Landneminn - 01.06.1948, Blaðsíða 12
SIGURÐUR BLÖNDAL:
Drauminii um íslenzka barrskóga verðum
vér aó gera aó veruleikae
Sú skoðun er talsvert útbreidd meðal Islend-
inga, að skógrækt á landi voru sé og mun aldrei
verða annað en „sport“. Ekki veit ég, livort
menn hafa fengið þessa flugu í höfuðið vegna
þess, að búið sé að hamra það inn í þjóðina,
að ísland sé svo óskaplega kalt land, að trjá-
gróður til nytja geti ekki þrifizt hér. Skáld vor
hafa mörg hver ort mikið um „landið kalda“
(„lýstu landinu kalda“, stendur t. d. í sálmin-
um), og getur því þessi vitund hafa síazt inní
menn ósjálfrátt.
Þeir litlu birkiskógar, sem fyrir eru í land-
inu, eru heldur hvorki háir né beinvaxnir, og
gefa ekki miklar vonir um, að þeir séu hæfir til
timburframleiðslu, svo að mönnum, sem ekki
hafa kynnt sér málin, er kannske nokkur vor-
kunn, þegar þeir líta á starf hinna fáu skóg-
ræktarmanna vorra sem viðureign við vind-
myllur.
Því fer hins vegar víðs fjarri, að skógræktar-
menn íslands hafi valið sér lífshlutverk aðeins
að gamni sínu — þótt starfið sé að vísu óvenju-
lega hugtækt. Þeir líta einmitt mjög alvarlega
á þetta hlutverk og hafa sínar ákveðnu luig-
myndir um gildi þess.
Ég skal reyna hér í sem stytztu rnáli að gera
nokkra grein fyrir þessum hugmyndum og þeim
rökum, sem þær eru reistar á.
Fáar þjóðin grundvalla efnahagslegt sjálf-
stæði sitt í svo ríkum mæli á utanríkisverzlun
sem vér íslendingar. Ég vil aðeins biðja lesand-
ann um að renna huganum yfir allan þann
gífurlega fjölda vörutegunda, sem vér verðum
að sækja til annarra landa til þess að geta lifað
eins og menningarþjóðir gera kröfur til. Þann
gjaldeyri, sem þessi innflutningur krefst, skapar
að 95 prósentum aðeins einn atvinnuvegur,
sjávarútvegurinn. Hér opinberast sú voveiflega
staðreynd, að atvinnidíf vort er geysilega ein-
hæft. Vér byggjum efnahagslegt sjálfstæði vort
nær eingöngu á þessum eina atvinnuvegi, sem
þar ofaní kaupið er flestum atvinnuvegum
áhættusamari.
í þeim aragrúa undirstöðuvarnings, sem vér
verðum að flytja inn, er allt trjáviðarefni, og hér
þarf ekki að fara um það orðum, hve óhjá-
kvæmilegur hlutur það er í lífi þjóðarinnar.
Mönnum verður því ljóst, að þessu athuguðu,
hvílíka gífurlega þjóðhagslega þýðingu það
liefði, ef landið sjálft gæti framleitt þann trjá-
við, sem þjóðin þarfnast. Þeir, sem kalla skóg-
a-aakt á íslandi „sport“, hafa bersýni'lega alls
ekki látið sér þann möguleika til hugar koma.
En er nokkur von til þess, að liann sé fyrir
hendi?
Vér getum strax slegið því föstu, að íslenzka
birkið sé ónothæft til timburframleiðslu. Vonin
felst í því, að hægt væri að rækta barrskága í
landinu. Er það hugsanlegt, bæði frá náttúru-
fræðilegu og efnahagslegu sjónarmiði? Það skul-
um vér nú athuga nánar.
Tæplega hálf öld er nú liðin síðan barrtré
voru fyrst gróðursett í íslenzka mold. En þár-
með er ekki sagt, að verulegur skriður kæmist
á barrtrjáræktartilraunir hér á landi. Fyrir þessu
stóðu nokkrir framsýnir áhugamenn, sem fram-
Bergvutnsfossar í BorgarfirSi.
12 LANDNEMINN