Unga Ísland - 01.06.1908, Blaðsíða 8

Unga Ísland - 01.06.1908, Blaðsíða 8
48 CJNGA ÍSLAND. Friðrik mikli og bóndinn. Friðrik mikli Prússákonungur var einhverju sinni, eins og lionum var títt, á ferð í ríki sínu, fjarri alfara- vegi. Hann kom þar auga á rosk- inn bónda við plóg sinn. Bóndan- um vanst vel, og stytti hann sjer stundirnar og fjörgaði liestana með söng. Konungi gast vel að þessu, og á- varpaði bóndann: »Þjer líður víst vel, góðurinn minn. Þú átl víst landið?« »Ekki er nú svo vel, að jeg sje jarðeigandi«, sagði bóndinn, »jeg er fátækur daglaunamaður, og vinn í annars brauði«. »Hvað borgar þá eigandinn þjer um vikuna ?« spurði konungur. »Átta krónur«, svaraði bóndi. »Það er ekki mikið«, sagði kon- ungur, »hvernig kemstu al' með svo lítið ?« »Það blessast furðanlega«, sagði bóndinn. »Jeg tek tvær krónur banda sjálfum mjer, með tveim borga jeg gamla skuld, tvær set jeg á vöxtu, og tvær gef jeg lil guðs þakka«. »Nú skil jeg þig ekki«, mælti kon- ungur. »Láttu mig beyra hvernig þú fer að því«. »Jú, það get jeg sagt þjer, svo að þú skiljir«, mælti bóndinn. »Jeg og konan mín þurfum fjórða partinn af kaupi mínu til viðurværis ; en svo eru í heimili lijá mjer örvasa for- eldrar minir, og þeim er jeg að borga gömlu skuldina; þau sáu um mig, þegar jeg var ósjálfbjarga; og jeg á tvö börn, og þeim er jeg nú að lána; þau borga það aftur með góðum vöxtum, ef við lijónin þurfum á því að lialda; og svo á jeg tvö beilsulítil systkini, og þau styrki jeg með afganginum, af því að jeg veit að guð ællast lil þess af mjer«. Friðrik konungur vár manna spar- samastur, og enda talinn niskur af ó- vinum sínum; en hann gat verið mjög rausnarlegur, er því var að skifta, og þetta svar bóndans átti mjög vel við skap hans. Til vonar og vara spurði liann bónda bvort bann lcannaðist nokkuð við sig; og þegar bóndi kvað nei við því, segir konungur: »Jeg skal þá leggja aðra gátu fyrir þig; þú skalt sjá mig fimtíu sinnum eftir að jeg er farinn, og fara lieim með fimtíu myndir af mjer í vasan- um. Skilurðu það ?« »Nei«, sagði bóndinn, og bælli við dálítið kýmileitur: »Jeg held það væri nóg að eiga eina mynd af þjer«. Friðrik var manna ófríðastur, og skildi hvað bóndinn fór, og brosti við; fór niður í vasa sinn og taldi bónda fimtíu gullpeninga með and- litsmynd sinni. »Skilurðu nú«, mælti konungur, »þetta eru góðir gjaldgengir peningar, guð sendir þjer þá, og hef- ur boðið mjer að borga þá út«. Bóndinn slóð eftir forviða með peningana í böndunum, en konungur kvaddi og geklc leiðar sinnar. (Eflir Lesbók). Sitt af* hverju. Þráðlnus llrðrltuii. 1 þessa árs byrjun voru 1550 stöðvar fyrir þráðlausa firðrit- un starfandi. Af þessum stöðvum voru 195 starfandi á landi í opinberri þjónustu, 170 á verzlunarskipum, 150 á vitaskipum, 670 á herskipum, 55 landherstöðvar og 310 tilraunastöðvar. Þráðliuist flrðtal. TundursnekkjurBanda- manna, þær er nú eru á lerð suður um Ameríku hafa áhöld til þráðlauss firðtals og hefur mönnum tekist þar að tala sam- an á 50 mílna færi. Þegar eru menn l'arnir að vona að ekki líði á löngu þar til tala má saman yfir Atlantshafið. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.