Landneminn - 11.06.1953, Blaðsíða 1

Landneminn - 11.06.1953, Blaðsíða 1
8■ tbl. 11. JÚNÍ 1953 7. árg. Frambjókndur unga fólksins MiiKnún Kjartantison í Ilafnartirði lnKÍ R. Hclgason í Itcykjavík ^‘iturjón Einarsson 1 ' -Isaf jarðarsýslu ®jörn I'orsteinsson * ' ‘IWuavataissíslu TTinn 28. júní n.k. fara frani hcr á landi afdrifaríkar kosningar. Þann dag vel- ur þjóðin 52 fulltrúa til að fara ineð æðsta vald í málefnum sínum næstu fjögur árin. Afdrifaríkari kosningar hafa ekki verið háðar á íslandi. Forkólfar borgarastétt- arinnar, sem svikið hafa erlendan her inn i landið, stórlega skert lífskjör alþýðu /nanna til sjávar og sveita og brugðið fæti fyrir æsku landsins, hvggja nú á enn stærri þjóðsvik en nokkru sinni. Þeir œtla áð gera ísland að' einu hernáðarvirlci. Þeir œtla að leggja atvinnulíf lands- manrui í auSn og binda vinnuafl þjóSar- innar við ófrjóa hernaSarvinnu í þága Bandaríkjanna. Og þeir œtla áð stofna innlendan her gcgn verkalýðshreyfing- unni og þjóðfrelsishreyfingunni. Þessi áform verða framkvæmd þegar á næsta kjörtímabili, ef þjóðlin grípur ekki í taumana í þessum kosningum. — Sérstaklega á sú æska, sem nú er að vaxa í landinu til vits og þroska miklu ábyrgð- arhlutverki að gegna. Vonir hennar um frjálst Island, um framtíðarmöguleika sína í landinu og gróandi þjóðlíf eru í veði. Æskan á að erfa landið og heill hennar kr.efst þess, að snúið verði við á óheilla- braut undanlátsseminnar við Bandaríkja- menn og stöðvuð verði hin geigvænlega efnahagslega öfugþróun, sem af henni leiðir. Með atkvæðisrétti sínum er æsk- unni veitl aðslaðla til áhrifa um þessi þýðingarmiklu mál og raunar getur hún ráðið úrslitum í kosningunum, ei' hún fylkir sér einhuga um hina jákvæðu þjóð- hollu stefnu. Sósíalistaflokkurinn átti frumkvæðið að nýsköpuninni á árunum 1944—46. Sú ný- sköpun var fólgin í endurnýjun atvinnu- tækja landsmanna og miðaði að því að skapa hér á landi stórvirkt framleiðslu- kerfi, sem byggt væri á skynsamlegri hag- nýtingu vinnuafls þjóðarinnar og auðlinda landsins. Crundvöllur nýsköpunarinnar og takmark var aukin hlutdeild hins vinnandi fjölda í vaxandi þjóðartekjum og liorn- steinn hennar var trú á landið og mögu- Ieika þess, trú á þjóðina og framleiðslu- getu hennar. Sósíalistaflokkurinn fór úr ríkisstjórn- inni, þegar yfirstéttin hafði ákveðið að ofurselja landið Bandaríkjunum og eyði- leggja nýsköpunina. Síðan hefur hann verið í stjórnarandstöðu. staðið einn á Alþingi ísiendinga gegn ágengni Banda- ríkjanna og barizt af öllum kröftum gegn eyðileggingu alvinnuveganna. Saga þeirra ára er saga niðurlægingar, atvinnuleysis, húsnæðisleysis og betliferða. Og nú er svo komið, að heilbrigt atvinnulíf landsmanna, dregst óðfluga saman en vinnuafl þióðar- innar notað í þágu hervæðingar landsins. Gegn þessari öfugþróun rís Sósíalista- flokkurinn enn á ný með jákvæðar tillög- ur um heilbrigt athafnalíf, sem byggðar eru á brottrekstri erlenda hersins úr land- inu og einbeitingu krafta þjóðarinnar að frjósömum framleiðslustörfum. Og Sósíal- istaflokkurinn kallar á œsku landsins til fylgis við sig, því án hennar verður honurn ekkert ágengt, en ef liún fylkir sér undir rnerki hans er sigur íslands vís. Hér eru birtar myndir af 8 frambjóð- endum Sósíalistaflokksins. Alll eru það ungir menn, sem æska landsins þekkir. Þessir 8 frambjóðendur ungu kynslóðar- innar eru á listum Sósíalistaflokksins vegna liinnar jákvæðu og þjóðhollu stefnu hans. Jónas Árnason í S-l»iní?eyjarsýsln HaraUlur Jóliannsson í Borgarf jarðarsýslu Guðm. J. Guðmundss. í Smefellsnessýslu Sigurður Guðgeirsson í A-Húnavatnssýsln

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.