Unga Ísland - 01.01.1905, Qupperneq 8
6 UNGA ISLAND
ekki við að Ieggja allt f sölurnar fyr-
ir það, jafnvel blóðoglíf, ef þörfkref-
ur. En bölvun, óhamingja, slys, fyrir-
litning og svívirðing þeim, sem svíkja
landið sitt eða liggja á liði sínu á
stundum hættu og neyðar. Petta fundu
Svisslendingar og búa nú við fje, frama
og frelsi í friði og ró í fjalladölum
ættjarðar sinnar. Engin þjóð ónáðar
þá, en allir virða fyrir dáð og dreng-
skap. Þeir eru fagurt og göfugt
dæmi æskulýð allra ianda, og honum
hvöt að feta í þeirra fótspor ogelska
landið sitt, vinna því og byggja það,
svo lengi sem heilsa og líf endist,
þegar vex vit og þroski.
í-
STAKA.
Man jeg móður
mjer um vanga
mjúklega strjúka
og mildilega.
í hennar augum
endurskein:
Himinn, haf, sól
og heilög ást.
Konungsdóttirin í álögunum
y~>y
jp3 inu sinni var iðnaðarmaður. Hann
átti tvo sonu. Hjet annar Hans,
en hinn Hjálmrekur. Hans var góð-
ur drengur og hvers manns hugljúfi.
Hjálmrekur illur og óhlutvandur. Faðir
þeirra unni Hjálmreki hugástum, en
Ijet sjer fátt um Hans finnast og hafði
hann útundan, þótt hann væri í öllu
hinum betri og efnilegri. — F’annig er
því oft farið í heimi þessum.
Einhverju sinni gjörði harðæri mik-
ið. Varð þá þröngt í búi iðnaðar-
mannsins og komst hann í fjárþrot.
Æ, hugsaði hann með sjer: jeg verð
þó að hjara á einhverju.
Oft hefur verið að þjer spurt og til
þín leitað. Nú er komið til þinna
kasta. Farðu á fund viðskiftamanna
þinna og bið þá kurteislega og vin-
gjarnlega að greiða þjer það, sem þú
átt hjá þeim. Hann tók þetta ráð.
Snemma morguns reis hann úr rekkju,
fór heim til efnamannanna og drap
að dyrum. En hjer fór sem oftar, að
efni og skilvísi hjeldust ekki í hendur.
Enginn vildi skuldina greiða. Iðn-
aðarmaðurinn kom heim að kvöldi
þreyttur og dapur í bragði með tvær
liendur tómar. Hann gekk heim að
veitingahúsinu, settist aleinn að hurð-
arbaki hryggur í huga og mælti ekki
orð frá vörum, því að hann hafði
hvorki skap til að spjalla við svall-
bræður sína nje þótti fysilegt að
sjá framan í hið ólundarlega and-
lit konu sinnar. En þótt honum
væri þungt í skapi gat hann ekki að
sjer gjört, að hlusta á það, sem talað
var inni umhverfis hann. Par var að-
kominn maður úrhöfuðstaðnum. Hafði
hann frá mörgu að segja, og meðal
annars, að töframaður nokkur, illur og
ósigrandi hefði numið í brautu1 með
sjer konungsdótturina fögru, og
lagt það á hana, að hún skyldi sitja
alla æfi í fangelsi, unz einhver kæmi
sem gæti frelsað hana, með því að
leysa þrjár þrautir, sem töframaðurinn
legði fyrir hann En sá sem bæri giftu
til þess, átti að eignast konungsdótt-
urina, skrautlegu höllina hennar með
öllu hennar gulli og gimsteinum. Iðn-
aðarmaðurinn hlíddi á þessa ræðu. í
fyrstu gaf hann henni lítinn gaum, en
eftir því sem á söguna leið, gjörðist
hann forvitnari, tók að velta því fyrir
sjer, er hann heyrði, og hugsaði að
lokum: Hjálmrekur sonur minn er skyr
maður, og mun kunna að ráða þessar
1) haft á burt með sjer.