Landneminn - 01.06.1948, Blaðsíða 14
r a b b
Eitt kvöld sem oftar var ritstjóri
Jiessa hlaðs staddur á Miðgarði,
kaffistofunni, Jiar sem ung skáld
sitja með svip hinna órímuðu ljóða
og borða rjómapönnukökur, — Jjar
sem málverkin eru svo abstrakt, að
Jónas frá Hriflu mundi biðja Helga
Lárusson um kalt vatn og aspirin,
ef hann sæi þau, — þar sem for-
ustumenn sósíalista planleggja blóð-
uga byltingu yfir bolla og mola-
kaffi (eða svo er að minnsta kosti
helzt að skilja af sumum skrifum
skrýtna náungans, sem stjórnar Al-
þýðublaðinu), — og
Var að fá maðurinn var í mesta
sér kaffi sakleysi að búa sig
og kleinur. undir að ]>anta kaffi
og kleinur (sem aldr-
ei eru til, vegna þess að þær í eld-
húsinu eru hættar að baka kleinur;
— æ, af hverju?), þegar alltíeinu
vinda sér að honum nokkrir ungir
piltar úr Fylkingunni og segja, að
Landneminn birti alltof mikið af
allrahanda undarlegum orðasam-
setningi, sem ekki líkist Ijóðagerð
fremuren óráðshugleiðingar manns
með sprunginn botnlanga. En sterk-
ust lýsingarorð af nei-
Myndir kvæðu sortinni not-
sem venju- uðu piltarnir þó um
legur smá- þau sýnishorn af verk-
krakki gœti um ungra íslenzkra
krotað. 1 istamanna, sem hér
hafa birzt, og töldu
þeir sig ekki í þeim tilgangi kaupa
blaðið að eignast þesskonar mynd-
ir prentaðar, sem venjulegur smá-
krakki gæti krotað með krít á gang-
stéttina. — Ef ritstjórinn hefði verið
óvanur gagnrýni af þessu tagi, hefði
hann sennilega hætt við kaffið og
kleinurnar (sem livort eð var fengust
ekki), en hlaupið þess í stað upp á
loft til Har. Steinþórssonar að segja
af sér allri ábyrgð á hlaðinu. En
þetta var semsé ekki í fyrsta sinn, að
maðurinn mætti slíkri gagnrýni fyrir
liönd Landnemans, svo að hann var
tiltölulega stilltur á taugum, þegar
hann pantaði sódaköku, úrþví ekki
fengust kleinur og fór að drekka
kaffið. — —- Það er nú meira en
missiri síðan Landneminn hóf göngu
sína. Á þessu tímabili hefur hann
síður en svo verið laus við gagn-
rýni. Honum hefur verið borin
gagnrýni, bréflega og
Gagnrýni munnlega, úr ýmsum
úr ýmsum áttum. En þessi gagn-
áttum. rýni hefur verið hon-
um fremur ljúf en
sár, því að öll hefur hún borið. vott
um velvilja gagnrýnandans, löngun
hans til að leggja fram lioll ráð og
góð, ef slíkt gæti orðið til að auka
vinsældir blaðsins. Og Landneminn
hefur tekið allri þessari gagnrýni
samkvæmt hinu fornkveðna, að sá er
vinur, sem til vamms segir. — Hitt
er svo annað mál, að enginn gerir
öllum til hæfis, og varðandi þau
verk ungra skálda og myndlistar-
manna, sem hér hafa birzt og sumir,
þ. á m. piltarnir á Miðgarði sæl’lar
minningar, virðast telja, að sé of-
aukið í blaðinu, skal ]>að tekið
fram, að Landneminn mun halda
áfram að hirta þau, eftir þvi
sem tök verða á. Við erum nefnilega
þeirrar skoðunar, að
Þeir hér sé um að ræða
geyma merkar tilraunii'
kjarnann. ungra manna, sem
geymi í sér þann
kjarna dirfsku og frumlegra tilþrifa,
þaðan sem ávallt hlýtur að spretta
blómlegt listalíf hverrar þjóðar. Þar
sem ekki er að finna slíkan kjarna,
þar er dauði í listum. Menn vppta
öxlum í dag yfir því, sem þeir dá-
sama á morgun. Bíðið og sjáið. —-
í listasögunni eru ]>au dæmin ótal-
mörg, að snillingarnar hafa elcki
hlotið fulla viðurkenningu fyrr en
löngu á eftir fúskurunum. Það er
enginn vandi að troða ruddar braut-
ir enda er slíkt ekki háttur sannra
listamanna. Hitt krefst aftur á móti
þreks og þolgæðis að herjast áfram
J>ar sem brautin er lítt sem ekki rudd
og af starfi þeirl'a, sem þá leiðina
velja, sprettur ávallt sá kjarngóði
gróður sem heitir lifandi listir í einu
þjóðfélagi. — Þröngsýni og ofstæki
gegn slíkum listamönnum hefur
ávallt verið eitt megineinkenni a-
kveðinna afla á hverjum tíma, for-
dómar og aftur fordómar. Ákveðin
öfl telja sér nefnilega ávallt háska
húinn af lifandi listum. En varðandi
gagnrýni á Landnemanum yfirleitt,
þá vilja þeir, sem ábyrgð bera á
taka það fram, að þeim verður
allteins þægð í að hún aukizt en
minnki, og verður að föngum farið
eftir henni, þar sem hún þykir rétt-
mæt. — Að svo mæltu
Gœfurík óskar Landneminn
sumar- allri æsku landsins
störf. gæfuríkra sumar-
' starfa. Það falla úr
2 sumarmánuðir í útkomu hans, sem
kunnugt er. Júnímánuður féll úr,
ágúst fellur líka úr. Blaðið kemur
næst út í byrjun september. — Hitt-
umst heil í haust!
14 LANDNEMINN