Landneminn - 01.12.1955, Blaðsíða 11

Landneminn - 01.12.1955, Blaðsíða 11
UNDIRALDAN Framhald af bls. 8. byggja frystihús, en hernámsliðið' tók við þeim mikla fjölda bænda, sjó- manna og verkamanna, sem ofaukið var í framleiðslunni. Hinni ósvífnu auðstétt hafði teki/.t að hrekja stóran hluta íslenzka verkalýðsins frá störfum við íslenzk- an sjávarútveg og landbúnað. Þessi flótti, þessi upgjöf kom et til vill harðast niður á æskulýðnUm og þá sérstaklega hinum óharðnaða hluta hans. Æskulýðnum hafði verið húin björt framlíð, þar sem hann átti að vera virkur þátttakandi í har- áttu þjóðarinnar fyrir belri lífsskil- yrðum. Það hafði verið húið vel að æskunni hvað menntun snerti. Það hafði verið komið á nýju fræðslu- kerfi og fleiri verkamannabörn áltu þess kost að njóta framhaldsmennl- unar en áður var. Allt stefndi jretta að því að búa ungu kynslóðina undir hlutverk sitt í rekstri þjóðfélagsins. Það var því ef til vill ekki nema eðlilegt, að hin nýríka auðstétt færi að hugsa um sína eigin framtíð, færi að hugleiða, hvernig áframhaldandi auðsöfnun hennar mundi reiða af, ef verkamannabörnin fengju almennt tækifæri til að afla sér þekkingar á hinum ýmsu sviðum. Auðstéttin vissi að eins dauði er annars brauð. Hún vissi að með auk- inni velmegun og aukinni menntun alþýðu iókst stéttarvitund hennar og hún hætti að skilia hau haldlitlu rök, sem eru fyrir hví að tveir iafngildir einstaklin°rar skuli ekki hafa sama rétt og sömu möauleika til þeirra ga'ða. sem þjóðfélagið hefur upp á að hjóða. Og auðstéttin hafði einnig að baki sér dýrkeypta reynslu. Revnsluna um hin mörgu og hörðu átök henn- ar við verkalvðshrevfinmina. Átök þar sem auðstéttin í heild hafði iafn- an farið halloka. Auðstéttin vissi því að sú tíð var að mestu liðin, er hægt var að ganga framan að verkalýðs- hreyfingunni grímulaus með ódul- húin harefli. Til að vinna sigra á verkalýðshreyfingunni þurfti nú að klæðast grímubúningi hræsninnar og slægðarinnar. Auðstéttin hóf herferð gegn alþýð- unni á tvennum vígstöðvum: Annars vegar réðst hún á persónufrelsið með því að hefla sjálfstæði manna á sem flestum sviðum. Menn gátu ekki leng- ur gengið í húð og keypt sér skó eða smjörlíki eftir vild, jafnvel þótt þeir ættu nóg af peningum. Nú átti að leiðrétla þann misskilning, að það væri upprunnið hlómaskeið öreig- anna, þó að stríðið hefði skolað nokkrum nýsköpunartogurum á land. Fólk álti að gera sér það ljóst, að til þess að komast áfram í heimin- um þurftu menn ekki fyrst og fremst að kunna að draga fisk, heldur að koma sér innundir hjá forstiórum og skrifstofuliði, sem auðstéttin hafði falið f varnkva'md þessa merkilega upneldisstarfs. Allir áttu að skilia, að það var ekki verið að stefna að neinum sósíal- isma, heldur átti að koma hióðfélag- inu aftur í það gamla góða horf, þar sem eru tvær stéttir. Og svo réð«t auðstéttin á það seni unnizt hafði. Það var gerð „genais- breyline“, og síðan kom hátaaiald- evrir oa har með hækkandi verðlag, Það átti að hrekia verkalvðinn á flótta með kvlfum, sem faldar voiu undir hjúpi hræsninnar og slægðar- innar. En verkalvðurinn var fasta'i fvrir en hina nvr>ku skammsvnu atið- stétt trrunaði. VerkaK'ðu'inn varð ekki hrotinn á hak aflur með heim ráðum. sem auðstéttin siálf hafði vfir að ráða. Hann bognaði hvorki fvrir valdi peninganna né biónustumönn- um auðstéttarinnar. sem mvnduðu binnmeirihluta og ríkisstiórn. Þessi viðhrö^ð neningavaldsins urðu að- eins hret í hinni öru þróun verka- lýðsins. Þess vegna greip auðstéttin til þeirra ráða að kalla herinn inn í landið með þeim afleiðingum, sem ég hef áður lýst. En herinn varð að- eins annað hret í þróun verkalýðs- ins. Nú hefur aftur rofað til. Reyndar heilir auðvaldið enn öllum hrögðum, sem því hugkvæmist. En nú finna allir þá þungu undiröldu, sem hinn arðrændi fjöldi hefur enn einu sinni vakið. Þessi undiralda í íslenzkum stjórnmálum hoð'ar storm. En við megum ekki sitja með hendur i skauli og horfa aðgerðarlaus á hreiða öldu- hryggina. Við verðum að vera vel vakandi á verðinum og halda uppi stöðugri harátlu. Allra sízt ælti æskan að vera að gerðarlaus. Þeir stormar, sem koma kunna, hafa eðlilega mest áhrif á líf og framtíð æskunnar. Hún á því að ganga í fylkingarbrjósti undir merkj- um verkalýðsins fram til nýrra sigra. VEGUR HERN ÁMSINS Framhald af bls. 4. á Langanesi sést ei lengur kvikfén- aður á heit né íslenzkar Iiendur að vinnu á íslenzkri gróðurmoldu, þeg- ar á Langanesi sjást ei framar merki lífsins, heldur heyrist aðeins berg- málið í íslenzkum kletlunum af skot- æfingum erlends herveldis og dynur- inn í erlendum herflugvélum, er varpa slórum skuggum sínum á eyði- hýlin, sem einu sinni voru meðal arðmestu jarða landsins? En skvldi ríkisstjórn íslands vera illa við þessa þróun? Skvldi henni vera illa við, að Bandaríkiamenn fengju sem mest svigrúm til hernað- arathafna hér á landi? Kannske ælti ég ekki að vera svona svartsýnn. Ef til vill lætur vegamálastiórnin eftir allt saman leggja veg út allt Langanesið9 Hver veit nema Bandaríkiamenn þurfi að láta hyggia fyrir sig nýtt hern- aðarmannvirki, — yzt á nesinu? LANDNEMINN 11

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/893

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.