Unga Ísland - 01.09.1908, Qupperneq 7
UNGA ISLAND.
71
langferð — til heitu landanna. Þær
eru að æfa flugið. Nú leggja þær
af stað og stefna lil suðurs yfir holt
og hæðir.
»Geturðu nú sagt mjei', hver það
er, sem segir lóunum, hvenær þær
eiga að fara, og bendir þeim, hvert
þær eiga að lialda, þegar þær fljúga
um geiminn?«
»Það er guð«, svaraði Bjössi.
»Rjelt er það. — En skildir þú nú
það, sem þú sást í sjónaukanum?
Ef þú hættir við að lesa töfluna,
áður en þú ert búinn að læra hana,
fer þú eins að og fiskimaðurinn, sem
var orðinn leiður á því að dorga og
verða ekki var, og dró upp færið rjett
í því að stóri fiskurinn rendi sjer aðþví.
Fjármaðurinnvarþolinmóðari. Hann
stritaðist við að ná fjárhúsinu, — því
marki, sem hann hafði sett sjer, þótt
það kostaði liann mikla áreynslu.
Hann hafði sterkan vilja á að ná tak-
markinu og viljinn bar hann að þvi.
Hann ættir þú að hafa þjer til fyrir-
myndar.
Þú sagðir áðan, að það væri guð,
sem rjeði ferðum lóanna og leiðbeindi
þeim. Það er rjett. Og sami mátt-
urinn styður þig og styrkir, ef þú
heldur áfram starfi þínu ókvíðinn
eins og þær, og ert þolinmóður, þótt
seint gangi. Haltu því áfram við töfl-
urnar. Síðar munt þú þurfa að leysa
ei'fiðari verlc af hendi, ogefþú manst
þá eftir því, sem jeg hef núsýntþjer
og sagt, mun þjer auðnast að yfir-
vinna allar torfærur«.
I því hili vaknaði Bjössi. Hann
mundi vel alt, sem liann hafði dreymt,
og var nú ekki lengi að læra töflurn-
ar, og fór að því búnu út að leika
sjer. Og jafnan, þegar liann er að
gefast upp við eitthvað, sem houum
finnst sjer ofvaxið að framkvæma,
minnist hann draums þessa.
Tli. Arnason.
Haustvísa.
Fönnin hijlur fjöllin há,
fölleit hníga blömin.
Legst í fjötur lindin blá
með Ijúflings pýða óminn.
J. F.
Myndirnar.
Hákon VII. konungur Norðmanna er
fæddur 3. ágúst 1872, annar sonur Frið-
riks VIII. Danakonungs, og heitir haun
rjettu nafni Karl Friðrik. Hann kvong-
aðist 22. júli 1896 og gekk að eiga Maud
dóttur Játvarðar Englakonungs.
5. júlí 1903 eignuðust þau hjón son, er
Alexander var nefndur, en nú er hann
kallaður Olafur, síðan er faðir hans varð
konungur Norðmanna, en pað gerðist 18.
nóvember 1905, er Norðmenn höfðu sagt
upp sambandinu við Svía.
Frá konungskomunni. Myndirnar tvær
á 69. biaðsíðu, eru frá pví að Friðrik VIII.
var lijer á ferð í fyrra sumar. Fessar
mvndir hafa hvergi sjest áður; pær voru
teknar handa Unga tslandi ásamt fleiri
myndum, er pvi miður varð ekki liægt
að sýna.
Á fyrri myndinni sjest úr fjörunni út
til konungsskipanna, sem skjóta kveðju-
skotunum, en á hinni er kongur stíginn
út í bát sinn, sein liggur við hafnarbryggj-
una og sendir síðustu kveðju í land.
Sitt af hverju.
Skipakomur til íslands.
Frá árinu 1787, (þegar verzlun við ís-
land var gefln frjáls öllum dönskum pegn-
um), eru lil hjer um bil óslitnar skýrslur
um siglingar til landsins. Árið 1858
kom fgrsta gufuskipið til íslands. Fað var
enskt skip i danskri þjónustu.
Hjer er meðaltal skipakomu:
Árin Skip tals Smálestir samtals
1787-1800 55 4366
1— 00 o 00 o 42 3531
1811—1820 33 2665
1821—1830 54 4489
1831—1840 82 6529