur- hæinn; sólin sezt. Við höldum heimleiðis; fyrir utan Alþýðuhúsið er kunningi, sem Jónatan Jónsson: o o LaafvœngjuÖ tré i lundi grcenum una við aftanþey. Drifskýjum blccða dagsins undir á vestursins gullna veg. Mjallhvitur fugl að mánaborgum flaug um fjallbláan geim. Haustvindur fer um lielgráar aspir og nœðir um náfölan svörð Sólgyðjan kœr er sokkiti i djúpið, önduð sem unnustan min. Titrandi fold með társtokkna hvarma opnar mér iskalda gröf. vill fá okkur með inn; — ég ó eina, segir hann og fer með höndina í vasann tilað sýna okkur — það þurfti hann reyndar ekki. Við afsökum okkur og höldum á- fram heim og mætum aftur fjölda af reykvísku æskufólki, i þetta skipti á leið- inni á hall, sem stendur til klukkan eitt. En sólarlagið — — nei ég man það enn. Mér er hara ekkert um lýsingaorð. Þið afsakið. ★ Þegar niaður nefnir Arnarhól dettur Reykvíkingum í hug róni en ekki sólar- lag. Er það afþví þeir séu orðnir þreyttir á sólsetrinu — eða eiga þeir eftir að uppgötva það? Sunium þykir kannske heimskulega spurt. .Síggj Jóns. LANDNEMINN 9

x

Landneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.