Unga Ísland - 01.06.1908, Blaðsíða 2

Unga Ísland - 01.06.1908, Blaðsíða 2
42 UNGA ÍSLAND. V orsjón. Þegar vorið er komið og sólin er fai-in að liækka talsvert á Iofti og vermir landið okkar meir og meir en hefir rekið snjóinn og kuldann úr byggðinni, þá rísa grösin úr vetrar- dvalanum, eða spretta affræjuuum, og þá fæðast litlu samlandar okkar fugl- arnir1. Margur smaladrengurinn hefur fund- ið grátitlings-hreiður og hjálpað for- eldrunum að fóðra litlu ungana með því að bera þeim nýtt smjör og mjólkurskánir og þetta hefur máske verið bezta skemtun hans það vorið. En ungarnir þroskast og þegar þeir eru íleygir fara þeir úr hreiðrinu. Þcir eru þá hálfmyndugir og vinna nú að nokkru leyti fyrir sjer sjálfir með leiðsögn foreldranna, og eftir nokkurn tíma eru þeir orðnir fullorðnir og yíirgefa foreldrana og lifa síðan á eigin spýtur. Aðrir ungar fara úr lireiðrinu þegar eftir að þeir koma úr egginu, svo sem andarungar og eru þá þegar færir um að afla fæðunnar. Á myndinni hjer eru tveir ungar; ein liænan á bænum hefur ungað þeim út, annar þeirra er úr hennar eigin eggi, en hinn er úr andareggi og því eðlilega andarungi, henni þykir samt jafnvænt um þá báða, eins og góðri stjúpu, en hún er nú ekki viðstödd og litlu ungarnir ný- skriðnir úr egginu eru að virða fyrir sjer heiminn, en hann er ekki stærri ennþá en kofinn, sem þeir fæddust í. -1— Ur ræðu sem Vilson liáskólakenhara við Wesly College í Winnipeg hjelt í vor, 'er skólanum var sagt upp. En á þann skóla ganga allmargir íslcndingar, og 1) Erlcndis unga margir fuglar út oft á ári. fá þeir þann ágæta vitnisburð sem hjer segir: — — Aldrei hafa tími og ástæður gjört hærri kröfur til áhuga og víð- sýnis en einmitt nú. Tveir tugir þjóðflokka eiga hjer eftir að vaxa saman og auðga þjóðlífið. Einn norrænn þjóðflokkur, sá, sem ílesta fulltrúa á hjer við skólann — blóð af voru blóði og hold af voru lioldi — hefur reynst meir en jafnoki vor að gáfnafari og nú síðast einnig að líkamsþrótti. Þeir taka oss fram að hæfileikum til að leggja meira og meira erfiði á sig. Við gefum þeim ekki meir en við þiggjum. Jeg á von á lieillavænlegum áhrifum á oss af samkepni við þá. Því að þrátt fyrir alla galla, getur enginn sannur Engil- saxi þolað nokkurn ofjarl eða jafn- oka á nokkuru svæði lífsins. Jeg segi þetla eigi af skrumgirni, en nefni það sem sannreynd, er Frakkar og Þjóðverjar liafa að ástæðu, til að hata oss af hjarta. Svo jeg á von á íjör- ugum leik, eins og komist er að orði á strætum úti, þegar oss hefur skilist að vjer eigum hjer keppinauta, sem vert er að þreyta fang við. — — (Breiðablik april 1908). Þetta eru mikil gleðitíðindi, þeim sem unna þjóðerni voru, að landar vorir skuli skara svo fram úr, og er áþreifanleg sönnun þess, að vjer liöl'- um ómetanlegt gagn af því að lialda hópinn og vernda þjóðernið en eig- um ekki að hverfa og tínast innan- um aðra þjóðffokka, Þökk sje þessum skólasveinum og öðrum er gera oss sóma.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.